Erlent Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Erlent 25.2.2024 12:28 Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. Erlent 24.2.2024 23:21 Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. Erlent 24.2.2024 21:46 Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. Erlent 24.2.2024 21:11 Tók morðið upp á símann: „Í myndunum mínum deyja alltaf allir“ Karlmaður frá Suður-Afríku, Brian Steven Smith, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur og fjölmörg kynferðisbrot gegn konunum báðum sem báðar voru frumbyggjar frá Alaska. Lögregla komst á snoðir um brot mannsins eftir að kona stal símanum hans og afhenti lögreglu í kjölfarið minnislykil með myndböndum og myndum úr honum. Erlent 24.2.2024 19:44 Fjórar konur og ung stelpa myrtar á einum degi Lögreglan í Vínarborg rannsakar morð á fjórum konum og þrettán ára stelpu sem framin voru á sama degi. Þrjár konurnar fundust stungnar til bana í vændishúsi. Erlent 24.2.2024 19:13 Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. Erlent 24.2.2024 17:15 Forsetahjónin miður sín vegna hundsins sem bítur ítrekað Commander Biden, fjölskylduhundur Joe Biden Bandaríkjaforseta, er til sífelldra vandræða en 24 atvik hafa verið tilkynnt þar sem hann hefur bitið starfsfólk bandarísku leyniþjónustunnar. Erlent 24.2.2024 15:26 Árásarmaðurinn fannst í Thames Maðurinn sem skvetti sýru eða öðrum eiturefnum í mæðgur í London í lok janúarmánaðar fannst látinn í Thames-ánni sem liggur í gegnum borgina. Erlent 24.2.2024 14:15 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. Erlent 24.2.2024 08:01 Djúpfölsuð sjálfsfróun hlaðvarpsstjörnu afhjúpar brotalamir á Twitter Hlaðvarpsstjörnunni Bobbi Althoff brá í brún þegar hún sá hvers vegna nafn sitt hafði verið að trend-a á samfélagsmiðlinum X. Djúpfalsað myndband (e. deep fake) af Althoff að fróa sér var þá búið að vera í dreifingu á miðlinum og fengið margar milljónir áhorfs. Erlent 24.2.2024 00:17 Gerðist svo ógnarhratt að þau gátu ekki tekið neitt með sér Minnst tíu fórust í gríðarlegum eldsvoða í fjölbýlishúsi í Valencia á Spáni í gær. Íslendingur búsettur í borginni segir íbúa í algjöru áfalli. Fjölskylda sem hún þekkir missti heimili sitt í brunanum. Erlent 23.2.2024 21:01 Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. Erlent 23.2.2024 12:06 Tapaði enn og aftur áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum tapaði enn á ný áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda um að svipta hana ríkisborgararétti. Shamima fæddist í Bretlandi en gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki Íslams í Sýrlandi fimmtán ára gömul árið 2015. Erlent 23.2.2024 12:03 Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. Erlent 23.2.2024 10:55 Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. Erlent 23.2.2024 08:28 Vopnavörðurinn sögð hafa verið óvandvirk Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed er sögð hafa verið óvandvirk á setti kvikmyndarinnar Rust. Hún sá um að hlaða byssu fyrir leikarann Alec Baldwin við tökur sem svo hleypti af henni með þeim afleiðingum að kvikmyndagerðarkonan Halyna Hutchins lést þann 21. október 2021. Bæði eru þau ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 23.2.2024 08:14 Tvær alvarlegar hliðarverkanir fundust í viðamikilli rannsókn Niðurstöður rannsóknar sem náði til 99 milljón einstaklinga sem voru bólusettir gegn Covid-19 staðfesta hversu sjaldgæfar alvarlegar hliðarverkanir bóluefnanna eru. Erlent 23.2.2024 07:26 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. Erlent 23.2.2024 00:03 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. Erlent 22.2.2024 23:30 Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. Erlent 22.2.2024 18:41 Birti nöfn banamanna og hlaut þyngri dóm en þeir Flæmskur maður á þrítugsaldri hlaut í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að birta nöfn og myndir nemenda sem báru ábyrgð á dauða annars nemenda í grófri busun. Erlent 22.2.2024 18:24 Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. Erlent 22.2.2024 16:40 Stúlka lést þegar hola í sandi féll saman Sjö ára stúlka lét lífið og níu ára bróðir hennar slasaðist þegar hola sem þau voru að grafa á strönd í Flórída féll saman í gær. Fjöldi fólks reyndi að grafa stúlkuna upp með höndunum en holan féll sífellt aftur saman. Erlent 22.2.2024 11:56 Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Kínverskir hakkarahópar, sem tengjast yfirvöldum í Peking, beita umfangsmiklum tölvuárásum gegn erlendum ríkisstjórnum, fyrirtækjum og gegn innviðum í öðrum ríkjum. Hakkararnir notast við galla á kerfum fyrirtækja eins og Microsoft, Apple og Google. Erlent 22.2.2024 10:48 Ástralskur biskup ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum Ástralskur biskup hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot, meðal annars gegn börnum. Christopher Saunders, 74 ára, var handtekinn í Broome á miðvikudag, eftir að sætt rannsókn af hálfu lögregluyfirvalda og Páfagarðs. Erlent 22.2.2024 10:16 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. Erlent 22.2.2024 07:37 Freista þess að hindra byggingu risaplastverksmiðju Ratcliffe Hópur umhverfisverndarsamtaka hyggst höfða mál til að freista þess að koma í veg fyrir byggingu efnavinnsluvers í Antwerpen í Belgíu en um yrði að ræða stærsta ver þessarar tegundar sem reist er í Evrópu í 30 ár. Erlent 22.2.2024 06:56 Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. Erlent 21.2.2024 16:00 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. Erlent 21.2.2024 14:51 « ‹ 69 70 71 72 73 74 75 76 77 … 334 ›
Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Erlent 25.2.2024 12:28
Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. Erlent 24.2.2024 23:21
Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. Erlent 24.2.2024 21:46
Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. Erlent 24.2.2024 21:11
Tók morðið upp á símann: „Í myndunum mínum deyja alltaf allir“ Karlmaður frá Suður-Afríku, Brian Steven Smith, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur og fjölmörg kynferðisbrot gegn konunum báðum sem báðar voru frumbyggjar frá Alaska. Lögregla komst á snoðir um brot mannsins eftir að kona stal símanum hans og afhenti lögreglu í kjölfarið minnislykil með myndböndum og myndum úr honum. Erlent 24.2.2024 19:44
Fjórar konur og ung stelpa myrtar á einum degi Lögreglan í Vínarborg rannsakar morð á fjórum konum og þrettán ára stelpu sem framin voru á sama degi. Þrjár konurnar fundust stungnar til bana í vændishúsi. Erlent 24.2.2024 19:13
Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. Erlent 24.2.2024 17:15
Forsetahjónin miður sín vegna hundsins sem bítur ítrekað Commander Biden, fjölskylduhundur Joe Biden Bandaríkjaforseta, er til sífelldra vandræða en 24 atvik hafa verið tilkynnt þar sem hann hefur bitið starfsfólk bandarísku leyniþjónustunnar. Erlent 24.2.2024 15:26
Árásarmaðurinn fannst í Thames Maðurinn sem skvetti sýru eða öðrum eiturefnum í mæðgur í London í lok janúarmánaðar fannst látinn í Thames-ánni sem liggur í gegnum borgina. Erlent 24.2.2024 14:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. Erlent 24.2.2024 08:01
Djúpfölsuð sjálfsfróun hlaðvarpsstjörnu afhjúpar brotalamir á Twitter Hlaðvarpsstjörnunni Bobbi Althoff brá í brún þegar hún sá hvers vegna nafn sitt hafði verið að trend-a á samfélagsmiðlinum X. Djúpfalsað myndband (e. deep fake) af Althoff að fróa sér var þá búið að vera í dreifingu á miðlinum og fengið margar milljónir áhorfs. Erlent 24.2.2024 00:17
Gerðist svo ógnarhratt að þau gátu ekki tekið neitt með sér Minnst tíu fórust í gríðarlegum eldsvoða í fjölbýlishúsi í Valencia á Spáni í gær. Íslendingur búsettur í borginni segir íbúa í algjöru áfalli. Fjölskylda sem hún þekkir missti heimili sitt í brunanum. Erlent 23.2.2024 21:01
Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. Erlent 23.2.2024 12:06
Tapaði enn og aftur áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum tapaði enn á ný áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda um að svipta hana ríkisborgararétti. Shamima fæddist í Bretlandi en gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki Íslams í Sýrlandi fimmtán ára gömul árið 2015. Erlent 23.2.2024 12:03
Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. Erlent 23.2.2024 10:55
Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. Erlent 23.2.2024 08:28
Vopnavörðurinn sögð hafa verið óvandvirk Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed er sögð hafa verið óvandvirk á setti kvikmyndarinnar Rust. Hún sá um að hlaða byssu fyrir leikarann Alec Baldwin við tökur sem svo hleypti af henni með þeim afleiðingum að kvikmyndagerðarkonan Halyna Hutchins lést þann 21. október 2021. Bæði eru þau ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 23.2.2024 08:14
Tvær alvarlegar hliðarverkanir fundust í viðamikilli rannsókn Niðurstöður rannsóknar sem náði til 99 milljón einstaklinga sem voru bólusettir gegn Covid-19 staðfesta hversu sjaldgæfar alvarlegar hliðarverkanir bóluefnanna eru. Erlent 23.2.2024 07:26
Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. Erlent 23.2.2024 00:03
Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. Erlent 22.2.2024 23:30
Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. Erlent 22.2.2024 18:41
Birti nöfn banamanna og hlaut þyngri dóm en þeir Flæmskur maður á þrítugsaldri hlaut í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að birta nöfn og myndir nemenda sem báru ábyrgð á dauða annars nemenda í grófri busun. Erlent 22.2.2024 18:24
Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. Erlent 22.2.2024 16:40
Stúlka lést þegar hola í sandi féll saman Sjö ára stúlka lét lífið og níu ára bróðir hennar slasaðist þegar hola sem þau voru að grafa á strönd í Flórída féll saman í gær. Fjöldi fólks reyndi að grafa stúlkuna upp með höndunum en holan féll sífellt aftur saman. Erlent 22.2.2024 11:56
Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Kínverskir hakkarahópar, sem tengjast yfirvöldum í Peking, beita umfangsmiklum tölvuárásum gegn erlendum ríkisstjórnum, fyrirtækjum og gegn innviðum í öðrum ríkjum. Hakkararnir notast við galla á kerfum fyrirtækja eins og Microsoft, Apple og Google. Erlent 22.2.2024 10:48
Ástralskur biskup ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum Ástralskur biskup hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot, meðal annars gegn börnum. Christopher Saunders, 74 ára, var handtekinn í Broome á miðvikudag, eftir að sætt rannsókn af hálfu lögregluyfirvalda og Páfagarðs. Erlent 22.2.2024 10:16
Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. Erlent 22.2.2024 07:37
Freista þess að hindra byggingu risaplastverksmiðju Ratcliffe Hópur umhverfisverndarsamtaka hyggst höfða mál til að freista þess að koma í veg fyrir byggingu efnavinnsluvers í Antwerpen í Belgíu en um yrði að ræða stærsta ver þessarar tegundar sem reist er í Evrópu í 30 ár. Erlent 22.2.2024 06:56
Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. Erlent 21.2.2024 16:00
Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. Erlent 21.2.2024 14:51