Erlent Biður eiginkonuna afsökunar á að hafa misst giftingarhringinn í Signu Gianmarco Tamberi, hástökkvari og fánaberi Ítala á Ólympíuleikunum, lenti í því óhappi á setningarathöfn leikanna í gær að missa giftingarhring sinn ofan í Signu. Erlent 27.7.2024 22:16 Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. Erlent 27.7.2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. Erlent 27.7.2024 20:26 FBI dregur forstjórann í land og staðfestir að Trump hafi orðið fyrir byssukúlu Bandaríska alríkislögreglan (FBI) staðfestir að það hafi verið byssukúla sem hæfði eyra Donalds Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu fyrir um tveimur vikum. Yfirlýsingin kemur í kjölfar óljósra frásagna um það hvað olli sárum hans þegar byssumaður hóf skothríð þann 13. júlí. Erlent 27.7.2024 10:47 Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. Erlent 27.7.2024 09:28 Þriðja ungmennið handtekið vegna drápsins í Landskrónu Fimmtán ára stúlka var handtekin í tengslum við dráp á táningsstúlku í bænum Landskrónu í Svíþjóð. Hún neitar allri sök. Tvö önnur ungmenni eru grunuð um aðild að drápinu á stúlkunni. Erlent 26.7.2024 15:38 Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Erlent 26.7.2024 14:37 Weinstein lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 og lungnabólgu Kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein, 72 ára, hefur verið flutt á Bellevue-sjúkrahúsið í New York með Covid-19 og lungnabólgu. Erlent 26.7.2024 13:04 Vaxandi áhrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli Meirihluti landssvæðis á jörðinni hefur upplifað stærri sveiflur á milli úrkomu og þurrks en áður vegna hlýnunar lofthjúpsins. Þá eru merki um að loftslagsbreytingar hafi þau áhrif að fellibylir við Asíu verða fátíðari en öflugri en ella. Erlent 26.7.2024 11:48 Hugmyndafræðilegur ágreiningur klýfur Murdoch-fjölskylduna Miklar deilur standa nú innan Murdoch-fjölskyldunnar eftir að ættfaðirinn og fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch freistaði þess að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem var stofnaður þegar hann skildi við aðra eiginkonu sína, Önnu Murdoch Mann. Erlent 26.7.2024 11:23 Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi. Erlent 26.7.2024 09:33 Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. Erlent 26.7.2024 07:58 Einn valdamesti fíkniefnabarón heims handtekinn Ismael „El Mayo“ Zambada, leiðtogi mexikóska Sinaloa eiturlyfjahringsins, hefur verið handtekinn í El Paso í Texas. Hann hefur verið ákærður af saksóknurum í Bandaríkjunum meðal annars fyrir að hafa framleitt og dreift fentanyl, öflugu eiturlyfi sem hefur valdið ópíóðakrísu í Bandaríkjunum. Erlent 26.7.2024 07:49 Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. Erlent 26.7.2024 07:32 Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. Erlent 26.7.2024 06:48 Trump veltir fyrir sér möguleikanum á því að vera myrtur af Írönum Donald Trump segir að það sé möguleg sviðsmynd að hann verði sjálfur myrtur af Írönum. Ef það gerist vonast hann til að Bandaríkin „þurrki út“ Íran. Erlent 25.7.2024 23:43 Skógareldar í Jasper-þjóðgarðinum dreifast í byggð Byggingar í ferðamannabænum Jasper í Kanada standa í ljósum logum eftir að skógareldar sem kviknuðu í samnefndum þjóðgarði dreifðust yfir í byggð. Um 25 þúsund manns hafa rýmt bæinn vegna eldanna. Erlent 25.7.2024 15:17 Gögn benda til aðkomu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Súdan Gögn hafa fundist í Súdan, þar á meðal vegabréf, sem virðast benda til þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi sent bæði menn og vopn til landsins, þar sem skelfilegt ástand ríkir sökum yfistandandi átaka. Erlent 25.7.2024 12:36 Ruslabelgir frá Norður-Kóreu raska flugferðum og kveikja eld Loftbelgir með sem Norðurkóreumenn senda yfir landamærin til nágranna sinna í suðri hafa valdið töluverðum usla síðasta sólarhringinn. Flugferðum var frestað á flugvelli í Seúl vegna belgjanna og einn þeirra tendraði eld á þaki íbúðarbyggingar. Erlent 25.7.2024 11:25 Fjórtán ára stúlka myrt í Svíþjóð og jafnaldrar hennar í haldi Tvö ungmenni hafa verið handtekin í Landskrona í Svíþjóð í tengslum við andlát fjórtán ára stúlku á dögunum. Erlent 25.7.2024 11:12 Fundu lík fimm Ísraelsmanna í Khan Younis Ísraelsher hefur endurheimt lík fimm Ísraelsmanna sem voru myrtir í árásunum 7. október síðastliðinn en Hamas-liðar höfðu á brot með sér. Erlent 25.7.2024 11:01 Flugferð Icelandair aflýst vegna mótmæla á flugvelli Flugferð Icelandair frá flugvellinum í Frankfurt am Main til Keflavíkur var aflýst í morgun vegna tafa sem urðu þegar loftslagsaðgerðasinnar mótmæltu á flugvellinum. Aðgerðasinnar hafa mótmælt á fjölförnum flugvöllum í Evrópu síðustu daga. Erlent 25.7.2024 10:57 Barist við olíuleka og flóð í kjölfar fellibylsins Gaemi Yfirvöld á Filippseyjum berjast nú við að takmarka olíuleka frá tankskipinu MT Terra Nova, sem fór á hliðina þegar fellibylurinn Gaemi gekk yfir. Um borð voru 1,5 milljón lítrar af olíu, sem óttast er að gætu náð ströndum höfuðborgarinnar Manila. Erlent 25.7.2024 08:18 Lögreglumaður traðkaði á höfði manns Myndskeið sem sýnir breskan lögreglumann sparka í og traðka á höfði manns sem liggur á gólfi flugstöðvarinnar í Manchester á Englandi á þriðjudag er í mikilli dreifingu á netinu. Blásið hefur verið til mótmæla vegna atviksins. Erlent 25.7.2024 07:40 „Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. Erlent 25.7.2024 07:34 Segir persónulegan metnað ekki mega standa í vegi fyrir lýðræðinu Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að klára kjörtímabil sitt. Hins vegar væri komin tími til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu af honum. Erlent 24.7.2024 23:30 Netanyahu fékk standandi lófatak frá Bandaríkjaþingi Benjamin Natanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hlaut mjög mikið lófatak þegar hann var kynntur inn á Bandaríkjaþing þar sem hann hélt ávarp. Þá var mikið klappað fyrir honum á meðan á ræðu hans stóð og að henni lokinni. Erlent 24.7.2024 18:24 Fjöldi mótmælir við sögulegt ávarp Netanjahú Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC. Erlent 24.7.2024 16:42 Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. Erlent 24.7.2024 13:41 Musk segir fregnirnar af milljónunum 45 ósannar Elon Musk, einn ríkasti maður heims, hefur neitað fregnum þess efnis að hann hyggist gefa 45 milljónir dala mánaðarlega til forsetaframboðs Donald Trump. Erlent 24.7.2024 13:21 « ‹ 38 39 40 41 42 43 44 45 46 … 334 ›
Biður eiginkonuna afsökunar á að hafa misst giftingarhringinn í Signu Gianmarco Tamberi, hástökkvari og fánaberi Ítala á Ólympíuleikunum, lenti í því óhappi á setningarathöfn leikanna í gær að missa giftingarhring sinn ofan í Signu. Erlent 27.7.2024 22:16
Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. Erlent 27.7.2024 21:37
Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. Erlent 27.7.2024 20:26
FBI dregur forstjórann í land og staðfestir að Trump hafi orðið fyrir byssukúlu Bandaríska alríkislögreglan (FBI) staðfestir að það hafi verið byssukúla sem hæfði eyra Donalds Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu fyrir um tveimur vikum. Yfirlýsingin kemur í kjölfar óljósra frásagna um það hvað olli sárum hans þegar byssumaður hóf skothríð þann 13. júlí. Erlent 27.7.2024 10:47
Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. Erlent 27.7.2024 09:28
Þriðja ungmennið handtekið vegna drápsins í Landskrónu Fimmtán ára stúlka var handtekin í tengslum við dráp á táningsstúlku í bænum Landskrónu í Svíþjóð. Hún neitar allri sök. Tvö önnur ungmenni eru grunuð um aðild að drápinu á stúlkunni. Erlent 26.7.2024 15:38
Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Erlent 26.7.2024 14:37
Weinstein lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 og lungnabólgu Kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein, 72 ára, hefur verið flutt á Bellevue-sjúkrahúsið í New York með Covid-19 og lungnabólgu. Erlent 26.7.2024 13:04
Vaxandi áhrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli Meirihluti landssvæðis á jörðinni hefur upplifað stærri sveiflur á milli úrkomu og þurrks en áður vegna hlýnunar lofthjúpsins. Þá eru merki um að loftslagsbreytingar hafi þau áhrif að fellibylir við Asíu verða fátíðari en öflugri en ella. Erlent 26.7.2024 11:48
Hugmyndafræðilegur ágreiningur klýfur Murdoch-fjölskylduna Miklar deilur standa nú innan Murdoch-fjölskyldunnar eftir að ættfaðirinn og fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch freistaði þess að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem var stofnaður þegar hann skildi við aðra eiginkonu sína, Önnu Murdoch Mann. Erlent 26.7.2024 11:23
Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi. Erlent 26.7.2024 09:33
Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. Erlent 26.7.2024 07:58
Einn valdamesti fíkniefnabarón heims handtekinn Ismael „El Mayo“ Zambada, leiðtogi mexikóska Sinaloa eiturlyfjahringsins, hefur verið handtekinn í El Paso í Texas. Hann hefur verið ákærður af saksóknurum í Bandaríkjunum meðal annars fyrir að hafa framleitt og dreift fentanyl, öflugu eiturlyfi sem hefur valdið ópíóðakrísu í Bandaríkjunum. Erlent 26.7.2024 07:49
Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. Erlent 26.7.2024 07:32
Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. Erlent 26.7.2024 06:48
Trump veltir fyrir sér möguleikanum á því að vera myrtur af Írönum Donald Trump segir að það sé möguleg sviðsmynd að hann verði sjálfur myrtur af Írönum. Ef það gerist vonast hann til að Bandaríkin „þurrki út“ Íran. Erlent 25.7.2024 23:43
Skógareldar í Jasper-þjóðgarðinum dreifast í byggð Byggingar í ferðamannabænum Jasper í Kanada standa í ljósum logum eftir að skógareldar sem kviknuðu í samnefndum þjóðgarði dreifðust yfir í byggð. Um 25 þúsund manns hafa rýmt bæinn vegna eldanna. Erlent 25.7.2024 15:17
Gögn benda til aðkomu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Súdan Gögn hafa fundist í Súdan, þar á meðal vegabréf, sem virðast benda til þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi sent bæði menn og vopn til landsins, þar sem skelfilegt ástand ríkir sökum yfistandandi átaka. Erlent 25.7.2024 12:36
Ruslabelgir frá Norður-Kóreu raska flugferðum og kveikja eld Loftbelgir með sem Norðurkóreumenn senda yfir landamærin til nágranna sinna í suðri hafa valdið töluverðum usla síðasta sólarhringinn. Flugferðum var frestað á flugvelli í Seúl vegna belgjanna og einn þeirra tendraði eld á þaki íbúðarbyggingar. Erlent 25.7.2024 11:25
Fjórtán ára stúlka myrt í Svíþjóð og jafnaldrar hennar í haldi Tvö ungmenni hafa verið handtekin í Landskrona í Svíþjóð í tengslum við andlát fjórtán ára stúlku á dögunum. Erlent 25.7.2024 11:12
Fundu lík fimm Ísraelsmanna í Khan Younis Ísraelsher hefur endurheimt lík fimm Ísraelsmanna sem voru myrtir í árásunum 7. október síðastliðinn en Hamas-liðar höfðu á brot með sér. Erlent 25.7.2024 11:01
Flugferð Icelandair aflýst vegna mótmæla á flugvelli Flugferð Icelandair frá flugvellinum í Frankfurt am Main til Keflavíkur var aflýst í morgun vegna tafa sem urðu þegar loftslagsaðgerðasinnar mótmæltu á flugvellinum. Aðgerðasinnar hafa mótmælt á fjölförnum flugvöllum í Evrópu síðustu daga. Erlent 25.7.2024 10:57
Barist við olíuleka og flóð í kjölfar fellibylsins Gaemi Yfirvöld á Filippseyjum berjast nú við að takmarka olíuleka frá tankskipinu MT Terra Nova, sem fór á hliðina þegar fellibylurinn Gaemi gekk yfir. Um borð voru 1,5 milljón lítrar af olíu, sem óttast er að gætu náð ströndum höfuðborgarinnar Manila. Erlent 25.7.2024 08:18
Lögreglumaður traðkaði á höfði manns Myndskeið sem sýnir breskan lögreglumann sparka í og traðka á höfði manns sem liggur á gólfi flugstöðvarinnar í Manchester á Englandi á þriðjudag er í mikilli dreifingu á netinu. Blásið hefur verið til mótmæla vegna atviksins. Erlent 25.7.2024 07:40
„Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. Erlent 25.7.2024 07:34
Segir persónulegan metnað ekki mega standa í vegi fyrir lýðræðinu Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að klára kjörtímabil sitt. Hins vegar væri komin tími til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu af honum. Erlent 24.7.2024 23:30
Netanyahu fékk standandi lófatak frá Bandaríkjaþingi Benjamin Natanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hlaut mjög mikið lófatak þegar hann var kynntur inn á Bandaríkjaþing þar sem hann hélt ávarp. Þá var mikið klappað fyrir honum á meðan á ræðu hans stóð og að henni lokinni. Erlent 24.7.2024 18:24
Fjöldi mótmælir við sögulegt ávarp Netanjahú Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC. Erlent 24.7.2024 16:42
Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. Erlent 24.7.2024 13:41
Musk segir fregnirnar af milljónunum 45 ósannar Elon Musk, einn ríkasti maður heims, hefur neitað fregnum þess efnis að hann hyggist gefa 45 milljónir dala mánaðarlega til forsetaframboðs Donald Trump. Erlent 24.7.2024 13:21