Erlent Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna. Erlent 28.3.2022 16:52 Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar. Erlent 28.3.2022 11:54 Kjarnorkumál í Íran og stríðið í Úkraínu í brennidepli á sögulegum fundi Utanríkisráðherrar Arababandalagsríkjanna Barein, Marokkó og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu ásamt utanríkisráðherrum Ísraels, Bandaríkjanna og Egyptalands í Ísrael í dag en ráðherrarnir ræddu viðbrögð við ýmsum vandamálum sem Miðausturlöndin standa frammi fyrir. Erlent 28.3.2022 11:38 Afgönskum konum bannað að fljúga án fylgdar karlmanna Stjórn Talibana hefur tilkynnt flugfélögum í Afganistan að konur megi ekki fara um borð í flugvélar nema í fylgd með karlkyns ættingja. Bannið á bæði við um innanlands- og millilandaflug. Erlent 28.3.2022 08:49 Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. Erlent 28.3.2022 08:05 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. Erlent 27.3.2022 23:00 Mannskæð skotárás í Ísrael Tvö létust og fleiri særðust í skotárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels í kvöld. Erlent 27.3.2022 20:14 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ Erlent 27.3.2022 16:01 Fyrstu hjónin utan Bandaríkjanna sem eru tilnefnd til Óskars Óskarsverðlaunin verða afhent í Hollywood í kvöld. Í fyrsta sinn í sögunni eru hjón sem ekki hafa ensku að móðurmáli tilnefnd sem besti leikari og leikkona fyrir leik í aðalhlutverki. Erlent 27.3.2022 14:01 Segja Rússa beita efnavopnum í Austur-Úkraínu Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. Erlent 27.3.2022 12:32 Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. Erlent 27.3.2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. Erlent 27.3.2022 07:56 „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. Erlent 26.3.2022 20:32 Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. Erlent 26.3.2022 19:29 Allir um borð í kínversku flugvélinni fórust Allir 132 um borð í flugi MU5735 hjá flugfélaginu China Eastern Airlines létust í slysinu. Flugvélin hrapaði í suðurhluta Kína þann 21. mars síðastliðinn. Erlent 26.3.2022 16:22 Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. Erlent 26.3.2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. Erlent 26.3.2022 15:01 Vaktin: Kjarnakljúfur varð fyrir tjóni eftir sprengjuárás Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. Erlent 26.3.2022 07:20 Fullyrða að Rússar hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka Vestrænir embættismenn telja að uppreisnarsveit rússneskra hermanna hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka. Atvikið sé merki um að starfsandi og samstaða innan hers Rússa fari sífellt versnandi. Erlent 25.3.2022 21:21 Einlæg og barnsleg gleði þegar einræðisherra skaut upp eldflaug Kim Jong-un einræðisherra Norður- Kóreu og meðreiðarsveinar hans ætluðu hreinlega að rifna úr stolti þegar risastórri eldflaug var skotið upp í landinu í gær. Önnur eins tær gleði er sjaldséð í heimi stjórnmálanna. Erlent 25.3.2022 21:01 Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðamenn Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. Erlent 25.3.2022 19:21 Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „falsfréttum“ Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. Erlent 25.3.2022 15:00 Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. Erlent 25.3.2022 14:42 Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. Erlent 25.3.2022 11:58 „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“ Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi. Erlent 25.3.2022 11:12 Sammælast um vopnahlé í Tigray-héraði Stjórnvöld í Eþíópíu lýstu í morgun yfir ótímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins þar sem stríð hefur geisað frá árinu 2020. Ástæðan er að gefa íbúum á stríðssvæðunum færi á að taka á móti hjálpargögnum. Erlent 25.3.2022 09:44 Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. Erlent 25.3.2022 09:25 Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. Erlent 25.3.2022 07:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. Erlent 25.3.2022 06:31 Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. Erlent 24.3.2022 23:14 « ‹ 285 286 287 288 289 290 291 292 293 … 334 ›
Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna. Erlent 28.3.2022 16:52
Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar. Erlent 28.3.2022 11:54
Kjarnorkumál í Íran og stríðið í Úkraínu í brennidepli á sögulegum fundi Utanríkisráðherrar Arababandalagsríkjanna Barein, Marokkó og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu ásamt utanríkisráðherrum Ísraels, Bandaríkjanna og Egyptalands í Ísrael í dag en ráðherrarnir ræddu viðbrögð við ýmsum vandamálum sem Miðausturlöndin standa frammi fyrir. Erlent 28.3.2022 11:38
Afgönskum konum bannað að fljúga án fylgdar karlmanna Stjórn Talibana hefur tilkynnt flugfélögum í Afganistan að konur megi ekki fara um borð í flugvélar nema í fylgd með karlkyns ættingja. Bannið á bæði við um innanlands- og millilandaflug. Erlent 28.3.2022 08:49
Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. Erlent 28.3.2022 08:05
Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. Erlent 27.3.2022 23:00
Mannskæð skotárás í Ísrael Tvö létust og fleiri særðust í skotárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels í kvöld. Erlent 27.3.2022 20:14
Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ Erlent 27.3.2022 16:01
Fyrstu hjónin utan Bandaríkjanna sem eru tilnefnd til Óskars Óskarsverðlaunin verða afhent í Hollywood í kvöld. Í fyrsta sinn í sögunni eru hjón sem ekki hafa ensku að móðurmáli tilnefnd sem besti leikari og leikkona fyrir leik í aðalhlutverki. Erlent 27.3.2022 14:01
Segja Rússa beita efnavopnum í Austur-Úkraínu Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. Erlent 27.3.2022 12:32
Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. Erlent 27.3.2022 09:23
Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. Erlent 27.3.2022 07:56
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. Erlent 26.3.2022 20:32
Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. Erlent 26.3.2022 19:29
Allir um borð í kínversku flugvélinni fórust Allir 132 um borð í flugi MU5735 hjá flugfélaginu China Eastern Airlines létust í slysinu. Flugvélin hrapaði í suðurhluta Kína þann 21. mars síðastliðinn. Erlent 26.3.2022 16:22
Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. Erlent 26.3.2022 16:05
Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. Erlent 26.3.2022 15:01
Vaktin: Kjarnakljúfur varð fyrir tjóni eftir sprengjuárás Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. Erlent 26.3.2022 07:20
Fullyrða að Rússar hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka Vestrænir embættismenn telja að uppreisnarsveit rússneskra hermanna hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka. Atvikið sé merki um að starfsandi og samstaða innan hers Rússa fari sífellt versnandi. Erlent 25.3.2022 21:21
Einlæg og barnsleg gleði þegar einræðisherra skaut upp eldflaug Kim Jong-un einræðisherra Norður- Kóreu og meðreiðarsveinar hans ætluðu hreinlega að rifna úr stolti þegar risastórri eldflaug var skotið upp í landinu í gær. Önnur eins tær gleði er sjaldséð í heimi stjórnmálanna. Erlent 25.3.2022 21:01
Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðamenn Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. Erlent 25.3.2022 19:21
Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „falsfréttum“ Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. Erlent 25.3.2022 15:00
Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. Erlent 25.3.2022 14:42
Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. Erlent 25.3.2022 11:58
„Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“ Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi. Erlent 25.3.2022 11:12
Sammælast um vopnahlé í Tigray-héraði Stjórnvöld í Eþíópíu lýstu í morgun yfir ótímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins þar sem stríð hefur geisað frá árinu 2020. Ástæðan er að gefa íbúum á stríðssvæðunum færi á að taka á móti hjálpargögnum. Erlent 25.3.2022 09:44
Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. Erlent 25.3.2022 09:25
Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. Erlent 25.3.2022 07:56
Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. Erlent 25.3.2022 06:31
Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. Erlent 24.3.2022 23:14