Sádar hyggjast byggja ofurborg framtíðarinnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 16:35 Neom samanstendur af tveimur skýjakjúfum sem spegla hvor annan og teygja sig eina 170 kílómetra meðfram Rauðahafinu. NEOM Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hélt kynningu á Neom, fyrirhugaðri ofurborg, í vikunni. Hún mun innihalda tvo skýjakljúfa sem standa hvor á móti öðrum og teygja sig 170 kílómetra eftir Rauðahafinu. Fyrsti fasi uppbyggingarinnar nær til 2030 og mun kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaða uppbyggingu framtíðarborgarinnar Neom árið 2017 en drögin að borginni hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum fimm árum. Nú á mánudag sýndi Mohammed bin Salman, prins Sádi-Arabíu frá nýjustu útgáfu af drögum borgarinnar. Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hjarta hennar Línan, tveir skýjakljúfar sem standa andspænis hvor öðrum og eru spegilmyndir hvor annars. Skýjakljúfarnir verða aðeins 200 metrar á breidd en 170 kílómetrar að lengd. Að sögn sádi-arabískra yfirvalda er búið að koma upp flugvelli við Neom en það er ekki ljóst hvort uppbygging á borginni sjálfri sé hafin. Skýjakljúfar eða skýjaglópar? Þá segir að borgin verði bíllaus með öllu og að íbúar hennar eigi að geta sótt sér alla nærþjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð. Einnig verði hægt að ferðast borgina endanna á milli á aðeins tuttugu mínútum þökk sé hraðlest. Tölvuteikning af öðrum enda Línunnar við Rauðahafið.NEOM Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hún knúinn með endurnýtanlegri orku og innan hennar verði allan ársins hring „temprað örloftslag með náttúrulegri loftræstingu.“ Fyrri loftslagsmarkmið konungsríkisins hafa hins vegar vakið efasemdir umhverfisverndarsinna. Krónprinsinn segir að íbúafjöldi Neom muni nái 1,2 milljón árið 2030 og verði orðinn níu milljónir árið 2045. Uppbygging borgarinnar sé einnig þáttur í landlægri fólksfjölgun Sádí-Arabíu en krónprinsinn bindur vonir við að íbúafjöldi landsins nái upp í 100 milljónir manna árið 2040, úr 34 milljónum manna í dag. Að sögn krónprinsins mun fyrsti fasi uppbyggingarinnar, sem nær til 2030, kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 36 þúsund milljarðar íslenskra króna). Myndirnar af Neom úr kynningarmyndbandi Sáda er nánast of gott til að vera satt, svo ótrúlegar eru myndirnar þaðan.NEOM Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaða uppbyggingu framtíðarborgarinnar Neom árið 2017 en drögin að borginni hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum fimm árum. Nú á mánudag sýndi Mohammed bin Salman, prins Sádi-Arabíu frá nýjustu útgáfu af drögum borgarinnar. Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hjarta hennar Línan, tveir skýjakljúfar sem standa andspænis hvor öðrum og eru spegilmyndir hvor annars. Skýjakljúfarnir verða aðeins 200 metrar á breidd en 170 kílómetrar að lengd. Að sögn sádi-arabískra yfirvalda er búið að koma upp flugvelli við Neom en það er ekki ljóst hvort uppbygging á borginni sjálfri sé hafin. Skýjakljúfar eða skýjaglópar? Þá segir að borgin verði bíllaus með öllu og að íbúar hennar eigi að geta sótt sér alla nærþjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð. Einnig verði hægt að ferðast borgina endanna á milli á aðeins tuttugu mínútum þökk sé hraðlest. Tölvuteikning af öðrum enda Línunnar við Rauðahafið.NEOM Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hún knúinn með endurnýtanlegri orku og innan hennar verði allan ársins hring „temprað örloftslag með náttúrulegri loftræstingu.“ Fyrri loftslagsmarkmið konungsríkisins hafa hins vegar vakið efasemdir umhverfisverndarsinna. Krónprinsinn segir að íbúafjöldi Neom muni nái 1,2 milljón árið 2030 og verði orðinn níu milljónir árið 2045. Uppbygging borgarinnar sé einnig þáttur í landlægri fólksfjölgun Sádí-Arabíu en krónprinsinn bindur vonir við að íbúafjöldi landsins nái upp í 100 milljónir manna árið 2040, úr 34 milljónum manna í dag. Að sögn krónprinsins mun fyrsti fasi uppbyggingarinnar, sem nær til 2030, kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 36 þúsund milljarðar íslenskra króna). Myndirnar af Neom úr kynningarmyndbandi Sáda er nánast of gott til að vera satt, svo ótrúlegar eru myndirnar þaðan.NEOM
Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00