Sádar hyggjast byggja ofurborg framtíðarinnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 16:35 Neom samanstendur af tveimur skýjakjúfum sem spegla hvor annan og teygja sig eina 170 kílómetra meðfram Rauðahafinu. NEOM Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hélt kynningu á Neom, fyrirhugaðri ofurborg, í vikunni. Hún mun innihalda tvo skýjakljúfa sem standa hvor á móti öðrum og teygja sig 170 kílómetra eftir Rauðahafinu. Fyrsti fasi uppbyggingarinnar nær til 2030 og mun kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaða uppbyggingu framtíðarborgarinnar Neom árið 2017 en drögin að borginni hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum fimm árum. Nú á mánudag sýndi Mohammed bin Salman, prins Sádi-Arabíu frá nýjustu útgáfu af drögum borgarinnar. Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hjarta hennar Línan, tveir skýjakljúfar sem standa andspænis hvor öðrum og eru spegilmyndir hvor annars. Skýjakljúfarnir verða aðeins 200 metrar á breidd en 170 kílómetrar að lengd. Að sögn sádi-arabískra yfirvalda er búið að koma upp flugvelli við Neom en það er ekki ljóst hvort uppbygging á borginni sjálfri sé hafin. Skýjakljúfar eða skýjaglópar? Þá segir að borgin verði bíllaus með öllu og að íbúar hennar eigi að geta sótt sér alla nærþjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð. Einnig verði hægt að ferðast borgina endanna á milli á aðeins tuttugu mínútum þökk sé hraðlest. Tölvuteikning af öðrum enda Línunnar við Rauðahafið.NEOM Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hún knúinn með endurnýtanlegri orku og innan hennar verði allan ársins hring „temprað örloftslag með náttúrulegri loftræstingu.“ Fyrri loftslagsmarkmið konungsríkisins hafa hins vegar vakið efasemdir umhverfisverndarsinna. Krónprinsinn segir að íbúafjöldi Neom muni nái 1,2 milljón árið 2030 og verði orðinn níu milljónir árið 2045. Uppbygging borgarinnar sé einnig þáttur í landlægri fólksfjölgun Sádí-Arabíu en krónprinsinn bindur vonir við að íbúafjöldi landsins nái upp í 100 milljónir manna árið 2040, úr 34 milljónum manna í dag. Að sögn krónprinsins mun fyrsti fasi uppbyggingarinnar, sem nær til 2030, kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 36 þúsund milljarðar íslenskra króna). Myndirnar af Neom úr kynningarmyndbandi Sáda er nánast of gott til að vera satt, svo ótrúlegar eru myndirnar þaðan.NEOM Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaða uppbyggingu framtíðarborgarinnar Neom árið 2017 en drögin að borginni hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum fimm árum. Nú á mánudag sýndi Mohammed bin Salman, prins Sádi-Arabíu frá nýjustu útgáfu af drögum borgarinnar. Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hjarta hennar Línan, tveir skýjakljúfar sem standa andspænis hvor öðrum og eru spegilmyndir hvor annars. Skýjakljúfarnir verða aðeins 200 metrar á breidd en 170 kílómetrar að lengd. Að sögn sádi-arabískra yfirvalda er búið að koma upp flugvelli við Neom en það er ekki ljóst hvort uppbygging á borginni sjálfri sé hafin. Skýjakljúfar eða skýjaglópar? Þá segir að borgin verði bíllaus með öllu og að íbúar hennar eigi að geta sótt sér alla nærþjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð. Einnig verði hægt að ferðast borgina endanna á milli á aðeins tuttugu mínútum þökk sé hraðlest. Tölvuteikning af öðrum enda Línunnar við Rauðahafið.NEOM Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hún knúinn með endurnýtanlegri orku og innan hennar verði allan ársins hring „temprað örloftslag með náttúrulegri loftræstingu.“ Fyrri loftslagsmarkmið konungsríkisins hafa hins vegar vakið efasemdir umhverfisverndarsinna. Krónprinsinn segir að íbúafjöldi Neom muni nái 1,2 milljón árið 2030 og verði orðinn níu milljónir árið 2045. Uppbygging borgarinnar sé einnig þáttur í landlægri fólksfjölgun Sádí-Arabíu en krónprinsinn bindur vonir við að íbúafjöldi landsins nái upp í 100 milljónir manna árið 2040, úr 34 milljónum manna í dag. Að sögn krónprinsins mun fyrsti fasi uppbyggingarinnar, sem nær til 2030, kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 36 þúsund milljarðar íslenskra króna). Myndirnar af Neom úr kynningarmyndbandi Sáda er nánast of gott til að vera satt, svo ótrúlegar eru myndirnar þaðan.NEOM
Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00