Erlent

Neitaði að svara spurningunum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki.

Erlent

Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða

Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir.

Erlent

Trump ber vitni í New York

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun bera vitni í í New York í dag. Umræddur vitnisburður er ótengdur húsleit sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleit gerðu á heimili hans í Flórída á mánudaginn og snýr að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í New York í gegnum árin.

Erlent

Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni mun ekki sæta ákæru

Ákærukviðdómur í Mississippi í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að það liggi ekki næg sönnunargögn fyrir til að gefa út ákæru á hendur Carolyn Bryant Donham, hvers ásakanir urðu til þess að táningnum Emmett Till var rænt og hann skotinn í höfuðið árið 1955.

Erlent

Ákærður fyrir að myrða tvo í Albuquerque

Yfirvöld hafa ákært hinn 51 árs gamla Muhammad Syed fyrir morð á tveimur múslimum í Albuquerque í Nýju-Mexíkó en hann er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur mönnum til viðbótar að bana.

Erlent

Maður grunaður um morð á fjórum múslimum hand­tekinn

Lögreglan í Albuquerque í Nýju-Mexíkó hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt Naeem Hussain, 25 ára gamlan múslima, á föstudag og ók bíl sem lögreglan hefur verið að leita að í tengslum við morðið. Lögreglan grunar manninn einnig um að hafa skotið þrjá aðra múslima til bana í borginni.

Erlent

Allt að áttatíu þúsund hermenn sagðir fallnir eða særðir

Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í innrás Rússa í Úkraínu. Innrásin hófst þann 24. febrúar en Bandaríkjamenn lýsa átökunum sem þeim erfiðustu fyrir Rússa frá seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent

Styttist í fyrstu tunglferðina

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka.

Erlent

Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins

Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum.

Erlent

Fullviss um að Kína undirbúi innrás

Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram.

Erlent

Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump

Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024.

Erlent

Hold­gervingur eitraðrar karl­mennsku slær í gegn á TikTok

Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi.

Erlent

Banda­ríkin heita Úkraínu milljarði Banda­ríkja­dala

Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að hún ætli styrkja úkraínska herinn með vopnasendingu að andvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, eða um 140 milljörðum íslenskra króna. Vopnasendingin er sú stærsta frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu til Úkraínu til þessa.

Erlent

Fær annan lífs­­tíðar­­dóm fyrir morðið á Arbery

Travis McMichael var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að fremja hatursglæp er hann myrti Ahmaud Arbery árið 2020 vegna litarháttar hans. Morðið framdi McMichael með tveimur öðrum karlmönnum en allir eru þeir hvítir en Arbery var svartur.

Erlent

Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns

Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu.

Erlent

Vildi herforingja eins og Hitler

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera.

Erlent

Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland.

Erlent

Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu.

Erlent