Erlent „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Erlent 20.9.2023 07:45 Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. Erlent 19.9.2023 16:52 Tíundi hver Japani áttatíu ára eða eldri Í fyrsta sinn í sögunni er tíundi hver maður í Japan áttatíu ára eða eldri. Erlent 19.9.2023 13:30 Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð. Erlent 19.9.2023 12:13 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. Erlent 19.9.2023 10:22 Telja eldflaugina hafa verið úkraínska Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina. Erlent 19.9.2023 09:34 YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. Erlent 19.9.2023 07:36 Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. Erlent 19.9.2023 07:20 Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. Erlent 18.9.2023 23:18 Rússar segja sig úr Barentsráðinu Yfirvöld í Rússlandi hafa ákveðið að segja sig úr Barentsráðinu og saka nágranna sína um að hafa gert ráðið óstarfhæft. Rússar segja Finna ekki hafa viljað afhenda þeim forsæti ráðsins. Erlent 18.9.2023 16:57 Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. Erlent 18.9.2023 16:14 Umdeildum fangaskiptum lokið Umdeild fangaskipti milli Bandaríkjamanna og Írana hafa átt sér stað. Fimm manns sem voru í fangelsi í Íran hefur verið sleppt í Katar. Yfirvöld í Íran hafa ítrekað verið sökuð um að handsama fólk af Vesturlöndum og nota það sem vogarafl í samskiptum við erlenda ráðamenn. Erlent 18.9.2023 15:27 Kreml tekur yfir stjórn Wagner í Mið-Afríkulýðveldinu Ráðamenn í Mið-Afríkulýðveldinu segja ríkisstjórn Rússlands hafa tekið yfir stjórn rúmlega þúsund málaliða Wagner group þar í landi. Málaliðarnir hafa haft viðveru í Mið-Afríkulýðveldinu í um fimm ár en lengst af voru þeir undir stjórn rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín. Erlent 18.9.2023 14:43 Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. Erlent 18.9.2023 11:54 Vonuðust til þess að drottningin myndi tala um fyrir Johnson Háttsettir embættismenn í Bretlandi áttu samtöl við fulltrúa Buckingham-hallar um framgöngu Boris Johnson þegar hann var forsætisráðherra og ræddu meðal annars möguleikann á því að málið yrði tekið upp á reglulegum fundum Johnson og Elísabetar drottningar. Erlent 18.9.2023 08:49 Úkraínumenn sækja fram í grennd við Bakhmut Úkraínumenn eru sagðir hafa náð yfirráðum yfir bænum Klishchiivka sem er í grennd við borgina Bakhmut þar sem harðir bardagar hafa geisað um mánaða skeið. Erlent 18.9.2023 07:45 Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. Erlent 18.9.2023 07:21 Berst fyrir því að FIFA leyfi kvennalandsliði Afganistan að keppa Knattspyrnukonan Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði kvennlandsliðs Afganistan í knattspyrnu, berst fyrir því að liðið fái að leika fyrir hönd þjóðar sinnar, jafnvel þótt konum í landinu sé nú bannað að stunda íþróttir. Erlent 18.9.2023 06:45 Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. Erlent 17.9.2023 21:45 Sjónvarpsstöðvar rannsaka hegðun Russell Brand Breska ríkissjónvarpið, Channel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafa hafið rannsókn á breska grínistanum Russell Brand í kjölfar þess að fjórar konur stigu fram í gær og sökuðu hann um kynferðisofbeldi. Erlent 17.9.2023 19:58 Álamafía upprætt í Evrópu Evrópska lögreglan, Europol, hefur í samstarfi við lögreglu í á 4. tug landa upprætt umfangsmikið smygl á álum til Kína. Alls voru rúmlega 250 manns handteknir í aðgerðinni. Erlent 17.9.2023 15:30 Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. Erlent 17.9.2023 14:16 Hrifsaði með sér hús hjónanna sem létust í brúðkaupsferðinni Austurrísk hjón í brúðkaupsferð í Grikklandi létust eftir að flóðbylgja hrifsaði hús þeirra með sér eftir óveður sem kennt var við Daníel og reið yfir landið miðvikudaginn 6. september í síðustu viku. Erlent 17.9.2023 10:30 Þrjú ungbörn fundust látin í kjallara í Póllandi Tvö voru handtekin á föstudag og kærð fyrir manndráp og sifjaspell. 54 ára karlmaður og tvítug dóttir hans. Þrjú ungbörn fundust látin á vettvangi. Málið er enn til rannsóknar. Erlent 17.9.2023 08:51 Fjórtán látin í flugslysi í Brasilíu Fjórtán létust í flugslysi í Brasilíu í gær. Flugvélin er talin hafa hrapað við lendingu við lélegt skyggni og mikla rigningu. Erlent 17.9.2023 08:02 Heimila þungunarrof 11 ára stúlku sem var nauðgað Ellefu ára stúlku í Perú hefur verið heimilað að undirgangast þungunarrof, en stjúpfaðir hennar hafði um langt skeið beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn því að stúlkan fengi þungunarrof. Erlent 16.9.2023 19:31 Myrti hvítvoðung sinn Kona á þrítugsaldri verður sótt til saka fyrir að hafa myrt nýfætt barn sitt stuttu eftir að hafa fætt það í gærmorgun í bænum Næstved á Sjálandi í Danmörku. Erlent 16.9.2023 13:54 Sprenging í íbúðarhúsnæði við Stokkhólm Sprenging varð í íbúðarhúsnæði í Bro, bæ í útjaðri Stokkhóms í Svíþjóð í nótt. Engan sakaði vegna sprengingarinnar. Erlent 16.9.2023 09:53 Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. Erlent 16.9.2023 08:01 Segir það rangt að fólki hafi verið sagt að halda sig heima Íbúar í hafnarborginni Derna segjast engar viðvaranir hafa fengið áður en stormur skall á síðasta sunnudag. Allt að ellefu þúsund eru látin og þúsundir enn týnd. Embættismenn segjast hafa skipað rýmingu og varað fólk við. Erlent 16.9.2023 07:46 « ‹ 125 126 127 128 129 130 131 132 133 … 334 ›
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Erlent 20.9.2023 07:45
Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. Erlent 19.9.2023 16:52
Tíundi hver Japani áttatíu ára eða eldri Í fyrsta sinn í sögunni er tíundi hver maður í Japan áttatíu ára eða eldri. Erlent 19.9.2023 13:30
Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð. Erlent 19.9.2023 12:13
Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. Erlent 19.9.2023 10:22
Telja eldflaugina hafa verið úkraínska Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina. Erlent 19.9.2023 09:34
YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. Erlent 19.9.2023 07:36
Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. Erlent 19.9.2023 07:20
Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. Erlent 18.9.2023 23:18
Rússar segja sig úr Barentsráðinu Yfirvöld í Rússlandi hafa ákveðið að segja sig úr Barentsráðinu og saka nágranna sína um að hafa gert ráðið óstarfhæft. Rússar segja Finna ekki hafa viljað afhenda þeim forsæti ráðsins. Erlent 18.9.2023 16:57
Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. Erlent 18.9.2023 16:14
Umdeildum fangaskiptum lokið Umdeild fangaskipti milli Bandaríkjamanna og Írana hafa átt sér stað. Fimm manns sem voru í fangelsi í Íran hefur verið sleppt í Katar. Yfirvöld í Íran hafa ítrekað verið sökuð um að handsama fólk af Vesturlöndum og nota það sem vogarafl í samskiptum við erlenda ráðamenn. Erlent 18.9.2023 15:27
Kreml tekur yfir stjórn Wagner í Mið-Afríkulýðveldinu Ráðamenn í Mið-Afríkulýðveldinu segja ríkisstjórn Rússlands hafa tekið yfir stjórn rúmlega þúsund málaliða Wagner group þar í landi. Málaliðarnir hafa haft viðveru í Mið-Afríkulýðveldinu í um fimm ár en lengst af voru þeir undir stjórn rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín. Erlent 18.9.2023 14:43
Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. Erlent 18.9.2023 11:54
Vonuðust til þess að drottningin myndi tala um fyrir Johnson Háttsettir embættismenn í Bretlandi áttu samtöl við fulltrúa Buckingham-hallar um framgöngu Boris Johnson þegar hann var forsætisráðherra og ræddu meðal annars möguleikann á því að málið yrði tekið upp á reglulegum fundum Johnson og Elísabetar drottningar. Erlent 18.9.2023 08:49
Úkraínumenn sækja fram í grennd við Bakhmut Úkraínumenn eru sagðir hafa náð yfirráðum yfir bænum Klishchiivka sem er í grennd við borgina Bakhmut þar sem harðir bardagar hafa geisað um mánaða skeið. Erlent 18.9.2023 07:45
Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. Erlent 18.9.2023 07:21
Berst fyrir því að FIFA leyfi kvennalandsliði Afganistan að keppa Knattspyrnukonan Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði kvennlandsliðs Afganistan í knattspyrnu, berst fyrir því að liðið fái að leika fyrir hönd þjóðar sinnar, jafnvel þótt konum í landinu sé nú bannað að stunda íþróttir. Erlent 18.9.2023 06:45
Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. Erlent 17.9.2023 21:45
Sjónvarpsstöðvar rannsaka hegðun Russell Brand Breska ríkissjónvarpið, Channel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafa hafið rannsókn á breska grínistanum Russell Brand í kjölfar þess að fjórar konur stigu fram í gær og sökuðu hann um kynferðisofbeldi. Erlent 17.9.2023 19:58
Álamafía upprætt í Evrópu Evrópska lögreglan, Europol, hefur í samstarfi við lögreglu í á 4. tug landa upprætt umfangsmikið smygl á álum til Kína. Alls voru rúmlega 250 manns handteknir í aðgerðinni. Erlent 17.9.2023 15:30
Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. Erlent 17.9.2023 14:16
Hrifsaði með sér hús hjónanna sem létust í brúðkaupsferðinni Austurrísk hjón í brúðkaupsferð í Grikklandi létust eftir að flóðbylgja hrifsaði hús þeirra með sér eftir óveður sem kennt var við Daníel og reið yfir landið miðvikudaginn 6. september í síðustu viku. Erlent 17.9.2023 10:30
Þrjú ungbörn fundust látin í kjallara í Póllandi Tvö voru handtekin á föstudag og kærð fyrir manndráp og sifjaspell. 54 ára karlmaður og tvítug dóttir hans. Þrjú ungbörn fundust látin á vettvangi. Málið er enn til rannsóknar. Erlent 17.9.2023 08:51
Fjórtán látin í flugslysi í Brasilíu Fjórtán létust í flugslysi í Brasilíu í gær. Flugvélin er talin hafa hrapað við lendingu við lélegt skyggni og mikla rigningu. Erlent 17.9.2023 08:02
Heimila þungunarrof 11 ára stúlku sem var nauðgað Ellefu ára stúlku í Perú hefur verið heimilað að undirgangast þungunarrof, en stjúpfaðir hennar hafði um langt skeið beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn því að stúlkan fengi þungunarrof. Erlent 16.9.2023 19:31
Myrti hvítvoðung sinn Kona á þrítugsaldri verður sótt til saka fyrir að hafa myrt nýfætt barn sitt stuttu eftir að hafa fætt það í gærmorgun í bænum Næstved á Sjálandi í Danmörku. Erlent 16.9.2023 13:54
Sprenging í íbúðarhúsnæði við Stokkhólm Sprenging varð í íbúðarhúsnæði í Bro, bæ í útjaðri Stokkhóms í Svíþjóð í nótt. Engan sakaði vegna sprengingarinnar. Erlent 16.9.2023 09:53
Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. Erlent 16.9.2023 08:01
Segir það rangt að fólki hafi verið sagt að halda sig heima Íbúar í hafnarborginni Derna segjast engar viðvaranir hafa fengið áður en stormur skall á síðasta sunnudag. Allt að ellefu þúsund eru látin og þúsundir enn týnd. Embættismenn segjast hafa skipað rýmingu og varað fólk við. Erlent 16.9.2023 07:46