Fótbolti

Al­gjör perla Jóhanns gegn sveinum Gerrards

Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði stórbrotið mark fyrir Al Orobah í sætum sigri á lærisveinum Stevens Gerrard, Al Ettifaq, í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld.

Fótbolti

Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK

Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim.

Íslenski boltinn

„Dæmið okkur eftir eftir næstu sjö leiki“

Arne Slot, þjálfari Liverpool, var sáttur með sigur sinna manna á Chelsea í dag en segir ekki tímabært að dæma liðið strax. Liðið hefur unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum undir stjórn hans og er á toppi deildarinnar eftir átta umferðir.

Fótbolti

„Ég trúi þessu ekki enn­þá“

Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni.

Íslenski boltinn

„Ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum“

Matthias Præst Nielsen var í undarlegum aðstæðum í kvöld þegar hann lék með núverandi liði sínu Fylki, gegn framtíðarliði sínu KR. Matthias klæddi sig í treyju KR undir lok félagaskiptagluggans í sumar og skrifaði undir samning, sem tekur gildi þegar tímabilinu lýkur næstu helgi. Hann segir það hafa verið svolítið skrítið en reyndi að standa sig eins og í öllum öðrum leikjum.

Íslenski boltinn

Auð­velt hjá Börsungum gegn Sevilla

Barcelona er áfram á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið fór létt með Sevilla í kvöld í leik sem sumir héldu að yrði ef til vill einhverskonar prófsteinn fyrir Börsunga.

Fótbolti

Liverpool tyllti sér á toppinn

Liverpool og Chelsea hafa bæði byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni vel en Liverpool þó töluvert betur. Sigur liðsins í dag var sá fjórði í röð og situr liðið nú eitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Stones tryggði City sigur í uppbótatíma

John Stones var hetja ensku meistaranna í dag. Hann skoraði sigurmark Manchester City á fimmtu mínútu í uppbótartíma þeagr City vann 2-1 útisigur á Wolves. Miðvörðurinn kom sínu liði líka á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni

Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum.

Fótbolti