Fótbolti

Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1993 | Hinir ósnertanlegu

ÍA varð Íslandsmeistari með gríðarlegum yfirburðum 1993 og vann bikarkeppnina að auki. Skagamenn jöfnuðu stigamet og fjölga þurfti leikjum um níu til að markamet þeirra yrði slegið. ÍA kórónaði svo frábært tímabil með glæstum sigri á Hollandsmeisturum Feyenoord þar sem Ólafur Þórðarson skoraði frægt skallamark.

Íslenski boltinn

Þróttur sækir tvær á Sel­foss

Kristrún Rut Antonsdóttir og Íris Una Þórðardóttir munu leika með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þær koma báðar frá Selfossi sem féll úr deildinni á síðasta ári.

Íslenski boltinn

Tíu bestu liðin (1984-2023): Víkingur 2023 | Héldu á­fram að skína

Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð.

Íslenski boltinn

Rauk út af æfingu í fýlu

Vandræði Karim Benzema hjá sádiarabíska félaginu Al-Ittihad halda áfram en spænski miðillinn Marca greindi frá því í dag að hann hafi rokið út af æfingu liðsins í gær.

Fótbolti

Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum

ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki.

Íslenski boltinn