Lehmann keypti „Invincibles“ nafnið eftir að Arsenal sofnaði á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 11:30 Jens Lehmann fagnar Englandsmeistaratitlinum 2004 með Ray Parlour. Getty/Stuart MacFarlane Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal, er nú eigandi „Invincibles“ nafnsins sem er gælunafn Arsenal liðsins frá 2003-04 tímabilinu. Lehmann keypti einkaréttinn á nafninu fyrir þrjátíu þúsund pund eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Lehmann er að setja upp fyrirtæki í tenglum við eignarhald sitt á „Invincibles“ og segist bæði hafa stuðning leikmanna „Invincibles“ liðsins sem og knattspyrnustjórans Arsene Wenger. Arsenal varð enskur meistari tímabilið 2003-04 eftir að hafa taplaust í gegnum alla deildarkeppnina. Það hafði ekki gerst í ensku deildinni síðan 1888–89 (Preston North End) og hefur ekki gerst aftur síðan. Arsenal sofnaði á verðinum og taldi sig hafa rétt á nafninu eftir að hafa skráð það áður. Nú er tuttugu ára afmæli þessa titils og mikið í gangi því tengdu. Lehmann segir að heimildarmynd, æfingaferð til Bandaríkjanna og leikur gegn goðsögnum Manchester United komi til greina en segist að allur ágóði muni fara til góðgerðamála. „Ég fékk hugmyndina af því að „Invincibles“ nafnið verður alltaf vinsælla og vinsælla eftir að styttist í tuttugu ára afmælið,“ sagði Lehmann við Daily Mail en Guardian segir frá. „Enginn átti nafnið og ég var að skoða þetta. Ég vildi tryggja okkar hóp nafnaréttinn þannig að allir sem nota það í leyfisleysi væru að misnota okkar vörumerki,“ sagði Lehmann. „Þetta kom félaginu líklega aðeins á óvart af því að það datt engum þar í hug að tryggja sér nafnaréttinn. Félagið veit alla vega núna að það er verið að stýra notkun þess,“ sagði Lehmann. Lehmann var markvörður Arsenal frá 2003 til 2008. Tímabilið 2003-04 var hans fyrsta hjá félaginu en hann leysti þar af goðsögnina David Seaman. Lehman fékk aðeins á sig 26 mörk og hélt marki sínu hreinu í fimmtán leikjum af 38. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Lehmann keypti einkaréttinn á nafninu fyrir þrjátíu þúsund pund eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Lehmann er að setja upp fyrirtæki í tenglum við eignarhald sitt á „Invincibles“ og segist bæði hafa stuðning leikmanna „Invincibles“ liðsins sem og knattspyrnustjórans Arsene Wenger. Arsenal varð enskur meistari tímabilið 2003-04 eftir að hafa taplaust í gegnum alla deildarkeppnina. Það hafði ekki gerst í ensku deildinni síðan 1888–89 (Preston North End) og hefur ekki gerst aftur síðan. Arsenal sofnaði á verðinum og taldi sig hafa rétt á nafninu eftir að hafa skráð það áður. Nú er tuttugu ára afmæli þessa titils og mikið í gangi því tengdu. Lehmann segir að heimildarmynd, æfingaferð til Bandaríkjanna og leikur gegn goðsögnum Manchester United komi til greina en segist að allur ágóði muni fara til góðgerðamála. „Ég fékk hugmyndina af því að „Invincibles“ nafnið verður alltaf vinsælla og vinsælla eftir að styttist í tuttugu ára afmælið,“ sagði Lehmann við Daily Mail en Guardian segir frá. „Enginn átti nafnið og ég var að skoða þetta. Ég vildi tryggja okkar hóp nafnaréttinn þannig að allir sem nota það í leyfisleysi væru að misnota okkar vörumerki,“ sagði Lehmann. „Þetta kom félaginu líklega aðeins á óvart af því að það datt engum þar í hug að tryggja sér nafnaréttinn. Félagið veit alla vega núna að það er verið að stýra notkun þess,“ sagði Lehmann. Lehmann var markvörður Arsenal frá 2003 til 2008. Tímabilið 2003-04 var hans fyrsta hjá félaginu en hann leysti þar af goðsögnina David Seaman. Lehman fékk aðeins á sig 26 mörk og hélt marki sínu hreinu í fimmtán leikjum af 38. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira