Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann

Hegðun fjögurra leikmanna Real Madrid, eftir sigurinn í sextán liða úrslitum gegn Atlético Madrid, er til rannsóknar hjá UEFA. Kylian Mbappé, Vinícius Junior, Antonio Rudiger og Dani Ceballos gætu verið dæmdir í leikbann fyrir ósæmandi hegðun.

Fótbolti
Fréttamynd

Helgi Kolviðs aftur í þjálfun

Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er óvænt byrjaður að þjálfa að nýju eftir að hafa starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá þýska félaginu Pfullendorf undanfarin ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Grind­víkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA

Fulltrúar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, komu hingað til lands á dögunum til að leggja mat á keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga og ummerki jarðhræringa undanfarinna missera. Til stendur að sækja um styrk frá sambandinu vegna skemmdanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt

KR birti myndskeið á samfélagsmiðlum félagsins í hádeginu þar sem keppnistreyjan fyrir komandi fótboltasumar var kynnt. Treyjan sækir innblástur til 100 ára afmælisárs félagsins, 1999, og fyrirliði þess tíma bregður fyrir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lyon örugg­lega á­fram á kostnað Bayern

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum.

Fótbolti