Formúla 1 Hamilton sá við Vettel og Webber í tímatökunni Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton á McLaren verður fremstur á ráslínu á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu á aðfaranótt sunnudags. Hamilton náði besta tíma í tímatökunni fyrir keppnina. Formúla 1 15.10.2011 06:31 Button á McLaren fljótastur á lokaæfingunni Jenson Button á McLaren reyndist fljót æiastur á síðustu æfingu Formúlu 1 liða í fyrir tímatökuna, sem verður í nótt á kappakstursbrautinni í Yenomag í Suður Kóreu. Button varð 0.289 úr sekúndu á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma og var 0.833 á eftir Button. Sebastian Vettel á Red Bull náði aðeins með níunda besta tíma, en lenti í tvígang í því að Torro Rosso ökumaður var fyrir honum í brautinni í hröðum hring. Brautin í Suður Kóreu var þurr, en tvær fyrstu æfingarnar höfðu farið fram í rigningu og ekki eru líkur á rigningu í tímatökunni. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í nótt og verður í opinni dagskrá og endursýn kl. 11.45 á laugardag. Formúla 1 15.10.2011 03:11 Hamilton vill skáka Vettel í tímatökunni í nótt Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma á föstudagsæfingum Formúlu 1 liða á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu. Formúla 1 14.10.2011 19:56 Hamilton fljótastur í Suður Kóreu Tvær æfingar fór fram hjá Formúlu 1 liðum á Kóreu kappakstursbrautunni í Yenogam í Suður Kóreu í nótt. Rigning var á báðum æfingum, sem voru liður í undirbúningi fyrir kappakstur á brautinni á sunnudaginn. Red Bull á möguleika á að tryggja sér meistaratitil bílasmiða í mótinu, en Sebastian Vettel er þegar orðinn heimsmeistari ökumanna. Formúla 1 14.10.2011 10:00 Horner: Árið hefur verið magnað Christian Horner, yfirmaður Formúlu 1 liðs Red Bull, segir að markmið liðsins sé að tryggja liðinu meistaratitil bílsmiða í framhaldinu af því að Sebastian Vettel ökumaður liðsins tryggði sér titil ökumanna í gær. Yngstur allra til að vinna tvo meistaratitla í röð, eftir að hafa orðið yngsti meistari sögunnar í fyrra. Formúla 1 10.10.2011 19:00 Button: Vettel á titilinn skilið Jenson Button fagnaði sigri í japanska kappakstrinum í gær á McLaren, en Button var eini ökumaðurinn sem átti tölfræðilega möguleika á því að skáka Vettel í titilslagnum fyrir mótið í Japan. Formúla 1 10.10.2011 16:45 Meistarinn Vettel segist lánsamur og blessaður Sebastian Vettel fagnaði öðrum meistaratitli sínum í heimsmeistaramóti ökumanna í Formúlu 1 á Suzuka brautinni í Japan í dag. Hann fór fögrum orðum um samstarfsmenn sína hjá Red Bull liðinu eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn annað árið í röð. Hann vildi meina að allir hjá Red Bull hefðu lagt hönd á plóginn í kapphlaupinu um titilinn, sama í hvaða starfi þeir væru hjá liðinu, en Red Bull liðið er staðsett í Milton Keynes í Bretlandi. Formúla 1 9.10.2011 21:19 Sigur Button dugði ekki gegn Vettel í titilslagnum Jenson Button á McLaren vann japanska kappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Hann kom fyrstur í endmark á undan Fernando Alonso á Ferrari og Sebastian Vettel á Red Bull. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með árangri sínum í dag. Formúla 1 9.10.2011 11:54 Sebastian Vettel heimsmeistari Sebastian Vettel tryggði sér í morgun heimsmeistaratitilinn í Formúlu-1 annað árið í röð. Vettel verður þar með yngsti tvöfaldi heimsmeistari frá upphafi formúlunnar, en hann er aðeins 24 ára og 98 daga gamall. Titilinn tryggði hann sér í nótt á japönsku kappakstursbrautinni í Suzuka. Þar endaði Vettel þriðji, á eftir Jenson Button og Fernando Alonso. Það dugði honum þó til þess að tryggja sér titilinn.Félagi Vettels, Mark Webber, endaði fjórði í morgun. Þeir aka fyrir lið Red Bull, og með stigunum í morgun virðast Red Bull vera að tryggja sér titil bílasmiða annað árið í röð. Formúla 1 9.10.2011 08:12 Vettel ekki að einbeita sér að stiginu sem vantar Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Formúla 1 8.10.2011 16:45 Vettel fremstur á ráslínu í tólfta skipti á árinu Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann varð aðeins 0.009 úr sekúndu á undan Jenson Button á McLaren, en Lewis Hamilton á McLaren var þriðji fljótastur og Felipe Massa á Ferrari á eftir honum. Formúla 1 8.10.2011 07:34 Button fremstur í flokki á lokaæfingunni Jenson Button á McLaren náði besta tíma á þriðju og síðustu æfingu Formúlu 1 ökumanna á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann var 0.507 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, en Sebastian Vettel á Red Bull var með þriðja besta tíma, 0.867 á eftir Button. Fjórði varð Fernando Alonso á Ferrari, 1.024 sekúndu á eftir Button. Formúla 1 8.10.2011 03:14 Button fljótastur á æfingum í Japan í nótt Jenson Button á McLaren náði besta tíma á báðum æfingum Formúlu 1 liða sem fóru fram á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Á fyrri æfingunni var hann aðeins 0.091 úr sekúndu fljótari en næsti ökumaður, sem var Lewis Hamilton á McLaren. Á síðari æfingunni var Button 0.174 úr sekúndu fljótari en Fernando Alonso á Ferrari. Formúla 1 7.10.2011 07:46 McLaren samdi við Button um áframhaldandi samstarf McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Formúla 1 5.10.2011 14:45 Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Formúla 1 3.10.2011 20:00 Schumacher sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu er sá Formúlu 1 ökumaður sem hefur oftast fagnað sigri á Suzuka-brautinni í Japan, en keppt verður á brautinni um næstu helgi. Mótið er það fyrsta í Asíu á árinu, en keppt verður í Suður Kóreu um aðra helgi. Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum, og Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher, telur hana eina af þeim bestu sem notuð er á keppnistímabilinu, rétt eins og Schumacher. Formúla 1 3.10.2011 16:00 Button: Verður tilfinningaþrungið að keppa í Japan Bretinn Jenson Button hjá McLaren segir Japan vera sinn annan heimavöll í Formúlu 1, en hann á japanska kærustu sem heitir Jessica Mishibata. Hún er þekkt fyrirsæta í sínu heimalandi og þau skötuhjú dvelja þar oft á tíðum. Um tíma var óljóst hvort Formúlu 1 mótið í Japan gæti farið fram vegna náttúruhamfaranna sem urðu í landinu í mars, en Button telur að mótsthaldið geti gefið japönsku þjóðinni styrk, en miklill áhugi er á Formúlu 1 í Japan. Formúla 1 30.9.2011 20:30 Tolla og skattayfirvöld í Indlandi að hrella Formúlu 1 liðin Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins. Formúla 1 28.9.2011 11:37 Kobayashi telur jákvætt að keppt sé í Japan eftir náttúruhamfarirnar Japanski Formúlu 1 ökumaðurinn Kamui Kobayashi verður á heimavelli í næstu keppni, sem verður í Japan um aðra helgi. Hann hefur stutt landa sína með ráði og dáð eftir náttúruhamfarirnar í Japan fyrr á árinu og útbjó m.a. rafræna Formúlu 1 bók í samstarfi við ökumenn og keppnisliðin til styrktar Rauða krossinum í Japan. Formúla 1 27.9.2011 14:36 Vettel og Red Bull vilja taka titilinn með trompi Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu. Formúla 1 26.9.2011 15:51 Whitmarsh segir að Hamilton muni læra sína lexíu Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. Formúla 1 26.9.2011 15:09 Stewart: Hamilton þarf að skoða hugarástand sitt Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. Formúla 1 26.9.2011 14:25 Vettel: Mjög ánægður með árangurinn Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Formúla 1 25.9.2011 19:11 Vettel sigraði í Singapore - komin með níu fingur á titilinn Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir það að Sebastian Vettel, Red Bull, verði heimsmeistari í keppni ökumanna í Formúlu 1. Formúla 1 25.9.2011 14:32 Vettel getur orðið meistari í dag, en Hamilton í vandræðum Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu getur orðið heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í dag, ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð. Vettel er fremstur á ráslínu, en fjórir keppinautar hans um titilinn eru í næstu sætum á eftir. Formúla 1 25.9.2011 10:19 Vettel getur slegið met Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. Formúla 1 24.9.2011 23:10 Vettel fremstur á ráslínu í ellefta skipti í ár Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökunni á Formúlu 1 brautinni í Singapúr í dag. Hann ók á tímanum 1:44.381 og Mark Webber á Red Bull náði næst besta tíma og var 0.351 úr sekúndu á eftir Vettel. Jenson Button á McLaren náði þriðja besta tíma og var 0.428 sekúndum á eftir Vettel. Vettel verður fremstur á rásllínu í ellefta skipti á árinu í kappakstrinum á morgun. Formúla 1 24.9.2011 15:34 Webber sneggstur á lokæfingunni fyrir tímatökuna Mark Webber á Red Bull var fljótastur allra ökumanna á síðustu æfingu Formúlu 1 ökumanna í Singapúr í dag. Hann var 0.027 úr sekúndu fljótari en Jenson Button á McLaren, en Sebastian Vettel á Red Bull var með þriðja besta tíma. Vettel var 0.264 á eftir Webber. Formúla 1 24.9.2011 12:23 Vettel fljótastur í Singapúr í dag Sebastian Vettel á Red Bull náði besta aksturstímanum á seinni æfingu Formúlu 1 liða á götubrautinni í Singapúr í dag. Lewis Hamilton á McLaren hafði fyrr um daginn náð besta tíma á fyrri æfingu dagsins. Tími Vettel á seinni æfingunni var sá besti sem náðist í dag. Formúla 1 23.9.2011 15:06 Hamilton fljótastur á fyrstu æfingu Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á götubrautinni í Singapúr í dag. Hann varð 0.406 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Mark Webber á Red Bul varð þriðji, 1.467 sekúndu á eftir Hamilton. Formúla 1 23.9.2011 12:16 « ‹ 81 82 83 84 85 86 87 88 89 … 151 ›
Hamilton sá við Vettel og Webber í tímatökunni Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton á McLaren verður fremstur á ráslínu á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu á aðfaranótt sunnudags. Hamilton náði besta tíma í tímatökunni fyrir keppnina. Formúla 1 15.10.2011 06:31
Button á McLaren fljótastur á lokaæfingunni Jenson Button á McLaren reyndist fljót æiastur á síðustu æfingu Formúlu 1 liða í fyrir tímatökuna, sem verður í nótt á kappakstursbrautinni í Yenomag í Suður Kóreu. Button varð 0.289 úr sekúndu á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma og var 0.833 á eftir Button. Sebastian Vettel á Red Bull náði aðeins með níunda besta tíma, en lenti í tvígang í því að Torro Rosso ökumaður var fyrir honum í brautinni í hröðum hring. Brautin í Suður Kóreu var þurr, en tvær fyrstu æfingarnar höfðu farið fram í rigningu og ekki eru líkur á rigningu í tímatökunni. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í nótt og verður í opinni dagskrá og endursýn kl. 11.45 á laugardag. Formúla 1 15.10.2011 03:11
Hamilton vill skáka Vettel í tímatökunni í nótt Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma á föstudagsæfingum Formúlu 1 liða á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu. Formúla 1 14.10.2011 19:56
Hamilton fljótastur í Suður Kóreu Tvær æfingar fór fram hjá Formúlu 1 liðum á Kóreu kappakstursbrautunni í Yenogam í Suður Kóreu í nótt. Rigning var á báðum æfingum, sem voru liður í undirbúningi fyrir kappakstur á brautinni á sunnudaginn. Red Bull á möguleika á að tryggja sér meistaratitil bílasmiða í mótinu, en Sebastian Vettel er þegar orðinn heimsmeistari ökumanna. Formúla 1 14.10.2011 10:00
Horner: Árið hefur verið magnað Christian Horner, yfirmaður Formúlu 1 liðs Red Bull, segir að markmið liðsins sé að tryggja liðinu meistaratitil bílsmiða í framhaldinu af því að Sebastian Vettel ökumaður liðsins tryggði sér titil ökumanna í gær. Yngstur allra til að vinna tvo meistaratitla í röð, eftir að hafa orðið yngsti meistari sögunnar í fyrra. Formúla 1 10.10.2011 19:00
Button: Vettel á titilinn skilið Jenson Button fagnaði sigri í japanska kappakstrinum í gær á McLaren, en Button var eini ökumaðurinn sem átti tölfræðilega möguleika á því að skáka Vettel í titilslagnum fyrir mótið í Japan. Formúla 1 10.10.2011 16:45
Meistarinn Vettel segist lánsamur og blessaður Sebastian Vettel fagnaði öðrum meistaratitli sínum í heimsmeistaramóti ökumanna í Formúlu 1 á Suzuka brautinni í Japan í dag. Hann fór fögrum orðum um samstarfsmenn sína hjá Red Bull liðinu eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn annað árið í röð. Hann vildi meina að allir hjá Red Bull hefðu lagt hönd á plóginn í kapphlaupinu um titilinn, sama í hvaða starfi þeir væru hjá liðinu, en Red Bull liðið er staðsett í Milton Keynes í Bretlandi. Formúla 1 9.10.2011 21:19
Sigur Button dugði ekki gegn Vettel í titilslagnum Jenson Button á McLaren vann japanska kappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Hann kom fyrstur í endmark á undan Fernando Alonso á Ferrari og Sebastian Vettel á Red Bull. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með árangri sínum í dag. Formúla 1 9.10.2011 11:54
Sebastian Vettel heimsmeistari Sebastian Vettel tryggði sér í morgun heimsmeistaratitilinn í Formúlu-1 annað árið í röð. Vettel verður þar með yngsti tvöfaldi heimsmeistari frá upphafi formúlunnar, en hann er aðeins 24 ára og 98 daga gamall. Titilinn tryggði hann sér í nótt á japönsku kappakstursbrautinni í Suzuka. Þar endaði Vettel þriðji, á eftir Jenson Button og Fernando Alonso. Það dugði honum þó til þess að tryggja sér titilinn.Félagi Vettels, Mark Webber, endaði fjórði í morgun. Þeir aka fyrir lið Red Bull, og með stigunum í morgun virðast Red Bull vera að tryggja sér titil bílasmiða annað árið í röð. Formúla 1 9.10.2011 08:12
Vettel ekki að einbeita sér að stiginu sem vantar Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Formúla 1 8.10.2011 16:45
Vettel fremstur á ráslínu í tólfta skipti á árinu Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann varð aðeins 0.009 úr sekúndu á undan Jenson Button á McLaren, en Lewis Hamilton á McLaren var þriðji fljótastur og Felipe Massa á Ferrari á eftir honum. Formúla 1 8.10.2011 07:34
Button fremstur í flokki á lokaæfingunni Jenson Button á McLaren náði besta tíma á þriðju og síðustu æfingu Formúlu 1 ökumanna á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann var 0.507 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, en Sebastian Vettel á Red Bull var með þriðja besta tíma, 0.867 á eftir Button. Fjórði varð Fernando Alonso á Ferrari, 1.024 sekúndu á eftir Button. Formúla 1 8.10.2011 03:14
Button fljótastur á æfingum í Japan í nótt Jenson Button á McLaren náði besta tíma á báðum æfingum Formúlu 1 liða sem fóru fram á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Á fyrri æfingunni var hann aðeins 0.091 úr sekúndu fljótari en næsti ökumaður, sem var Lewis Hamilton á McLaren. Á síðari æfingunni var Button 0.174 úr sekúndu fljótari en Fernando Alonso á Ferrari. Formúla 1 7.10.2011 07:46
McLaren samdi við Button um áframhaldandi samstarf McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Formúla 1 5.10.2011 14:45
Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Formúla 1 3.10.2011 20:00
Schumacher sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu er sá Formúlu 1 ökumaður sem hefur oftast fagnað sigri á Suzuka-brautinni í Japan, en keppt verður á brautinni um næstu helgi. Mótið er það fyrsta í Asíu á árinu, en keppt verður í Suður Kóreu um aðra helgi. Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum, og Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher, telur hana eina af þeim bestu sem notuð er á keppnistímabilinu, rétt eins og Schumacher. Formúla 1 3.10.2011 16:00
Button: Verður tilfinningaþrungið að keppa í Japan Bretinn Jenson Button hjá McLaren segir Japan vera sinn annan heimavöll í Formúlu 1, en hann á japanska kærustu sem heitir Jessica Mishibata. Hún er þekkt fyrirsæta í sínu heimalandi og þau skötuhjú dvelja þar oft á tíðum. Um tíma var óljóst hvort Formúlu 1 mótið í Japan gæti farið fram vegna náttúruhamfaranna sem urðu í landinu í mars, en Button telur að mótsthaldið geti gefið japönsku þjóðinni styrk, en miklill áhugi er á Formúlu 1 í Japan. Formúla 1 30.9.2011 20:30
Tolla og skattayfirvöld í Indlandi að hrella Formúlu 1 liðin Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins. Formúla 1 28.9.2011 11:37
Kobayashi telur jákvætt að keppt sé í Japan eftir náttúruhamfarirnar Japanski Formúlu 1 ökumaðurinn Kamui Kobayashi verður á heimavelli í næstu keppni, sem verður í Japan um aðra helgi. Hann hefur stutt landa sína með ráði og dáð eftir náttúruhamfarirnar í Japan fyrr á árinu og útbjó m.a. rafræna Formúlu 1 bók í samstarfi við ökumenn og keppnisliðin til styrktar Rauða krossinum í Japan. Formúla 1 27.9.2011 14:36
Vettel og Red Bull vilja taka titilinn með trompi Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu. Formúla 1 26.9.2011 15:51
Whitmarsh segir að Hamilton muni læra sína lexíu Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. Formúla 1 26.9.2011 15:09
Stewart: Hamilton þarf að skoða hugarástand sitt Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. Formúla 1 26.9.2011 14:25
Vettel: Mjög ánægður með árangurinn Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Formúla 1 25.9.2011 19:11
Vettel sigraði í Singapore - komin með níu fingur á titilinn Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir það að Sebastian Vettel, Red Bull, verði heimsmeistari í keppni ökumanna í Formúlu 1. Formúla 1 25.9.2011 14:32
Vettel getur orðið meistari í dag, en Hamilton í vandræðum Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu getur orðið heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í dag, ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð. Vettel er fremstur á ráslínu, en fjórir keppinautar hans um titilinn eru í næstu sætum á eftir. Formúla 1 25.9.2011 10:19
Vettel getur slegið met Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. Formúla 1 24.9.2011 23:10
Vettel fremstur á ráslínu í ellefta skipti í ár Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökunni á Formúlu 1 brautinni í Singapúr í dag. Hann ók á tímanum 1:44.381 og Mark Webber á Red Bull náði næst besta tíma og var 0.351 úr sekúndu á eftir Vettel. Jenson Button á McLaren náði þriðja besta tíma og var 0.428 sekúndum á eftir Vettel. Vettel verður fremstur á rásllínu í ellefta skipti á árinu í kappakstrinum á morgun. Formúla 1 24.9.2011 15:34
Webber sneggstur á lokæfingunni fyrir tímatökuna Mark Webber á Red Bull var fljótastur allra ökumanna á síðustu æfingu Formúlu 1 ökumanna í Singapúr í dag. Hann var 0.027 úr sekúndu fljótari en Jenson Button á McLaren, en Sebastian Vettel á Red Bull var með þriðja besta tíma. Vettel var 0.264 á eftir Webber. Formúla 1 24.9.2011 12:23
Vettel fljótastur í Singapúr í dag Sebastian Vettel á Red Bull náði besta aksturstímanum á seinni æfingu Formúlu 1 liða á götubrautinni í Singapúr í dag. Lewis Hamilton á McLaren hafði fyrr um daginn náð besta tíma á fyrri æfingu dagsins. Tími Vettel á seinni æfingunni var sá besti sem náðist í dag. Formúla 1 23.9.2011 15:06
Hamilton fljótastur á fyrstu æfingu Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á götubrautinni í Singapúr í dag. Hann varð 0.406 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Mark Webber á Red Bul varð þriðji, 1.467 sekúndu á eftir Hamilton. Formúla 1 23.9.2011 12:16