Fastir pennar

Gera þetta í góðu

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Það var sunnudaginn 4. janúar sem boltinn rúllaði af stað. Þá sat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í hljóðveri Bylgjunnar og svaraði spurningu um hvort lögð yrði fram ný tillaga um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Hann sagði að það yrði gert.

Fastir pennar

Íslenska kreppan ein af tíu dýrustu

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Hagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir skrifaði fína grein í Fréttablaðið á laugardaginn þar sem hún vakti athygli á baráttu okkar við kröfuhafa föllnu bankanna. Lilja bendir þar á ýmsar hættur sem kunna að verða á vegi þjóðarinnar á næstunni.

Fastir pennar

Þingræðið á að vera þungt í vöfum

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Fyrst sviku þeir loforð sín um að stíga engin skref í Evrópumálum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú sniðganga þeir sjálft þjóðþingið í meðferð mikilvægasta utanríkismáls lýðveldissögunnar; senda án samráðs við utanríkismálanefnd loðmullulegt bréf sem enginn skilur, órætt og klúðurslegt uppsagnarbréf.

Fastir pennar

Jón forseti

Jón Gnarr skrifar

Árið 1982 var ég á Núpi í Dýrafirði. Á neðstu hæðinni á Vistinni var herbergi sem var kallað Smókurinn þar sem við máttum reykja. Okkur var bannað að reykja inni á herbergjunum þannig að allir komu saman í Smóknum.

Fastir pennar

Hlaðið í bálköstinn

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem stendur ekki vel, hefur tekið ákvörðun um að efna til átaka, innan þings og utan. Ósamlyndi innan ríkisstjórnarinnar er opinbert og að nýjustu vendingar nái að auka samtakamátt meðal ráðherranna og þingflokka ríkisstjórnar er ólíklegt.

Fastir pennar

Nýr ómöguleiki?

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn, þannig hljóðar upphaf stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Alþingi Íslendinga hefur samþykkt að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að stöðva samningaferlið meðan hún barðist um í dauðateygjunum. Núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið og tilkynnt að hún mun taka framfyrir hendur Alþingis Íslendinga og ætlar að gera samþykkt Alþingis að engu. Það er merkur og mikill viðburður í sögu þings og þjóðar.

Fastir pennar

Þess vegna þolir fólk ekki pólitíkusa

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Eru stjórnmálamenn tvívíðir og svart-hvítir Pappírs-Pésar, ófærir um bæði sjálfstæða og gagnrýna hugsun? Eru stjórnmálamenn ekkert annað en viljalausar strengjabrúður peningaafla í samfélaginu, sneyddir sómakennd og sannfæringu?

Fastir pennar

Stefna í skötulíki

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Um þessar mundir er ár liðið síðan utanríkisráðuneytið kynnti og ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum "Áherslur og framkvæmd Evrópustefnu“. Ársafmælið var raunar í gær.

Fastir pennar

Einbeittur brotavilji

Þorvaldur Gylfason skrifar

Æ ljósara verður, eftir því sem tíminn líður, hvers vegna Alþingi hefur stungið undir stól nýju stjórnarskránni, sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Augljósasta skýringin er ofurvald útvegsmanna yfir alþingismönnum.

Fastir pennar

Breytingar þurfa að vera til gagns

Markaðshornið: Óli Kristján Ármannsson skrifar

Stundum er í lagi að brjóta upp hefðir og prófa nýjar leiðir. Viðskiptaráð Íslands birti í byrjun vikunnar "skoðun“ þar sem varað er við því að skattbyrði fyrirtækja og heimila komi á næstu áratugum til með að þyngjast verulega verði umfang hins opinbera ekki tekið til endurskoðunar.

Fastir pennar

Frjáls framlög eða fjárfestingar?

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Hvað ætli hafi vakað fyrir útgerðunum sem ákváðu að gefa einungis þingmönnum og þingmannsefnum Sjálfstæðisflokksins peninga fyrir síðustu kosningar? Þeir sömu ákváðu að auki að styrkja nær eingöngu núverandi stjórnarflokka

Fastir pennar

Úrræðaleysið

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Tíðni ofbeldis gegn konum – hvort sem um er að ræða kynferðisbrot eða morð – er skammarleg. Úrræðaleysi samfélagsins við að takast á við málaflokkinn er jafn skammarlegt.

Fastir pennar

Áttundi mars var í gær

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Aðrir karlar vilja vera með. Auðvitað. Femínisminn er ein af hinum stóru og voldugu réttlætishreyfingum okkar daga og auðvelt að hrífast með, sérstaklega þegar haft er í huga hversu ótal margt er óunnið í þessum efnum. En sú þátttaka getur verið snúin.

Fastir pennar

Gosi

Jón Gnarr skrifar

Tilvera mín hefur lengi verið mér hugleikin. Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvert fer ég? Hef ég sál eða anda? Ég hef lesið aragrúa bóka um andleg málefni, kynnt mér alls konar hugleiðslur og trúarrit og kenningar helstu heimspekinga.

Fastir pennar

Sögur af illu fólki

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Daglega eru sagðar fréttir af vondu fólki, illu fólki sem hikar ekki við að ráðast að þeim sem eiga erfitt með að verja sig. Fólkið gerir ótrúlegustu hluti til að hagnast á vondri stöðu annarra.

Fastir pennar

Sölumenn snákaolíu eru níðingar

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Dagurinn sem ég pissaði á prik hefði átt að vera dagur jákvæðra strauma og hamingjuóska. Til stóð að skála í einhverju óáfengu. En svo gerðist dálítið skrýtið.

Fastir pennar

Vond framganga lögreglustjórans

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Embættisferill Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, er að verða með sérstakasta móti. Þekkt er að fólk sem velst til hárra embætta fyllist valdhroka og framkoma þess mótast af því.

Fastir pennar

Til heimabrúks

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Ræða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrradag endurspeglar stefnu sem heimsbyggðin hefur mátt horfa upp á áratugum saman af hendi lands hans. Böðlast skal áfram með ófriði, hvað sem tautar og raular.

Fastir pennar

Lýðræði í vörn

Þorvaldur Gylfason skrifar

Lýðræði er ein allra snjallasta uppfinning mannsandans frá öndverðu – líkt og eldurinn, hjólið og hjónabandið. Hvers vegna? Hvað er svona merkilegt við lýðræði? Spurningin svarar sér ekki sjálf, a.m.k. ekki til fulls.

Fastir pennar

Ala á þrælsótta

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Tveir forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins hafa upplýst að af 220 milljarða tekjum af útflutningi áls frá Íslandi verði um eitt hundrað milljarðar eftir hér á landi. Að 120 milljarðar af tekjunum flytjist því úr landi. Er það mikið, eða er það lítið? Þeir segja að hundrað milljarðarnir, sem verða eftir hér, séu tvöfalt meira en framlag íslenska ríkisins til Landspítalans. Það eru miklir peningar og það eru líka þeir 120 milljarðar sem verða til á Íslandi en eru fluttir út árlega.

Fastir pennar

Úr öllum takti við almenning

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, hefði fengið ríflega launahækkun á síðasta ári og laun hans væru nú 1,1 milljón hærri en þau voru þegar hann tók við starfi sínu árið 2011.

Fastir pennar

Bankarnir ráða

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Grímseyingar lifa í ótta. Með öllu er óvíst hvort byggð helst áfram í eynni. Vilji heimamanna er skýr. Þeir vilja viðhalda byggðinni. Vilji Íslandsbanka er skýr. Hann vill innheimta skuldir Grímseyinga. Bankinn mun ráða.

Fastir pennar

Valdi fylgir ábyrgð

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Persónuvernd hefur kveðið upp úrskurð um samskipti þáverandi lögreglustjórans á Suðurnesjum við innanríkisráðuneytið í lekamálinu. Miðlun gagna með persónuupplýsingum um hælisleitendur var án lagaheimildar.

Fastir pennar

Hryðjuverkaógn á Íslandi

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Aðeins ein tilraun hefur verið gerð til hryðjuverkaárásar hér á landi – séu skyrslettur Helga Hóseassonar ekki taldar með – og það var árið 2012, í tíð síðustu ríkisstjórnar,

Fastir pennar

Stjórnmálamenningin verður að breytast

Jón Gnarr skrifar

Það var í fréttum í vikunni að tölvurisinn Apple hefði haft áhuga á að hitta forsætisráðherra eða forseta Íslands til að ræða möguleika á að opna gagnaver á Íslandi. Það var þó því skilyrði háð að annar hvor þeirra kæmi í heimsókn

Fastir pennar

Hættuleg þvæla

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Nærri tvö þúsund og þrjú hundruð manns höfðu síðdegis í gær lagt nafn sitt við undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að bólusetningar barna verði lögboðin skylda.

Fastir pennar

Stjórnin syndir á móti straumnum

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Í undirbúningi er bann við verðtryggðum neytendalánum. Þó ekki að fullu. Meðan unnið er að lagasetningu um bann við verðtryggðum lánum, það er í tuttugu og fimm ár eða lengur, vill svo til að flest það fólk sem tekur lán

Fastir pennar

Fyrirgefum vorum skuldunautum

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fyrirgefning skulda er hversdagsleg athöfn í samskiptum manna og hefur verið það alla tíð. Texti trúarjátningarinnar ber vitni: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Fastir pennar

Símtalið ekki aðalatriði málsins

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það var ómaklegt hjá höfundi Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins um liðna helgi að reyna að skrifa söguna sér í hag þannig að ákvörðun um 500 milljóna evra neyðarlán til Kaupþings banka 6. október 2008, banka sem við vitum núna að var að fara á hausinn á þeim tíma, hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar en ekki Seðlabankans.

Fastir pennar