Hlaðið í bálköstinn Sigurjón M. Egilsson skrifar 14. mars 2015 07:00 Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem stendur ekki vel, hefur tekið ákvörðun um að efna til átaka, innan þings og utan. Ósamlyndi innan ríkisstjórnarinnar er opinbert og að nýjustu vendingar nái að auka samtakamátt meðal ráðherranna og þingflokka ríkisstjórnar er ólíklegt. Ríkisstjórnin er við það steyta á skeri. Skerið er loforð allra leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, í öllum kjördæmum, fyrir síðustu kosningar, þegar þeir lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um afdrif aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu, allir, hver og einn og enginn meir og oftar en formaðurinn, Bjarni Benediktsson. Á þessu skeri steytir ríkisstjórnin. Á eigin orðum, eigin loforðum. Undan þeim verður ekki komist því þau munu elta ráðherrana út í það óendanlega. Þannig er nútíminn, ekkert gleymist og ekkert týnist. Tilraun ríkisstjórnarinnar til að sniðganga Alþingi er dæmd til að mistakast. Annað væri afleitt. Ófriðarbál hefur verið kveikt. Það var tendrað í stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu þriðjudaginn 10. mars. Ríkisstjórn Íslands kveikti eldinn og hefur þá daga sem hann hefur logað hlaðið í hann. Þegar eldur leikur laus er ómögulegt að segja til um hvað verður. Útlitið er ekki bjart þar sem þetta mál mun yfirtaka mestalla umræðu í landinu, innan þings og utan. Óleyst eru brýn mál sem verður að ráða fram úr. Kjarasamningar eru lausir og beðið er aðkomu ríkisstjórnarinnar að þeim, en allt stefnir í hörð átök á vinnumarkaði þar sem hart er deilt um nánast allt, nema eitt, að sitjandi ríkisstjórn sé svikul og erfitt sé að treysta því sem ráðherrar segja. Ríkisstjórnin er metin með þeim verri, hvað þetta varðar. Samt mun ríkisstjórnin ráða miklu um hvert framhald kjaraviðræðna verður. Það var jú hún sem sprengdi upp öll viðmið í launahækkunum. Ríkisstjórnin stendur ekki vel og einkum Framsóknarflokkurinn sem tapar stöðugt fylgi. Það sýna allar skoðanakannanir. Óþreyju og pirrings gætir meðal þingmanna beggja stjórnarflokkanna og er ekki nokkur vafi á að þau átök sem nú hafa verið upphafin muni raska ró margra þeirra. Með öllu er óvíst að ríkisstjórn komist ólöskuð frá þeim átökum sem fram undan eru. Ríkisstjórnin er ekki eins samlynd og í veðri er látið vaka. Sjálfstæðisflokkurinn niðurlægði varaformann Framsóknarflokksins þegar flokkurinn beitti neitunarvaldi og gerði sjávarútvegsráðherranum mikinn óleik þegar hann lagði fram tilbúið frumvarp um lög um stjórn fiskveiða. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir meðal annars: „Áfram verður unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun.“ Það var á þeim forsendum sem ráðherrann vann sitt verk. En var niðurlægður af samstarfsflokknum. Málalokin voru sár og undan þeim svíður. Framsóknarflokkurinn verður að ná að rétta af kúrsinn, stöðva flóttann frá flokknum. Svo því sé haldið til haga, þá segir svo í stjórnarsáttmálanum: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Svo hljóðar veganesti ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem stendur ekki vel, hefur tekið ákvörðun um að efna til átaka, innan þings og utan. Ósamlyndi innan ríkisstjórnarinnar er opinbert og að nýjustu vendingar nái að auka samtakamátt meðal ráðherranna og þingflokka ríkisstjórnar er ólíklegt. Ríkisstjórnin er við það steyta á skeri. Skerið er loforð allra leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, í öllum kjördæmum, fyrir síðustu kosningar, þegar þeir lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um afdrif aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu, allir, hver og einn og enginn meir og oftar en formaðurinn, Bjarni Benediktsson. Á þessu skeri steytir ríkisstjórnin. Á eigin orðum, eigin loforðum. Undan þeim verður ekki komist því þau munu elta ráðherrana út í það óendanlega. Þannig er nútíminn, ekkert gleymist og ekkert týnist. Tilraun ríkisstjórnarinnar til að sniðganga Alþingi er dæmd til að mistakast. Annað væri afleitt. Ófriðarbál hefur verið kveikt. Það var tendrað í stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu þriðjudaginn 10. mars. Ríkisstjórn Íslands kveikti eldinn og hefur þá daga sem hann hefur logað hlaðið í hann. Þegar eldur leikur laus er ómögulegt að segja til um hvað verður. Útlitið er ekki bjart þar sem þetta mál mun yfirtaka mestalla umræðu í landinu, innan þings og utan. Óleyst eru brýn mál sem verður að ráða fram úr. Kjarasamningar eru lausir og beðið er aðkomu ríkisstjórnarinnar að þeim, en allt stefnir í hörð átök á vinnumarkaði þar sem hart er deilt um nánast allt, nema eitt, að sitjandi ríkisstjórn sé svikul og erfitt sé að treysta því sem ráðherrar segja. Ríkisstjórnin er metin með þeim verri, hvað þetta varðar. Samt mun ríkisstjórnin ráða miklu um hvert framhald kjaraviðræðna verður. Það var jú hún sem sprengdi upp öll viðmið í launahækkunum. Ríkisstjórnin stendur ekki vel og einkum Framsóknarflokkurinn sem tapar stöðugt fylgi. Það sýna allar skoðanakannanir. Óþreyju og pirrings gætir meðal þingmanna beggja stjórnarflokkanna og er ekki nokkur vafi á að þau átök sem nú hafa verið upphafin muni raska ró margra þeirra. Með öllu er óvíst að ríkisstjórn komist ólöskuð frá þeim átökum sem fram undan eru. Ríkisstjórnin er ekki eins samlynd og í veðri er látið vaka. Sjálfstæðisflokkurinn niðurlægði varaformann Framsóknarflokksins þegar flokkurinn beitti neitunarvaldi og gerði sjávarútvegsráðherranum mikinn óleik þegar hann lagði fram tilbúið frumvarp um lög um stjórn fiskveiða. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir meðal annars: „Áfram verður unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun.“ Það var á þeim forsendum sem ráðherrann vann sitt verk. En var niðurlægður af samstarfsflokknum. Málalokin voru sár og undan þeim svíður. Framsóknarflokkurinn verður að ná að rétta af kúrsinn, stöðva flóttann frá flokknum. Svo því sé haldið til haga, þá segir svo í stjórnarsáttmálanum: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Svo hljóðar veganesti ríkisstjórnarinnar.