Nýr ómöguleiki? Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. mars 2015 07:00 Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn, þannig hljóðar upphaf stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Alþingi Íslendinga hefur samþykkt að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að stöðva samningaferlið meðan hún barðist um í dauðateygjunum. Núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið og tilkynnt að hún mun taka framfyrir hendur Alþingis Íslendinga og ætlar að gera samþykkt Alþingis að engu. Það er merkur og mikill viðburður í sögu þings og þjóðar. Allt er þetta sérstakt. Vitað er að stjórnarflokkarnir eru í hinum mesta vanda vegna ESB-málsins. Þeir hafa nú freistað þess að komast undan samþykkt Alþingis. Það mun varla takast. Víst er að mikillar óánægju verður vart vegna þessa. Í stað þess að boða til blaðamannafundar og standa frammi fyrir gjörðum sínum má lesa eftirfarandi á Facebook-síðu utanríkisráðherra: „Samtal hefur átt sér stað milli ESB og Íslands um stöðu Íslands sem umsóknarríkis. Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Komi til þess að hefja eigi þetta ferli að nýju telur núverandi ríkisstjórn mikilvægt að það sé ekki gert án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Á sama tíma er áhersla lögð á að styrkja framkvæmd EES-samningsins og nánara samstarf við ESB á grunni hans.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði, í samtali við Ríkisútvarpið, þegar hann var spurður um stöðu Alþingis vegna þessa máls: „Síðasta ríkisstjórn sótti um aðild að ESB og byggði það á tilmælum frá þinginu –það þing er ekki til staðar og sá meirihluti sem var að baki álitinu á sínum stað. Það er komin ný ríkisstjórn með nýja stefnu og við þurftum líka að svara ESB um hvert við vildum fara.“ Hvað sagði ráðherrann? Er þingsályktun tilmæli? Það er nýtt hugtak um vilja Alþingis. Vissulega er kominn nýr meirihluti, en hann verður að samþykkja aðra stefnu en er í gildi. Þetta er með öllu óskiljanlegt. Utanríkismálanefnd var ekki með í ráðum, ef marka má fréttir, og það undirstingur enn frekar flóttann sem ríkisstjórnin er á. Hvað sem okkur kann að þykja um hvort eigi sækja um aðild eða ekki þá hljótum við að vilja að ríkisstjórn, hver sem hún er á hverjum tíma, virði Alþingi. Það er mest um vert og grunnurinn að lýðveldinu. Ríkisstjórnin á í vök að verjast og ESB-málið er henni erfitt.Þótt vandinn sé augljós er með öllu vonlaust að ríkisstjórnin sópi honum undir teppið. Það er engin lausn. Fyrir einu ári voru mikil átök um tillögu um að draga aðildarumsóknina til baka. Hún náði ekki í gegn vegna andmæla og átaka innan þings og utan. Þá sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að það væri ákveðinn pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn ynni að aðild að Evrópusambandinu. Hafi það verið rétt mat hjá Bjarna fyrir ári, hvað má þá segja um nýjustu vendingu í málinu?Hvernig ómöguleiki mun þetta kallast? Líklegast hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar efnt til ófriðar, innan þings og utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn, þannig hljóðar upphaf stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Alþingi Íslendinga hefur samþykkt að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að stöðva samningaferlið meðan hún barðist um í dauðateygjunum. Núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið og tilkynnt að hún mun taka framfyrir hendur Alþingis Íslendinga og ætlar að gera samþykkt Alþingis að engu. Það er merkur og mikill viðburður í sögu þings og þjóðar. Allt er þetta sérstakt. Vitað er að stjórnarflokkarnir eru í hinum mesta vanda vegna ESB-málsins. Þeir hafa nú freistað þess að komast undan samþykkt Alþingis. Það mun varla takast. Víst er að mikillar óánægju verður vart vegna þessa. Í stað þess að boða til blaðamannafundar og standa frammi fyrir gjörðum sínum má lesa eftirfarandi á Facebook-síðu utanríkisráðherra: „Samtal hefur átt sér stað milli ESB og Íslands um stöðu Íslands sem umsóknarríkis. Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Komi til þess að hefja eigi þetta ferli að nýju telur núverandi ríkisstjórn mikilvægt að það sé ekki gert án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Á sama tíma er áhersla lögð á að styrkja framkvæmd EES-samningsins og nánara samstarf við ESB á grunni hans.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði, í samtali við Ríkisútvarpið, þegar hann var spurður um stöðu Alþingis vegna þessa máls: „Síðasta ríkisstjórn sótti um aðild að ESB og byggði það á tilmælum frá þinginu –það þing er ekki til staðar og sá meirihluti sem var að baki álitinu á sínum stað. Það er komin ný ríkisstjórn með nýja stefnu og við þurftum líka að svara ESB um hvert við vildum fara.“ Hvað sagði ráðherrann? Er þingsályktun tilmæli? Það er nýtt hugtak um vilja Alþingis. Vissulega er kominn nýr meirihluti, en hann verður að samþykkja aðra stefnu en er í gildi. Þetta er með öllu óskiljanlegt. Utanríkismálanefnd var ekki með í ráðum, ef marka má fréttir, og það undirstingur enn frekar flóttann sem ríkisstjórnin er á. Hvað sem okkur kann að þykja um hvort eigi sækja um aðild eða ekki þá hljótum við að vilja að ríkisstjórn, hver sem hún er á hverjum tíma, virði Alþingi. Það er mest um vert og grunnurinn að lýðveldinu. Ríkisstjórnin á í vök að verjast og ESB-málið er henni erfitt.Þótt vandinn sé augljós er með öllu vonlaust að ríkisstjórnin sópi honum undir teppið. Það er engin lausn. Fyrir einu ári voru mikil átök um tillögu um að draga aðildarumsóknina til baka. Hún náði ekki í gegn vegna andmæla og átaka innan þings og utan. Þá sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að það væri ákveðinn pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn ynni að aðild að Evrópusambandinu. Hafi það verið rétt mat hjá Bjarna fyrir ári, hvað má þá segja um nýjustu vendingu í málinu?Hvernig ómöguleiki mun þetta kallast? Líklegast hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar efnt til ófriðar, innan þings og utan.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun