Fastir pennar

Eftirlaun og stjórnmálamenn

Jón Kaldal skrifar

Þáttaskil urðu í gær í einhverju umdeildasta pólitíska máli seinni tíma. Fimm árum eftir að alþingismenn tóku sér með lögum mun rausnarlegri eftirlaunakjör en aðrir þjóðfélagshópar, komst loks í verk að lagfæra þann dómgreindarlausa sérhagsmunagjörning.

Fastir pennar

Gleði og gjafir

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Frelsi og fögnuður eru orðin sem hljóma í kirkjum landsins á næstu dögum í tali og tónum þegar haldið er upp á fæðingu höfundar fagnaðarerindisins. Orð sem við þyljum eða syngjum árum saman, fallega texta sem minna okkur á jól bernskunnar. En hvert er erindi fagnaðarerindisins? Frá hverju erum við frelsuð? Þegar kerfinu sem við höfum komið okkur upp í kringum þessa kenningu sleppir, hvert er þá erindið? Erum við frjáls af okkur sjálfum? Frjáls af áliti annarra, öfund, heift, tilætlunarsemi og vanþakklæti? Varla. En jólin minna okkur engu að síður á að þetta tilboð stendur enn.

Fastir pennar

Óþol gæti aukist að hátíðahaldi loknu

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Furðu vekur að fjögur af fimm stærstu sveitarfélögum landsins skuli kjósa að láta kröfur sínar á hendur einstaklingum í hendurnar á innheimtufyrirtækjum á borð við Intrum eða Momentum.

Fastir pennar

Á eða undir borði

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Krafan um opna umræðu og að upplýsingum sé miðlað á skilvirkan hátt til almennings hefur orðið æ háværari í kjölfar bankahrunsins.

Fastir pennar

Kvótinn varðaði veginn

Þorvaldur Gylfason skrifar

Kreppan á Íslandi er dýpri en í öðrum löndum, enda hafa Íslendingar einir þjóða í Vestur-Evrópu óskað eftir og fengið neyðarhjálp á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðhæfingar stjórnvalda um, að Ísland sé saklaust fórnarlamb erlendra fjármálasviptinga, eru villandi og duga ekki til að firra stjórnarvöldin ábyrgð á ítrekuðum afglöpum og yfirsjónum.

Fastir pennar

Stærra andlegt umhverfi

Jón Kaldal skrifar

Víglínan í baráttunni um afstöðu þjóðarinnar liggur nú fyrir bein og öllum sýnileg. Öðrum megin er Evrópusambandið og evran. Hinum megin óbreytt ástand og króna.

Fastir pennar

Atvinnubætur

Einar Már Jónsson skrifar

Þegar rætt er um nytsemi Evrópusambandsins vill það oft gleymast, að ofan á allt annað er það eitt hið voldugasta tæki í baráttunni gegn atvinnuleysi, og hefur gegnum tíðina stuðlað mjög að úrbótum í þeim efnum.

Fastir pennar

Engar lausnir

Sverrir Jakobsson skrifar

Ríkisstjórnin hefur lekið út andlitslyftingu um áramótin - ráðherrum verður skipt út og aðrir settir inn í staðinn. Hugsanlega mun hrókunin ná til Seðlabankans líka enda líta margir á formann bankastjórnar sem tákngerving kreppunnar.

Fastir pennar

Skortir viljann?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Annað verður ekki ráðið en heilindi hafi ríkt í samstarfi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Margvíslegar yfirlýsingar ráðherra, þingmanna og stuðningsmanna beggja flokkanna að undanförnu eru hins vegar vísbending um veikleika í samstarfinu.

Fastir pennar

Og enn sitja þau

Guðmundur Andri Thorsson. skrifar

Íslensk stjórnvöld virðast ekki treysta sér til þess að lögsækja bresku stjórnina eftir beitingu hryðjuverkalaganna gagnvart íslensku bönkunum. Málið er þæft. Það er hummað. Það er bent. Í austur og vestur?… Nei, hinir eiga að gera það, nei, þetta er ekki í mínum verkahring?…?

Fastir pennar

2009

Björn Ingi Hrafnsson. skrifar

Óhætt er að slá því nú þegar föstu að það ár sem senn gengur í garð, muni verða eitt hið erfiðasta í sögu íslensku þjóðarinnar. Áföllin sem dunið hafa yfir á þessu ári hafa verið með eindæmum og langan tíma mun taka að byggja upp nýtt Ísland. Næsta ár mun leika þar algjört lykilhlutverk.

Fastir pennar

Kalli verði svarað

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Smám saman eru afleiðingar bankahruns og fjármálakreppu á kjör almennings að verða ljósari. Atvinnuleysið eykst dag frá degi og ljóst er að atvinnulausum mun áfram fjölga verulega. Almenningur stendur frammi fyrir skattahækkunum þar sem þeir sem hæstar tekjur hafa munu ekki taka meira á sig en sem hlutfalli af tekjum nemur, útsvar hækkar, bensíngjöld og áfengi einnig, svo og allar innfluttar vörur vegna lágs gengis krónunnar og hefur þá fátt eitt verið nefnt. Fyrir liggur einnig að þetta mun leiða til verðbólgu sem skilar sér í hærri afborgunum af vísitölutryggðum lánum á sama tíma og launahækkanir verða í algeru lágmarki.

Fastir pennar

Sársaukann út strax

Þorsteinn Pálsson skrifar

Aðeins eitt kom á óvart við endurskoðun fjárlaganna; að ekki skyldi gengið lengra í aðhaldsaðgerðum. Eftir samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er stærstum hluta fjárlagavandans skotið á frest. Þetta er því aðeins byrjunin.

Fastir pennar

Sökudólgar og blórabögglar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar

Rækileg rannsókn hlýtur að fara fram á aðdraganda íslenska bankahrunsins, eins og Davíð Oddsson krafðist á Viðskiptaþingi á dögunum. Erfitt er að fela hana íslenskum mönnum vegna návígis og tengsla. Ef rannsóknin leiðir í ljós lögbrot, mistök eða stórfelld og vítavert gáleysi, ber að bregðast við samkvæmt því, höfða mál gegn lögbrjótum og víkja þeim, sem mistök gerðu eða voru sekir um gáleysi. Eftir slíka rannsókn geta kjósendur metið ábyrgð stjórnmálamanna, fremur en við æsingar síðustu vikna.

Fastir pennar

Stuðningur Norðurlanda dýrmætur

Auðunn Arnórsson skrifar

Ef og þegar til þess kemur að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu getur það reitt sig á að norrænu ESB-ríkin þrjú, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að komið verði til móts við samningsmarkmið Íslendinga, þar með talið við sérlausn í sjávarútvegsmálum sem gæti falizt í að Íslandsmið (þar sem eru staðbundnir fiskistofnar sem ekki eru sameiginlegir lögsögu neins annars lands) verði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins

Fastir pennar

Kreppur fyrr og nú

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fjármálakreppur fylgja frjálsum markaðsbúskap líkt og farsóttir fylgja mönnum. Kreppurnar hafa orðið viðráðanlegri með tímanum eftir því sem þekkingunni á eðli þeirra og afleiðingum og réttum viðbrögðum við þeim hefur farið fram, en þær eru samt ekki úr sögunni. Lítum yfir sviðið.

Fastir pennar

Stóri bróðir enn á kreiki

Einar Már Jónsson skrifar

Frjálshyggjan hefur ýmsar ásjónur og sumar kannske nokkuð óvæntar. Frá ómunatíð hafa yfirvöld reynt að njósna sem vendilegast um þegna sína, sett á stofn leyniþjónustur ýmislegar og ráðið til þeirra menn með spæjarahæfileika.

Fastir pennar

Vörumerkið Ísland

Jón Kaldal skrifar

Orðspor Íslands og Íslendinga er ekki sérlega beysið úti í heimi þessa dagana. Þetta er auðvitað vond staða. Mun verra er þó að sjálfstraust þjóðarinnar virðist vera sigið niður að sjávarmáli.

Fastir pennar

Tíminn nýtist til að undirbúa kosningar

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Slökkviliðsstarfi á vegum ríkisins er lokið að mestu og brunavaktin tekin við. Bankarnir hafa verið teknir yfir og búið að koma á gjaldeyrishöftum sem verja krónuna frekara falli í bili. Við tekur einkennilegt tómarúm þar sem algjör óvissa virðist ríkja um hvaða stefnu skuli taka til framtíðar hjá þjóðinni.

Fastir pennar

Sjávarútvegurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Umræðan um Evrópusambandsaðildina getur enn þróast í tvær áttir. Hún getur dýpkað í breitt málefnalegt mat á heildarhagsmunum. Hitt getur líka gerst að hún einfaldist í farvegi yfirborðskenndra slagorða.

Fastir pennar

Á aðventu

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Það glaðnar til í skammdeginu þegar aðventan gengur í garð. Hugvitsamlegar ljósaskreytingar sjást hvarvetna, bæði í úthverfum og miðbænum og jólalögin hljómahvar sem maður kemur. Jólabækurnar vekja áhuga og eftirvæntingu og yfirleitt uppselt á tónleika kóra og einsöngvara. Um leið og þetta er tími amstur og anna, er þetta tími tilhlökkunar, gleði og vinafunda. En einkum og sér í lagi er þetta, og á að vera, gæðatími barna og fjölskyldulífs.

Fastir pennar

Samráð í stað einangrunar

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Viðvörunarbjöllurnar gullu með vaxandi þunga í aðdraganda bankahrunsins í haust. Þar voru hagfræðingar á ferð, bæði innlendir og erlendir, og einnig stjórnmálamenn og ýmsir aðrir sem gerðu sér grein fyrir því að íslenska fjármálaundrið væri ekki undur heldur nær því að vera tálsýn.

Fastir pennar

Nýja manngildið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ekki dettur mér í hug að halda því fram að við séum öll samsek í hruninu en hitt er annað mál að samfélag okkar var sjúkt. Verðmætamatið var brenglað. Sameiginleg auðlind landsmanna sem nýtt hafði verið gegnum aldirnar af þjóðinni var afhent nokkrum fjölskyldum sem síðan tóku að rukka þá sem sjóinn vildu sækja fyrir aðgang. Þá var fjandinn laus.

Fastir pennar

Persónukjör er ekki leiðin áfram

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Persónukjör og einmenningskjördæmi virðist hávær krafa í hinu nýja Íslandi. Núverandi stjórnmálakerfi hafi brugðist, stjórnmálamennirnir og flokkarnir hafi brugðist og því verði að leita nýrra leiða til að velja stjórnmálafólk á hið háa Alþingi til að endurvekja traust á stjórnmálamönnum.

Fastir pennar

Brennandi brunabíll

Hallgrímur Helgason skrifar

Fyrir mánuði mætti ég í laugardagsmótmælin í fyrsta sinn. Við gengum frá Hlemmi niður á Austurvöll. Sturla Jónsson fór fyrir göngunni á vörubíl og Snorri Ásmundsson hrópaði í gjallarhorn af palli hans: „Vík burt ríkisstjórn! Vík burt ríkisstjórn!"

Fastir pennar

Umhugsunarefni

Þorsteinn Pálsson skrifar

Orsakir og afleiðingar bankahrunsins hafa eðlilega beint athygli manna að stjórnkerfinu og skipulagi þess. Spurningar hafa vaknað hvort annars konar stjórnskipan gæti þjónað betur markmiðum nýrra tíma.

Fastir pennar

Gaffall

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Boðið var upp á nýja sýningu í leikhúsi fáránleikans í gær þegar formaður bankastjórnar Seðlabankans lék nýjum leik í pólitískri refskák bankastjórnarinnar gegn ríkisstjórni

Fastir pennar

Stjórnarskipti? Hvernig?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Krafan um tafarlaus stjórnarskipti nú þarf ekki að valda stjórnarkreppu, nema stjórnmálaflokkarnir kjósi að framkalla slíka kreppu. Ef ríkisstjórnin segir af sér á morgun, getur forseti Íslands með samþykki þingsins skipað utanþingsstjórn, samdægurs ef því væri að skipta, og hún tæki þá strax við framkvæmdarvaldinu, þar með talið sambandið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skipun slíkrar stjórnar myndi veita svigrúm til að fresta kosningum um óákveðinn tíma, væri það talið æskilegt eins og sakir standa.

Fastir pennar

Uppsagnarbréf í pósti

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Æ fleiri safnast nú í hóp hinna atvinnulausu. Daglega berast tilkynningar um uppsagnir og samdráttarverkir gerast nú harðir í samfélaginu. Brátt fer að reyna á hversu vel samfélagsvefurinn er ofinn til að taka á móti þeim vanda. Framundan eru myrkustu mánuðir ársins, nú reynir á hina kristilegu samlíðan sem við státum okkur svo af á tyllidögum, nú reynir á þá siðmennt sem hefur verið grunnur samfélagsins frá því landið byggðist.

Fastir pennar