„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Forstjóri Össurar segir nýjan tíu prósenta toll á allan útflutning til Bandaríkjanna vera mikil vonbrigði, um sé að ræða mikilvægasta markað fyrirtækisins. Nýir lágmarkstollar á allan innflutning til Bandaríkjanna taka gildi á laugardaginn. Viðskipti innlent 3.4.2025 22:01
ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Viðskipti innlent 3.4.2025 19:50
Öll félög lækkuðu nema þrjú Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki. Viðskipti innlent 3.4.2025 16:31
36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. Viðskipti innlent 3.4.2025 11:12
Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Verndartollar á innfluttar vörur sem Bandaríkastjórn kynnti í gær hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og gerir fólk fátækara, að sögn hagfræðings og fjárfestis. Tollar skaði almennt lífskjör almennings. Viðskipti innlent 3.4.2025 10:39
Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ætla ekki að veita umsögn um frumvarp um hækkun á veiðigjaldi innan tilskilins frests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin segja ráðuneytið ekki hafa lagt mat á möguleg áhrif frumvarpsins, hafna faglegri úrvinnslu gagna og upplýstri umræðu. Viðskipti innlent 3.4.2025 09:35
Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Ragnar G. Gunnarsson er nýr formaður Félags tæknifólks en hann hefur gegnt varaformennsku félagsins undanfarin ár. Viðskipti innlent 3.4.2025 08:30
„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. Viðskipti innlent 2.4.2025 21:58
Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. Viðskipti innlent 2.4.2025 21:57
Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Sjötíu manns var sagt upp hjá Kömbum í gær og starfsfólki þess tilkynnt að fyrirtækið væri á leið í gjaldþrot. Laun voru ekki greidd út um síðustu mánaðamót. Viðskipti innlent 2.4.2025 17:22
Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Jón Haukur Baldvinsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu svæðisstjóra fyrir Ísland hjá stafrænu markaðsstofunni Ceedr. Viðskipti innlent 2.4.2025 15:06
Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, hefur ráðið Sólveigu Ásu B. Tryggvadóttur sem framkvæmdastjóra félagsins. Viðskipti innlent 2.4.2025 14:45
Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskiptamiðillinn Forbes metur auðæfi Björgólfs Thors Björgólfssonar, ríkasta Íslendingsins, á einn milljarð Bandaríkjadollara. Það gerir um 133 milljarða króna. Í fyrra var hann metinn á rúmlega tvöfalt meira, 280 milljarða króna. Viðskipti innlent 2.4.2025 14:02
Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Stjórn Ríkisútvarpsins ohf telur að RÚV enn vera of skuld sett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Þetta sé þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem leitt hafi til skuldalækkunar. Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024. Viðskipti innlent 2.4.2025 12:56
Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Stjórnir matvælaframleiðendanna Bakkavarar og Greencore hafa komist að samkomulagi um yfirtöku þess síðarnefnda á því fyrrnefnda, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga. Bakkavör er metin á um 200 milljarða króna í viðskiptunum. Viðskipti innlent 2.4.2025 11:38
Narfi frá JBT Marel til Kviku Narfi Snorrason hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka. Viðskipti innlent 2.4.2025 10:09
Milljarður í afgang í Garðabæ Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra. Bæjarstjóri segir hagræðingu sem boðuð var árið 2023 hafa borið árangur. Viðskipti innlent 1.4.2025 14:03
Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan leysi festar eftir hófsaman hagvöxt á síðasta ári, með einkaneyslu og fjárfestingu í stafni. Viðskipti innlent 1.4.2025 09:45
Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Líkurnar á því að vinna fyrsta vinning í Lottói verða minni en einn á móti milljón ef kúlum verður fjölgað um þrjár eins og Íslensk getspá hefur óskað eftir. Hærra hlutfall af vinningum í Lottói á einnig að renna til þeirra sem eru með allar aðaltölur réttar. Viðskipti innlent 1.4.2025 09:06
Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Árið 2024 var besta rekstrarár frá opnun tónlistarhússins Hörpu. Aldrei hafa jafn margir miðar selst á viðburði. Aðalfundur Hörpu fór fram í dag þar sem uppgjör félagsins var kynnt auk ársskýrslu. Viðskipti innlent 31.3.2025 22:12
Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Hann segir slíkar aðgerðir skila hallalausum ríkissjóði fyrr en áður hafði verið áætlað. Þá á að sækja auknar tekjur í veiðigjald, aðgangstýringargjald og bifreiðagjald. Viðskipti innlent 31.3.2025 12:43
Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um að stöðva þvottahússhluta ræstingafyrirtækisins Hreint ehf. í Kópavogi. Fyrirtækið má því áfram starfa um sinn án þess að hafa sótt um starfsleyfi. Viðskipti innlent 31.3.2025 11:51
Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Útflutningsverðmæti allra fiskeldistegunda jókst um 17 prósent á milli ára og var 53,8 milljarðar króna árið 2024. Þar af var verðmæti laxaafurða um 47,7 milljarðar króna. Viðskipti innlent 31.3.2025 10:48
Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi sjóbaðanna í Hvammsvík í Hvalfirði, hefur látið ráðast í smíði átta ný húsa við Hvammsvík sem hugsuð eru sem gistiaðstaða fyrir ferðamenn. Húsin bætast við þau fjögur gistihús sem fyrir eru á svæðinu en nýju húsin verða nokkuð smærri. Viðskipti innlent 31.3.2025 06:13