Skoðun

Á­skorun til atvinnuvegaráðherra

Björn Ólafsson skrifar

Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum.

Skoðun

Skattahækkanir, mið­stýring og ESB-þráhyggja

Anton Guðmundsson skrifar

Eitt helsta einkenni núverandi ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur er sterk tilhneiging til miðstýringar. Það er áhyggjuefni hvernig ríkisafskipti eru að aukast á mörgum sviðum án þess að nægur sveigjanleiki sé til staðar fyrir frumkvæði í atvinnulífinu og einkarekstri. Sósíaldemókratísk stefna leggur of oft áherslu á lausnir þar sem ríkið á að sjá um allt, frekar en að skapa skilyrði fyrir heilbrigða samkeppni og sjálfbærar lausnir.

Skoðun

Sér­lög til verndar inn­flytj­endum?

Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar

Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni. Málið er í sjálfu sér afar einfalt. Það mál sem borið hefur hæðst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi Atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil.

Skoðun

Höldum yngri þing­mönnum að­skildum frá hinum eldri !

Júlíus Valsson skrifar

Allir þeir sem setið hafa inni á Litla-Hrauni þekkja vel þann raunveruleika, sem þar blasir við nýjum vistmönnum. Eins og í öðrum fangelsum fá menn fljótlega verklega kennslu í þeim lögmálum sem þar gilda og þeim aðferðum sem menn kunna og beita. Yngri fangar læra af hinum eldri og forhertu. Gildir þar engu hvort menn hafa áhuga á að kynna sér bankarán, fjár- og umboðssvik eða bara venjuleg rán, dópsmygl og þess háttar föndur.

Skoðun

Hvammsvirkjun – frum­hlaup og gullhúðun

Mörður Árnason skrifar

Það besta við Hvammsvirkjunarfrumvarpið er að þar er ekki minnst á Hvammsvirkjun. Þetta eru ekki sérlög um tiltekna virkjunarframkvæmd eins og tíðkaðist á síðustu öld, áður en við eignuðumst umhverfislöggjöf og rammaáætlun.

Skoðun

Geðræni sjúk­dómurinn sem gleymist að tala um

Stefán Guðbrandsson skrifar

Mig langar að ræða stuttlega um geðrofssjúkdóma, eða geðklofa (schizophrenia). Þessum hópi vantar sárlega rödd í samfélaginu því einstaklingar verða oft undir og jafnvel fyrir miklu ofbeldi og valdníðslu.

Skoðun

Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum

Heimir Már Pétursson skrifar

Undanfarnar vikur höfum við orðið vör við hjákátlegt jarm og á köflum hljóð sem minna á væl og öskur út úr hrútakofa biturra manna sem kunna tungu sinni ekki forráð vegna þeirra miklu vonbrigða sem þeir urðu fyrir að afloknum síðustu alþingiskosningum. Þar fór Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta skipti í sögunni undir tuttugu prósent í fylgi, ásamt Framsóknarflokknum sem slefaði ekki átta prósentin, einnig í sögulega litlu fylgi í 108 ára sögu þeirrar gömlu samvinnuhreyfingar.

Skoðun

Verður dánaraðstoð leyfð í Dan­mörku í náinni fram­tíð?

Bjarni Jónsson skrifar

Árið 2023 skipaði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tíu manna nefnd til að móta lagalegan grunn fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar í Danmörku. Nefndin kallaðist Udvalget for en mere værdig død eða Nefnd um virðulegra andlát. Hún var skipuð samkvæmt eftirfarandi viðmiðum:

Skoðun

Flug­völlur okkar allra!

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára.Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert.

Skoðun

Svar við rang­færslum Fé­lags at­vinnu­rek­enda um tolla­mál

Erna Bjarnadóttir skrifar

Fyrr í dag birtist grein á heimasíðu Félags atvinnurekenda (FA) þar sem fjallað er um tollflokkun pizza osts. Nú eins og oft áður byggir umfjöllun FA á rangfærslum þar sem ítarleg grein er gerð fyrir sjónarmiðum félagsins en horft framhjá staðreyndum málsins sem liggja þó fyrir opinberlega enda hefur Danól ehf., félagsmaður FA, tapað dómsmálum fyrir héraðsdómi og Landsrétti en heldur samt áfram að þrýsta á stjórnvöld um að breyta tollflokkun pizzaosts í andstöðu við niðurstöður íslenskra dómstóla. Verður nú rakið enn og aftur hverjar staðreyndir málsins eru enda verður þeim ekki breytt.

Skoðun

Við þurfum að ræða um Evrópu­sam­bandið

Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Ríkisstjórnin er búin að setja aðild að Evrópusambandinu (ESB) á dagskrá og leggur til að þjóðin fái að kjósa um hvort að taka eigi upp og ljúka samningaviðræðum Íslands við ESB og því mikilvægt að sem flestir byrji að kynna sér kosti og galla við inngöngu Íslands í ESB.

Skoðun

Sann­leikurinn um undir­búning útlendingafrumvarpsins

Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt.

Skoðun

Hvernig bætum við staf­ræna um­gjörð heil­brigðis­kerfisins?

Arna Harðardóttir skrifar

Á UT-Messunni héldum við Finnur Pálmi Magnússon hjá dala.care erindi um valdeflingu einstaklinginsins í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Ísland er í lykilstöðu til að vera leiðandi í heilbrigðistækni og stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins. Þörf er á því að setja heildstæða stefnu í málaflokknum, fjárfesta í innviðum og taka næsta skref fyrir heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar.  

Skoðun

Þegar raun­veru­leikinn er for­ritaður

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sérhver skák fylgir sínum reglum, sérhvert taflborð hefur sín takmörk, og sérhver leikmaður ræður sínum leik. En hvað gerist þegar leikmennirnir hætta að stýra ferðinni og verða sjálft taflborðið? Þegar ekki er lengur spilað við þig heldur spilað með þig?

Skoðun

Hvernig byggjum við fram­tíð mat­væla­iðnaðar á Ís­landi?

Oddur Már Gunnarsson og Salvör Jónsdóttir skrifa

Rannsóknir og nýsköpun eru nauðsynlegar til að takast á við breytingar og efla íslenskan matvælaiðnað. Til þess þarf mannauð, samstarf, samnýtingu aðstöðu, tækja og búnaðar og fjármagn. Þetta þarf að spila saman. Þörfin er mikil og samkeppnin er mikil við aðrar greinar atvinnulífs og þjónustu.

Skoðun

Valentínus

Árni Már Jensson skrifar

Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú.

Skoðun

Kolbikasvört staða

María Rut Kristinsdóttir skrifar

Á vakt síðustu ríkisstjórnar jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 miljjarða samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Verst er staðan á þjóðvegum landsins en þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld á bilinu 265-290 milljaðar króna.

Skoðun

Fag­legt og já­kvætt sér­fræði­á­lit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal

Edda Sif Pind Aradóttir skrifar

Í dag lagði Skipulagsstofnun fram álit sitt á umhverfismati Coda Terminal sem Carbfix áætlar að byggja í Straumsvík og á nærliggjandi iðnaðarsvæði. Það er ánægjulegur áfangi fyrir Carbfix og möguleika þess að koma á fót nýrri umfangsmikilli útflutningsgrein fyrir Ísland. Með sérfræðiálitinu er kominn nýr grundvöllur til þess að ræða áætluð áhrif verkefnisins á umhverfi og þær leiðir sem lagt er til að fara í starfseminni til að hámarka þau jákvæðu og lágmarka þau neikvæðu. Í heildina er mikill samhljómur milli álits Skipulagsstofnunar og áætlana Carbfix um víðtæka vöktun sem fyrirtækið hefur lagt fram sem mótvægisaðgerð.

Skoðun

Ekkert um okkur án okkar

Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum.

Skoðun

One way Ticket á Litla-Hraun í fram­tíðinni!

Davíð Bergmann skrifar

Kannski orðið tímabært að koma með nýja nálgun. Dettur í hug prógramm eins og YOT „youth offending team“, learning by doing. Annars erum við að búa til uppskrift að því sem Svíarnir eru að díla við í dag eftir nokkur ár. Eins ætla ég að koma með hugmynd sem er ekki mín uppfinning heldur sá ég hana í Danmörku 1995 þegar lögreglumenn voru með svona gaura í tilsjón. PUK (politest ungdomsklub)

Skoðun

Rauð­sokkur í Efra-Breiðholti

Edith Oddsteinsdóttir skrifar

Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi.

Skoðun

Jafningja­fræðsla um staf­rænt of­beldi

Hjalti Ómar Ágústsson skrifar

„Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis.

Skoðun

Hug­takinu al­manna­heill snúið á haus

Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson og Sigþrúður Jónsdóttir skrifa

Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns.

Skoðun

Fag­legt val í stjórnir ríkis­fyrir­tækja

Daði Már Kristófersson skrifar

Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis.

Skoðun

Ég stend með kennurum

Ögmundur Jónasson skrifar

Menntamálaráðherra var sagður hafa látið þau orð falla að launagreiðendum bæri að koma betur til móts við kennara. Á Alþingi varð við þessar fréttir mikið írafár og spurði stjórnarandstaðan sameinuð hverju sú ósvífni sætti að ráðherra blandaði sér í kjaradeiluna.

Skoðun