„Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Andrea Fanney Jónsdóttir textílhönnuður og klæðskerameistari opnaði síðustu helgi listasýninguna För þar sem öll prjónaverkin eru innblásin af fuglalífi borgarinnar. Sýningin er hluti af Prjónavetri í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi og er sú fyrsta í röð stuttra sýninga og viðburða veturinn 2024 til 25, þar sem ljósi er varpað á prjónahönnun og stöðu íslensks prjónaiðnaðar. Lífið 21.11.2024 09:02
Dularfull tíst Dylans vekja furðu Bandaríski tónlistarmaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan er skyndilega orðinn virkur á samfélagsmiðlinum X, nú þegar hann er 83 ára gamall. Lífið 20.11.2024 20:01
Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Robert Zemeckis, leikstjóri Forrest Gump og Back to the Future þríleiksins, segist opinn fyrir því að skjóta bíómyndir á Íslandi. Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur á síðustu árum þar sem áherslan hefur færst yfir á framleiðslu sjónvarpsefnis á kostnað bíómynda. Lífið 20.11.2024 12:02
Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Heiðdís Rós Reynisdóttir, athafnakona og förðunarfræðingur, er komin á fast. Hún hefur fundið ástina í örmum bílasalans Med Laameri. Lífið 19.11.2024 16:02
Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Erna Mist Yamagata listakona og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hafa fest kaup á 134 fermetra hæð í Vesturbæ Reykjavíkur. Parið greiddi 126,9 milljónir fyrir eignina. Lífið 19.11.2024 14:55
Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur „Við erum með marga stóra erlenda gesti og það hefur aldrei verið svona mikið af stórum nöfnum. Það er margt að sjá og erfitt að velja hvað stendur upp úr,“ segir rithöfundurinn Ragnar Jónasson í samtali við blaðamann en hann og Yrsa Sigurðardóttir eru forsprakkar bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir sem hefst með pompi og prakt í Reykjavík í kvöld. Menning 19.11.2024 14:33
Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin fagnaði 25 ára afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi og bauð til heljarinnar veislu á Hótel Geysi. Kærasta Arons, Erna María Björnsdóttir flugfreyja, birti myndir af herlegheitunum á Instagram-síðu sinni. Lífið 19.11.2024 14:03
Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Fischersunds systkinin Jónsi, Inga, Lilja og Sigurrós Birgisbörn standa fyrir glæsilegri listasýningu í Norræna safninu í Seattle, Bandaríkjunum um þessar mundir. Gestum er boðið í ferðalag lyktar, hljóðs og listsköpunar á þessari fyrstu safnasýningu þeirra sem opnaði með glæsibrag samhliða tónleikum Jónsa, sem er hvað þekktastur sem söngvari sveitarinnar Sigur Rós, ásamt Sin Fang og Kjartani Holm. Lífið 19.11.2024 13:01
Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti „Ég var meira jólabarn þegar ég var barn. Nú á ég tvö börn og þá snúast jólin eiginlega bara um þau,“ segir tónlistarmaðurinn og Eurovision stjarnan Daði Freyr. Daði virðist þó kominn í jólagírinn þar sem hann var að senda frá sér nokkrar jólaábreiður og stendur fyrir jólatónleikum í Gamla bíói í desember. Samhliða því stefnir fjölskyldan á að flytja aftur til Íslands. Tónlist 19.11.2024 11:03
Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Stöð 2 og Vísi en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna. Jól 19.11.2024 08:17
Ilmaðu eins og frambjóðendur Góður ilmur spilar stórt hlutverk í lífi margra og er stundum sagt að ilmur geti sagt mikið til um persónuleika okkar. Þegar við finnum ilm sem við erum ánægð með, eigum við það til að nota hann árum saman. Frambjóðendur til Alþingiskosninga 2024 eru þar engin undantekning. Hér að neðan má sjá hvaða ilmi nokkrar af þeim konum sem eru í framboði nota. Lífið 19.11.2024 07:00
Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Bresk-ástralska leikkonan Miriam Margoyles segist hafa afþakkað boð um að leika í nýjum þáttum Marvel af því hún nennti ekki til Bandaríkjanna. Hún vildi milljón Bandaríkjadala, bauðst hálf og gekk frá borðinu. Lífið 18.11.2024 23:43
„Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Það má með sanni segja að fyrsti þátturinn af Bannað að hlæja á Stöð 2 hafi vakið mikla athygli en serían hóf göngu sína á föstudagskvöldið. Lífið 18.11.2024 21:03
Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Frumkvöðullinn og listamaðurinn Haraldur Þorleifsson býr í einstaklega fallegri og listrænni þakíbúð í miðbæ Reykjavíkur. Lífið 18.11.2024 20:00
GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Strákarnir Í GameTíví ætla að feta ótroðnar slóðir í kvöld. Þá munu þeir virða fyrir sér nýjustu uppfærslu Warzone, eftir að leikurinn var samtvinnaður Black Ops 6. Leikjavísir 18.11.2024 19:30
Ungfrú Danmörk fegurst allra Hin 21 árs gamla Victoria Kjær Theilvig frá Danmörku stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú alheimur 2024 (e. Miss Universe) sem fór fram í Mexíkóborg síðastliðið laugardagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Danmörk vinnur titilinn. Lífið 18.11.2024 16:01
Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Skipuleggjendur tónleika rafdúósins í Joy anonymous sem komu fram með vinum í Hvalasafninu á laugardagskvöld segjast enga stjórn hafa haft á orðrómi þess efnis að breski plötusnúðurinn Fred again myndi koma fram á tónleikunum. Dæmi er um að miðar á tónleikana hafi gengið kaupum og sölum fyrir tugi þúsunda en plötusnúðurinn var í salnum án þess þó að fara upp á svið. Tónlist 18.11.2024 15:15
Lára og Jens verða mamma og pabbi Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman verða foreldrar árið 2025. Þetta tilkynna þau í einlægri Instagram færslu. Lífið 18.11.2024 14:40
Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Fullt var út úr húsi Eldhúspartýi FM957 sem fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar kom fram rjómi tónlistarfólks á Íslandi í brjálaðri stemningu í eftirsóttasta partýi ársins. Lífið 18.11.2024 14:02
52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Embla Bachmann er átján ára og gaf út sína fyrstu bók í fyrra, Stelpur stranglega bannaðar. Hún var í kjölfarið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu. Bók númer tvö kom út fyrir nokkrum vikum og um svipað leyti kom út frumraun annars höfunds. Sá er 52 árum eldri en Embla og er engin önnur en amma hennar. Menning 18.11.2024 12:32
Annar bakaradrengur kominn í heiminn Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og kondítor, betur þekktur sem Gulli bakari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardóttir, eignuðust dreng þann 15. nóvember síðastliðinn. Fyrir eiga þau soninn Arnar Inga sem fæddist í apríl 2023. Lífið 18.11.2024 11:04
Bókadómur: Þörf bók um missi Barnabókin Héraholan er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Bókin tekur á missi og sorg. Hér skrifar Díana Sjöfn Jóhannsdóttir um bókina. Lífið samstarf 18.11.2024 10:52
Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Nístandi kuldi og tímamót einkenndu liðna viku. Stjörnur landsins gerðu sér dagamun og skemmtu sér meðal annars á tónleikum, í afmælum eða áttu notaleg stund í faðmi fjölskyldu og vina. Lífið 18.11.2024 10:36
Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. Lífið 18.11.2024 10:28