Fréttir

Grímur undir feldi

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Innlent

Sjálf­stæðis­flokkurinn skuldi kjós­endum skýringar

Ólafur Adolfsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir Sjálfstæðisflokkinn skulda kjósendum sínum skýringar. Það hafi verið röng ákvörðun að halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu. Í flokknum sé verið að skipta út fólki því kjósendur vilji nýjar áherslur.

Innlent

„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana

Skiptar skoðanir voru á svokallaðri „frægðarvæðingu“ í komandi Alþingiskosningum í Pallborðinu í gær. Þingmaður Samfylkingarinnar sýnir þróuninni skilning en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki góða þróun að stjórnmálaflokkur geti verið eins og hilluvara fyrir frægt fólk. 

Innlent

Tví­skipt veður á landinu

Lægð sem stödd er norðaustur af landinu veldur allhvassri eða hvassri norðvestanátt á norðaustan- og austanverðu landinu í dag og mun þar snjóa með vindinum. Akstursskilyrði geta því verið erfið á þessum slóðum, sérstaklega á fjallvegum og er ferðalöngum bent á að kanna aðstæður hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.

Veður

„Hræsnin á sér engin tak­mörk“

Elva Hrönn Hjartardóttir, sem tapaði formannsslag VR í fyrra fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, furðar sig á ákvörðun hans að halda áfram sem formaður á meðan hann fer í framboð fyrir Flokk fólksins. Hún telur siðlaust að halda því fram að framboðið hafi ekki áhrif á stöðu hans sem formanns.

Innlent

Jakob og Tómas einu odd­vitar Flokks fólksins sem detta út

Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins.

Innlent

Vill Sól­veigu á lista

Sósíalistar ætla að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og kynna þá á félagsfundum á næstu dögum. Oddviti flokksins segir reynslu í borginni nýtast sér í komandi baráttu. Hún vill formann Eflingar á lista. 

Innlent

Grinda­vík eins og „Tsjernobyl án kommún­isma“

Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði.

Innlent

„Stjórnmálaferill minn var víst stuttur“

Jasmina Vajzović Crnac, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sem sóttist eftir oddvitasæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi segir að sér hafi verið hafnað af uppstillingarnefnd. Höfnunin hafi byggst á fjölbreytileikasjónarmiði.

Innlent

Stefán hélt starfinu með naumindum

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að endurráða Stefán Eiríksson í stöðu útvarpsstjóra til fimm ára. Fimm stjórnarmeðlimir RÚV greiddu atkvæði með því að bjóða Stefáni endurráðningarsamning en fjórir vildu auglýsa stöðuna. 

Innlent

Ný könnun, frægir á þing og Ís­lands­met í aug­sýn

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vill þjóðin sjá formenn flokka sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn leiða þá næstu. Við förum yfir glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þau sem flestir vilja sjá í embættinu – og fæstir.

Innlent

Ó­venju­leg aukin virkni við Geysi

Óvenjuleg aukning á hveravirkni hefur orðið á Geysissvæðinu í Haukadag síðan á laugardag. Engar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar sem gætu útskýrt þessa virkni. 

Innlent

Alma og Guð­mundur Ari leiða í Kraganum

Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, mun skipa annað sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller verður í því fyrsta og Þórunn Sveinbjarnardóttir í því þriðja. Markmið Guðmundar er að ná sama árangri á landsvísu og hann náði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 á Seltjarnarnesi, fjörutíu prósent atkvæða.

Innlent

Leitað að sex ung­mennum um helgina og eitt enn týnt

Lögreglu bárust sjö leitarbeiðnir vegna sex týndra ungmenna undir átján ára aldri um helgina. Tvö þeirra höfðu strokið að heiman eftir að hafa verið keyrð heim af Stuðlum í kjölfar brunans þar um helgina, annars vegar fimmtán ára piltur sem kom í leitirnar fyrr í dag eftir að hafa verið týndur í tvo sólarhringa og hins vegar unglingur á svipuðum aldri sem enn er leitað.

Innlent

„Hefði kannski verið heppi­legra að allt væri komið“

Formaður Grindavíkurnefndar segir nefndina hafa lagt áherslu á að setja upp aðvörunarskilti inni í bænum. Hann tekur ekki nema að litlu leyti undir gagnrýni lögreglustjóra um skort á upplýsingagjöf en ugglaust hefði verið heppilegra að komin væru skilti fyrir utan bæinn.

Innlent