Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. febrúar 2025 20:06 Knútur og Helena, eigendur Friðheima, sem þurfa að borga vel yfir 10 milljónir króna á hverjum mánuði vegna raflýsingar í gróðurhúsunum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjón með garðyrkjustöð í Uppsveitum Árnessýslu þurfa að greiða vel yfir tíu milljónir króna á mánuði vegna rafmagns í gróðurhúsum sínum. Þau óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu hætta að rækta íslenskt grænmeti vegna háa raforkuverðsins, sem sé að sliga bændur. Á Friðheimum í Reykholti í Bláskógabyggð eru þau Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn með myndarlega ylræktarstöð þar sem þau rækta tómata, gúrkur og fleira íslenskt grænmeti, auk þess að taka á móti ferðamönnum í gróðurhúsinu. Rafmagnsreikningurinn hjá garðyrkjubændum, sem stunda ylrækt hækkað um 25% um síðustu áramót. „Rafmagnsmálin eru náttúrulega í grafalvarlegir stöðu og við erum einhvern vegin komin með ótrúlegan veruleika á Íslandi þar sem að orkan, rafmagnið, sem við héldum og höfum alltaf reiknað með að yrði á sanngjörnu verði. Rafmagnsverð á Íslandi er bara að nálgast það verð, sem er í Evrópu því það hafa orðið svo miklar hækkanir á okkur núna síðustu árin og sérstaklega núna um áramótin þegar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hækkað um 25 prósent,” segir Knútur. Það þýðir að nú þurfa eigendur Friðheima að borga rúmlega 10 milljónir króna í rafmagnsreikning um hver mánaðarmót. Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson En heldur Knútur að einhverjir muni hætta eða gefast upp? „Ef að ekki verður breyting þarna og lagfæring þá mun það gerast, það er alveg ljóst,” segir Knútur og bætir við. Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi á Friðheimum, sem óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu gefast upp vegna háa raforkuverðsins, sem er að sliga marga þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Íslensk garðyrkja er náttúrulega atvinnugrein, sem við eigum að vera stolt af og við erum að nýta okkar grænu orku og við erum að nýta okkar náttúruauðlindar til þess að búa til hollan og góðan mat fyrir okkur sjálf og það er ótrúlegt ef svona pólitískt umhverfi í kringum rafmagnsmálin á Íslandi ætli að fara að ýta þessari atvinnugrein út af markaði.” En á Knútur einhver skilaboð til nýrrar ríkisstjórnar? „Já, koma bara strax til verka því það skiptir gríðarlega miklu máli að bregðast hratt við því að þetta er allt að gerast núna. Við fengum á okkur risa hækkun núna 1. janúar, þannig að þarf að bregðast hratt við.” Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Orkumál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Á Friðheimum í Reykholti í Bláskógabyggð eru þau Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn með myndarlega ylræktarstöð þar sem þau rækta tómata, gúrkur og fleira íslenskt grænmeti, auk þess að taka á móti ferðamönnum í gróðurhúsinu. Rafmagnsreikningurinn hjá garðyrkjubændum, sem stunda ylrækt hækkað um 25% um síðustu áramót. „Rafmagnsmálin eru náttúrulega í grafalvarlegir stöðu og við erum einhvern vegin komin með ótrúlegan veruleika á Íslandi þar sem að orkan, rafmagnið, sem við héldum og höfum alltaf reiknað með að yrði á sanngjörnu verði. Rafmagnsverð á Íslandi er bara að nálgast það verð, sem er í Evrópu því það hafa orðið svo miklar hækkanir á okkur núna síðustu árin og sérstaklega núna um áramótin þegar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hækkað um 25 prósent,” segir Knútur. Það þýðir að nú þurfa eigendur Friðheima að borga rúmlega 10 milljónir króna í rafmagnsreikning um hver mánaðarmót. Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson En heldur Knútur að einhverjir muni hætta eða gefast upp? „Ef að ekki verður breyting þarna og lagfæring þá mun það gerast, það er alveg ljóst,” segir Knútur og bætir við. Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi á Friðheimum, sem óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu gefast upp vegna háa raforkuverðsins, sem er að sliga marga þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Íslensk garðyrkja er náttúrulega atvinnugrein, sem við eigum að vera stolt af og við erum að nýta okkar grænu orku og við erum að nýta okkar náttúruauðlindar til þess að búa til hollan og góðan mat fyrir okkur sjálf og það er ótrúlegt ef svona pólitískt umhverfi í kringum rafmagnsmálin á Íslandi ætli að fara að ýta þessari atvinnugrein út af markaði.” En á Knútur einhver skilaboð til nýrrar ríkisstjórnar? „Já, koma bara strax til verka því það skiptir gríðarlega miklu máli að bregðast hratt við því að þetta er allt að gerast núna. Við fengum á okkur risa hækkun núna 1. janúar, þannig að þarf að bregðast hratt við.” Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Orkumál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira