Fréttir

Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni

Samkeppniseftirlitið hefur fyrirskipað afurðastöðvum að stöðva fyrirhugaða samruna á grundvelli búvörulaga. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin skýrt dæmi um sérhagsmunagæslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við forstjóra Samkeppniseftirlitsins í beinni.

Innlent

Málglaðasti þing­maðurinn talaði í þrjá og hálfan sólar­hring

Þingmenn Pírata vörðu langmestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Þingmenn Framsóknarflokksins vörðu hins vegar minnstum tíma í ræðustól Alþingis að meðaltali. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er málglaðasti þingmaðurinn á Alþingi, ef tekið er mið af þeim tíma sem hann varði í pontu Alþingis á kjörtímabilinu. 

Innlent

Eftir­litið skipar afurðastöðvum að stöðva að­gerðir tafar­laust

Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga.

Innlent

Ó­lík­legt að gjósi í nóvember

Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja ólíklegt að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember. Vísbendingar um að hægt hafi á landrisi gætu verið tilkomnar vegna geimveðurs.

Innlent

Sau­tján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir sam­þykktar

Alls voru 17 lagafrumvörp og tvær þingsályktanir samþykktar á Alþingi á nýliðnum þingvetri sem hófst 10. september og lauk í gær. Það er ekki nema lítið brot af þeim málum sem lágu fyrir þinginu, en alls lágu fyrir 151 frumvörp og 111 þingsályktunartillögur. Þingfundadagar voru hins vegar aðeins 23 enda var stjórnarsamstarfi slitið og boðað til kosninga fyrr en gert var ráð fyrir. Alls voru 337 þingmál til meðferðar hjá Alþingi og prentuð þingskjöl 416.

Innlent

Auka öryggið á Bland.is vegna svika­hrappa

Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum.

Innlent

Minnis­blað þvert á niður­stöðu dómsins

Í minnisblaði skrifstofu Alþingis til sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að breytingar atvinnuveganefndar á frumvarpi um búvörulög hafi ekki gengið gegn stjórnarskrá. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að gagnstæðri niðurstöðu í gær.

Innlent

Þúsund dagar af grimmd og eyði­leggingu

Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa.

Erlent

Kosningafundur um jafn­réttis­mál

Kvennaár 2025 boðar til opins kosningafundar um jafnréttismál með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og stendur yfir til klukkan hálftvö.

Innlent

Mál hjúkrunar­fræðingsins tekið fyrir á ný í dag

Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði.

Innlent

Ung­lingar í al­var­legum vanda fá nýtt hús­næði

Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Innlent

Á­fram köld og norð­læg átt

Hæð yfir Grænlandi og lægð við vesturströnd Noregs beina áfram til okkar kaldri norðlægri átt, víða átta til fimmtán metra á sekúndu, og éljum. Lengst af verður þurrt og bjart sunnantil á landinu.

Veður