Fréttir Bjarni leiðir og Bjarkey kemur ný inn Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kynntu nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar í dag. Ráðherrastóladans verður dansaður á Bessastöðum í kvöld. Innlent 9.4.2024 12:26 Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. Innlent 9.4.2024 12:22 Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. Innlent 9.4.2024 12:01 Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. Innlent 9.4.2024 11:53 Ný ríkisstjórn í burðarliðnum Myndun nýrrar ríkisstjórnar verður fyrirferðarmesta málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innlent 9.4.2024 11:40 Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. Innlent 9.4.2024 11:32 Réttarhöld í Panamaskjalamáli hafin Eigendur lögmannsstofunnar Mossack Fonseca eru á meðal 27 sakborninga sem svara til saka fyrir peningaþvætti sem tengist Panamaskjölunum alræmdu í réttarhöldum sem hófust í Panama í dag. Panamaskjölin felldu meðal annars ríkisstjórn Íslands eftir að þeim var lekið frá lögmannsstofunni. Erlent 9.4.2024 11:23 Kennir ráðherrum siðareglurnar áður en hún hættir Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra. Handbókin var samin af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins og í samvinnu við ráðuneytið. Í handbókinni eru settar fram skýringar á siðareglum ráðherra ásamt raunhæfum dæmum um túlkun þeirra. Innlent 9.4.2024 11:03 Fjármálaráðherraflakkið minni á Tinder-sambönd Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir fólk vera í lengri samböndum á stefnumótaforritinu Tinder en í stól fjármálaráðherra. Hún fullyrðir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verði þriðji fjármálaráðherrann á hálfu ári. Innlent 9.4.2024 10:56 Aðgerðaleysi í loftslagsmálum talið mannréttindabrot Mannréttindadómstóll Evrópu telur að svissnesk stjórnvöld hafi brotið mannréttindi eldri kvenna með aðgerðaleysi sínu í loftslagsmálum. Tveimur öðrum áþekkum málum var aftur á móti vísað frá dómi. Erlent 9.4.2024 10:17 Bein útsending: Skóli nútíðar — vegvísir til framtíðar Áherslur og afstaða kennara, stjórnenda og skólafólks til kennslu og skólastarfs verður í fyrirrúmi á ráðstefnu Kennarasambandsins sem fer fram í Hörpu í dag. Innlent 9.4.2024 09:00 Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. Erlent 9.4.2024 08:59 Vaktin: Ný ríkisstjórn tekur við í kvöld Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu nýja ríkisstjórn og áherslumál hennar á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Innlent 9.4.2024 08:40 Nokkrar klukkustundir í tilkynningu Líklegt er að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir nokkrar klukkustundir, um hádegisbil. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður þingflokks, vildi ekki staðfesta það sem kemur fram í Morgunblaðinu um ráðherraskipti í Bítinu en sagði styttast í tilkynningu frá formönnum. Innlent 9.4.2024 08:38 Vill að verklag við varðveislu myndefnis á Hrauninu verði skoðað Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til Fangelsisins á Litla-Hrauni að skoða hvort ástæða sé til að koma á formlegu verklagi um varðveislu efnis úr öryggismyndavélum. Innlent 9.4.2024 08:26 Óvissuástandi aflýst fyrir norðan og austan Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflýst á Austfjörðum og Norðurlandi. Innlent 9.4.2024 08:22 Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. Erlent 9.4.2024 08:00 Flettu ofan af launamun kynja á Barnaspítalanum Þrír barnalæknar á Landspítalanum flettu ofan af kynbundnum launamun á Barnaspítalanum. Karllæknar hafi fengið fleiri viðbótarþætti metna til launa. Laun kvennanna hafa verið leiðrétt og þeim bættur skaðinn afturvirkt. Dæmi séu um að fleiri konur hafi fengið launaleiðréttingu. Innlent 9.4.2024 08:00 Cameron fundar með Trump í Flórída David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, mun funda með Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Erlent 9.4.2024 07:23 Skýjað að mestu en úrkoma eða rigning sunnantil Grunn lægð lónar úti fyrir suðausturströndinni og fylgir henni dálítil úrkoma á sunnanverðu landinu, ýmist snjókoma eða rigning. Veður 9.4.2024 07:14 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. Innlent 9.4.2024 07:00 Lýsing næturvarðar á árás bjórsala og foreldra hans skipti sköpum Maður var á dögunum sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan hótel um nótt árið 2021. Dómurinn frestaði ákvörðun um refsingu mannsins vegna ungs aldurs hans og hversu lengi það tók að fá niðurstöðu í það. Innlent 9.4.2024 07:00 Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. Erlent 9.4.2024 06:55 Máttu ekki útiloka Jóhann úr landsliðinu ótímabundið Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hafi verið óheimilt að vísa Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðinu í hestaíþróttum. Innlent 9.4.2024 06:49 „Það er svo margt sem breyttist í lífi Grindvíkingsins“ Félagsráðgjafi í Grindavík segir áríðandi að tekið sé vel utan um Grindvíkinga. Það sé ekki nóg að byggja varnargarða um bæinn, heldur þurfi að verja fólkið líka. Hún segir marga í slæmri stöðu og að húsnæðisöryggi sé grunnurinn að því að tryggja fólki stöðugleika svo unnt sé að vinna betur að öðrum þáttum. Tryggja þurfi öllum nauðsynlegan stuðning. Innlent 9.4.2024 06:47 Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. Innlent 9.4.2024 06:17 Yfirlæti forsetaframbjóðenda fer í taugarnar á Ragnari Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á þeim mikla fjölda frambjóðenda til embættis forseta sem borist hafa undanfarna mánuði. Hann segir það vera forréttindi að í landinu okkar geti nánast hver sem er gefið kost á sér án of þröngra skilyrða. Innlent 8.4.2024 23:41 Fólk leggi of oft eins og Tjokkó Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. Innlent 8.4.2024 22:44 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. Innlent 8.4.2024 22:33 Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. Innlent 8.4.2024 21:12 « ‹ 292 293 294 295 296 297 298 299 300 … 334 ›
Bjarni leiðir og Bjarkey kemur ný inn Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kynntu nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar í dag. Ráðherrastóladans verður dansaður á Bessastöðum í kvöld. Innlent 9.4.2024 12:26
Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. Innlent 9.4.2024 12:22
Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. Innlent 9.4.2024 12:01
Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. Innlent 9.4.2024 11:53
Ný ríkisstjórn í burðarliðnum Myndun nýrrar ríkisstjórnar verður fyrirferðarmesta málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innlent 9.4.2024 11:40
Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. Innlent 9.4.2024 11:32
Réttarhöld í Panamaskjalamáli hafin Eigendur lögmannsstofunnar Mossack Fonseca eru á meðal 27 sakborninga sem svara til saka fyrir peningaþvætti sem tengist Panamaskjölunum alræmdu í réttarhöldum sem hófust í Panama í dag. Panamaskjölin felldu meðal annars ríkisstjórn Íslands eftir að þeim var lekið frá lögmannsstofunni. Erlent 9.4.2024 11:23
Kennir ráðherrum siðareglurnar áður en hún hættir Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra. Handbókin var samin af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins og í samvinnu við ráðuneytið. Í handbókinni eru settar fram skýringar á siðareglum ráðherra ásamt raunhæfum dæmum um túlkun þeirra. Innlent 9.4.2024 11:03
Fjármálaráðherraflakkið minni á Tinder-sambönd Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir fólk vera í lengri samböndum á stefnumótaforritinu Tinder en í stól fjármálaráðherra. Hún fullyrðir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verði þriðji fjármálaráðherrann á hálfu ári. Innlent 9.4.2024 10:56
Aðgerðaleysi í loftslagsmálum talið mannréttindabrot Mannréttindadómstóll Evrópu telur að svissnesk stjórnvöld hafi brotið mannréttindi eldri kvenna með aðgerðaleysi sínu í loftslagsmálum. Tveimur öðrum áþekkum málum var aftur á móti vísað frá dómi. Erlent 9.4.2024 10:17
Bein útsending: Skóli nútíðar — vegvísir til framtíðar Áherslur og afstaða kennara, stjórnenda og skólafólks til kennslu og skólastarfs verður í fyrirrúmi á ráðstefnu Kennarasambandsins sem fer fram í Hörpu í dag. Innlent 9.4.2024 09:00
Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. Erlent 9.4.2024 08:59
Vaktin: Ný ríkisstjórn tekur við í kvöld Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu nýja ríkisstjórn og áherslumál hennar á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Innlent 9.4.2024 08:40
Nokkrar klukkustundir í tilkynningu Líklegt er að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir nokkrar klukkustundir, um hádegisbil. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður þingflokks, vildi ekki staðfesta það sem kemur fram í Morgunblaðinu um ráðherraskipti í Bítinu en sagði styttast í tilkynningu frá formönnum. Innlent 9.4.2024 08:38
Vill að verklag við varðveislu myndefnis á Hrauninu verði skoðað Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til Fangelsisins á Litla-Hrauni að skoða hvort ástæða sé til að koma á formlegu verklagi um varðveislu efnis úr öryggismyndavélum. Innlent 9.4.2024 08:26
Óvissuástandi aflýst fyrir norðan og austan Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflýst á Austfjörðum og Norðurlandi. Innlent 9.4.2024 08:22
Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. Erlent 9.4.2024 08:00
Flettu ofan af launamun kynja á Barnaspítalanum Þrír barnalæknar á Landspítalanum flettu ofan af kynbundnum launamun á Barnaspítalanum. Karllæknar hafi fengið fleiri viðbótarþætti metna til launa. Laun kvennanna hafa verið leiðrétt og þeim bættur skaðinn afturvirkt. Dæmi séu um að fleiri konur hafi fengið launaleiðréttingu. Innlent 9.4.2024 08:00
Cameron fundar með Trump í Flórída David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, mun funda með Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Erlent 9.4.2024 07:23
Skýjað að mestu en úrkoma eða rigning sunnantil Grunn lægð lónar úti fyrir suðausturströndinni og fylgir henni dálítil úrkoma á sunnanverðu landinu, ýmist snjókoma eða rigning. Veður 9.4.2024 07:14
Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. Innlent 9.4.2024 07:00
Lýsing næturvarðar á árás bjórsala og foreldra hans skipti sköpum Maður var á dögunum sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan hótel um nótt árið 2021. Dómurinn frestaði ákvörðun um refsingu mannsins vegna ungs aldurs hans og hversu lengi það tók að fá niðurstöðu í það. Innlent 9.4.2024 07:00
Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. Erlent 9.4.2024 06:55
Máttu ekki útiloka Jóhann úr landsliðinu ótímabundið Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hafi verið óheimilt að vísa Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðinu í hestaíþróttum. Innlent 9.4.2024 06:49
„Það er svo margt sem breyttist í lífi Grindvíkingsins“ Félagsráðgjafi í Grindavík segir áríðandi að tekið sé vel utan um Grindvíkinga. Það sé ekki nóg að byggja varnargarða um bæinn, heldur þurfi að verja fólkið líka. Hún segir marga í slæmri stöðu og að húsnæðisöryggi sé grunnurinn að því að tryggja fólki stöðugleika svo unnt sé að vinna betur að öðrum þáttum. Tryggja þurfi öllum nauðsynlegan stuðning. Innlent 9.4.2024 06:47
Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. Innlent 9.4.2024 06:17
Yfirlæti forsetaframbjóðenda fer í taugarnar á Ragnari Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á þeim mikla fjölda frambjóðenda til embættis forseta sem borist hafa undanfarna mánuði. Hann segir það vera forréttindi að í landinu okkar geti nánast hver sem er gefið kost á sér án of þröngra skilyrða. Innlent 8.4.2024 23:41
Fólk leggi of oft eins og Tjokkó Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. Innlent 8.4.2024 22:44
Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. Innlent 8.4.2024 22:33
Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. Innlent 8.4.2024 21:12