Fréttir

Bjarni leiðir og Bjark­ey kemur ný inn

Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kynntu nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar í dag. Ráðherrastóladans verður dansaður á Bessastöðum í kvöld.

Innlent

Hafa nýtt tímann til að leysa á­­greining VG og Sjálf­stæðis­manna

Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis.

Innlent

Vilja Davíð, eigin­konu og bróður í tveggja vikna varð­hald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur.

Innlent

Réttar­höld í Pana­ma­skjala­máli hafin

Eigendur lögmannsstofunnar Mossack Fonseca eru á meðal 27 sakborninga sem svara til saka fyrir peningaþvætti sem tengist Panamaskjölunum alræmdu í réttarhöldum sem hófust í Panama í dag. Panamaskjölin felldu meðal annars ríkisstjórn Íslands eftir að þeim var lekið frá lögmannsstofunni.

Erlent

Kennir ráð­herrum siða­reglurnar áður en hún hættir

Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra. Handbókin var samin af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins og í samvinnu við ráðuneytið. Í handbókinni eru settar fram skýringar á siðareglum ráðherra ásamt raunhæfum dæmum um túlkun þeirra.

Innlent

Fjármálaráðherraflakkið minni á Tinder-sambönd

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir fólk vera í lengri samböndum á stefnumótaforritinu Tinder en í stól fjármálaráðherra. Hún fullyrðir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verði þriðji fjármálaráðherrann á hálfu ári.

Innlent

Nokkrar klukku­stundir í til­kynningu

Líklegt er að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir nokkrar klukkustundir, um hádegisbil. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður þingflokks, vildi ekki staðfesta það sem kemur fram í Morgunblaðinu um ráðherraskipti í Bítinu en sagði styttast í tilkynningu frá formönnum.

Innlent

Erfiðir dagar í vændum á ó­reiðu­kenndu þingi

Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta.

Erlent

Flettu ofan af launa­mun kynja á Barna­spítalanum

Þrír barnalæknar á Landspítalanum flettu ofan af kynbundnum launamun á Barnaspítalanum. Karllæknar hafi fengið fleiri viðbótarþætti metna til launa. Laun kvennanna hafa verið leiðrétt og þeim bættur skaðinn afturvirkt. Dæmi séu um að fleiri konur hafi fengið launaleiðréttingu.

Innlent

Ca­meron fundar með Trump í Flórída

David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, mun funda með Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna.

Erlent

„Það er svo margt sem breyttist í lífi Grind­víkingsins“

Félagsráðgjafi í Grindavík segir áríðandi að tekið sé vel utan um Grindvíkinga. Það sé ekki nóg að byggja varnargarða um bæinn, heldur þurfi að verja fólkið líka. Hún segir marga í slæmri stöðu og að húsnæðisöryggi sé grunnurinn að því að tryggja fólki stöðugleika svo unnt sé að vinna betur að öðrum þáttum. Tryggja þurfi öllum nauðsynlegan stuðning.

Innlent

Yfir­læti forsetaframbjóðenda fer í taugarnar á Ragnari

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á þeim mikla fjölda frambjóðenda til embættis forseta sem borist hafa undanfarna mánuði. Hann segir það vera forréttindi að í landinu okkar geti nánast hver sem er gefið kost á sér án of þröngra skilyrða.

Innlent

Fólk leggi of oft eins og Tjokkó

Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. 

Innlent

Sjálf­stæðis­menn af­greiða samstarfstillögu

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram.

Innlent