Fréttir

Diljá Mist segir hræsni ein­kenna ís­lenska femín­ista

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara.

Innlent

Frjó­semi á Ís­landi aldrei verið minni en í fyrra

Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður.

Innlent

Stefna Starmers mörkuð í ræðu konungs

Í dag hefur breska þingið störf eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningum fyrr í mánuðinum. Eins og hefð er fyrir heldur Karl III Bretakonungur ræðu í þinghúsinu við tilefnið. Ræða konungs er eins konar stefnuyfirlýsing nýviðtekinnar ríkisstjórnar og er skrifuð af ríkisstjórnarliðum.

Erlent

Telur ekki trú­legt að komið verði á samkomutakmörkunum

Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins.

Innlent

Íranir hafna aðild að bana­til­ræðinu

Íranir hafnar ásökunum bandaríska embættismanna um samsæri til að ráða Trump af dögunum. Ásakanirnar tengjast þó ekki banatilræðinu gegn Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu á laugardaginn síðasta. Íranir þvertaka fyrir aðild að því.

Erlent

„Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góð­vild fólks“

Tinna Rúnarsdóttir, sem ættleidd var frá Sri Lanka fyrir fjörutíu árum, er á leið út á vit ættingja sinna. Hún hóf leit að blóðforeldrum sínum fyrr á árinu en við hana kom í ljós að móðir hennar hefði verið myrt fyrir meira en tuttugu árum. Tinna er atvinnulaus fjögurra barna móðir og hefur því sett af stað söfnun vegna ferðarinnar. Hún þakkar allan stuðninginn sem hún hefur þegar fengið. 

Innlent

Þyrlan flutti slasaða göngukonu

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. 

Innlent

Slæm hegðun fanga, veiran skæða og sundballett

Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa en haldi sama þróun áfram geti skapast vandamál. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, vald­beiting“

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 

Innlent

Klára kvótann á morgun

Útlit er fyrir að kvóti til strandveiða klárist á morgun. Talsmaður smábátaeigenda segir kerfið eiga að geta gengið þannig að veitt sé út ágústmánuð. 

Innlent