Fréttir

„Þetta eru aug­ljós­lega stór tíma­mót“

Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða þýðingu nýjustu vendingar hafa fyrir stöðuna í Sýrlandi. Líkt og fram hefur komið hefur stjórn landsins hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar.

Erlent

Bárðarbunga skalf í næst­stærsta skjálfta ársins

Jarðskjálfti af stærðinni 5,1 varð í sunnanverðri öskju Bárðarbungu klukkan 01:49 í nótt. Þetta er annar stærsti skjálftinn sem mælst hefur á landinu á þessu ári en í apríl varð skjálfti upp á 5,4 í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni.

Innlent

Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið

Sýrlandsstjórn hefur hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Forsetanum Bashar Assad hefur verið steypt af stóli og er sagður hafa yfirgefið landið og fangar hafa verið leystir úr haldi.

Innlent

Fimm bílar fastir í rúman sólar­hring

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring.

Innlent

Skyndi­sókn batt enda á 24 ára valda­tíð Bashar Assad í Sýr­landi

Stjórn Sýrlands hefur verið komið frá völdum eftir að skyndiárás uppreisnarmanna batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Sýrlenska ríkissjónvarpið sendi út myndbandsyfirlýsingu frá hópi manna þar sem fullyrt er að Bashar Assad forseta hafi verið steypt af stóli og allir fangar látnir lausir úr fangelsum.

Erlent

Kafarar leita að skot­vopni í tjörn í Central Park

Kafarar á vegum lögreglunnar í New York-borg hafa unnið linnulaust í allan dag í tjörn í Central Park-almenningsgarði við leit að skotvopni árásarmannsins sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á miðvikudaginn. Leit að manninum hefur staðið yfir í fjóra daga, án árangurs.

Erlent

Airbus-þotu Icelandair lent á Akur­eyri og Egils­stöðum

Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft.

Innlent

„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“

„Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“ 

Innlent

Bíll valt í Garða­bæ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bílveltu við Hlíðsnesveg í Garðabæ um miðjan dag í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist ekki.

Innlent

Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjöl­býlis­húsi

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og þrír slasaðir eftir sprengingu í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Haag-borg í Hollandi í morgun. Hluti hússins hrundi við sprenginguna klukkan 6:15 í morgun og hafa viðbragðsaðilar verið að störfum á vettvangi í allan dag.

Erlent

Morðið af­hjúpar kraumandi reiði í garð trygginga­fé­laga

Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 

Erlent

For­setinn verður ekki á­kærður

Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram.

Erlent

MAST starfar á neyðarstigi

Matvælastofnun starfar nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag. Allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir.

Innlent

Von­góð um að finna fjár­sjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum

Undirbúningur er hafinn að leit að flutningaskipi sem fórst í ofsaveðri úti fyrir Langanesi á sautjándu öld og talið er varðveita merkileg handrit og önnur verðmæti. Fornleifafræðingur sem leiðir rannsóknina segist bjartsýn á að skipið finnist en það er sagt kunna að geyma verðmætasta farm sem farið hefur niður á hafsbotn frá Íslandi. Þegar hafa komið fram sterkar vísbendingar um hvar skipið gæti verið að finna.

Innlent

Bauna á SVEIT og kjara­samninga sem standist ekki lög

Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 

Innlent

Setið við stjórnar­myndun og stór­leik frestað

Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu.

Innlent

Yfir­gáfu þing­salinn fyrir at­kvæða­greiðsluna

Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda.

Erlent