Fréttir

Ekkert gert til að gera nikó­tín­púða jafn ó­­­að­laðandi og sígarettur

Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður, segir mikilvægt að stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Eyrún fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísí í dag.

Innlent

Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar.  

Innlent

Brynjar á­kærður fyrir að brjóta á fleiri stúlkum

Héraðssaksóknari hefur ákært Brynjar Joensen Creed fyrir kynferðislega áreitni gegn átta stúlkum. Stúlkurnar voru aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Brynjar afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðganir og önnur brot gegn fimm stúlkum. Fjallað var fyrst um ákæruna á vef RÚV í kvöld.

Innlent

Sam­herja­skip­stjórinn segir málinu ekki lokið

Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina.

Innlent

Lík­lega verði flett ofan af fleirum í rann­sókn á brotum Diddy

Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt í félagsfræði við háskóla Íslands og doktor í tónlist segir líklegt að lögregla eigi eftir að fletta ofan af fleirum í rannsókn sinni á Sean Diddy Combs. Combs hefur verið sakaður um mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Rætt var við Arnar Eggert í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent

Um 100 þúsund fjár slátrað á Sel­fossi

Um hundrað og tíu erlendir starfsmenn komu sérstaklega til landsins til að vinna í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi, margir vanir slátrar og fólk, sem hefur komið oft áður til að vinna í sláturtíðinni. Um hundrað þúsund fjár verður slátrað nú í haust í sláturhúsinu.

Innlent

Nemandinn sem stakk Ingunni á­frýjar dómi

Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 

Innlent

Ráð­þrota móðir, um­töluð rann­sókn og skiltaþjófnaður

Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir galið að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi hann komist í kynni við eldri stráka í mun verri málum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við móðurina sem segir engin úrræði í boði fyrir drenginn sinn.

Innlent

Fagnar niður­stöðunni en lýsir yfir þungum á­hyggjum

Blaðamannafélag Íslands fagnar því að margra ára rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur sex blaðamönnum sé nú lokið. Samt sem áður lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu.

Innlent

Á­kærður fyrir mútu­þægni og fjár­svik

Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur verið ákærður í fimm liðum, og þar á meðal fyrir mútuþægni og fjársvik. Hann er sagður hafa þegið gjafir og ferðir að verðmæti rúmra hundrað þúsund dala, frá aðilum tengdum yfirvöldum í Tyrklandi.

Erlent

„Þetta má aldrei gerast aftur“

Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni.

Innlent

Hissa ef til­­laga um stjórnar­slit hefði ekki komið fram

Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. 

Innlent

Sex­tán ára dómur fyrir mann­dráp í Drangahrauni stendur

Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Maciej Jakub Talik fyrir að verða herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði sumarið 2023. Honum var gert að greiða þrjár og hálfa milljón króna í áfrýjunarkostnað.

Innlent

Á­frýjaði engu nema á­kvörðun um launin og málið fellt niður

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að fella niður mál ákæruvaldsins á hendur Alexander Mána Björnssyni, sem hætti við að áfrýja sex ára dómi í Bankastrætis club málinu svokallaða. Ómar Valdimarsson, verjandi hans, fór fram á að krafa um endurákvörðun málsvarnarlauna í héraði yrði tekin fyrir þrátt fyrir að fallið yrði frá málinu að öðru leyti.

Innlent

Þrjú vilja stýra Minja­stofnun

Þrír sóttu um embætti forstöðumanns Minastofnunar Íslands, en umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar í ágúst síðastliðinn.

Innlent

Lögðu hald á síma borgar­stjórans

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag.

Erlent

Sendir Patriot, svifsprengjur og skot­færi til Úkraínu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins.

Erlent

Bein út­sending: Sátt um betra mennta­kerfi

Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu í dag þar sem reynt verður að greina stöðuna í menntakerfinu og hvaða leiðir eru færar til úrbóta. Fundurinn stendur milli klukkan 13 og 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 

Innlent