Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 80-69 | Keflvíkingar tóku framúr undir lokin Ísak Hallmundarson skrifar 1. mars 2020 22:15 Hörður Axel og félagar komust aftur á sigurbraut. Vísir/Daníel Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Leikurinn fór fram í Keflavík. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins en Deane Williams sýndi frábæra takta strax í byrjun leiks þegar hann varði skot og hljóp svo upp völlinn til að troða boltanum í körfuna. Keflvíkingar héldu þessu forskoti sem þeir voru búnir að mynda út leikhlutann og staðan að honum loknum 23-15, heimamönnum í vil. Annar leikhluti byrjaði mjög rólega sóknarlega, aðeins eitt stig var skorað á fyrstu 5 mínútunum og 40 sekúndunum. Hörður Axel Vilhjálmsson setti síðan niður þriggja stiga körfu til að brjóta ísinn og kom Keflvíkingum 12 stigum yfir. Keflavík var 14 stigum yfir, 35-21, þegar um 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum, en Haukar gengu á vaðið og skoruðu síðustu 10 stig leikhlutans. Staðan í hálfleik 35-31 fyrir heimaliðinu. Þegar um 5 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Kári Jónsson 5 stig í röð og minnkaði muninn í eitt stig fyrir Hauka. Staðan 42-41. Haukar náðu síðan að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar ein mínúta var eftir af þriðja leikhluta en Guðmundur Jónsson setti niður þriggja stiga skot á síðustu mínútu leikhlutans og kom Keflavík aftur yfir, staðan 52-50 eftir þrjá leikhluta. Keflvíkingar byrjuðu fjórða leikhlutann betur og komust fimm stigum yfir í byrjun leikhlutans en Kári Jónsson jafnaði stuttu seinna með því að setja niður þrist og staðan 57-57. Haukar komust yfir í 59-57 en þá kom þristur úr horninu frá Callum Lawson og Keflavík yfir, 60-59. Hafnfirðingar skoruðu næstu fjögur stig og komust þremur stigum yfir en heimamenn í Keflavík sneru taflinu við. Í stöðunni 66-65 fyrir Keflavík skoraði Deane Williams tvö stig og fékk vítaskot að auki. Hann klúðraði vítinu en Khalil Ahmad náði frákastinu og skoraði tvö stig, staðan 70-65 fyrir heimamönnum og þrjár mínútur eftir af leiknum. Keflvíkingar héldu forystunni út leiktímann og Dominykas Milka gulltryggði sigurinn með tveimur körfum á síðustu mínútunni. Lokatölur 80-69.Af hverju vann Keflavík?Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, Keflavík byrjaði betur og leit út fyrir að þeir myndu rúlla þessum leik upp en Haukarnir sýndu karakter og komust aftur inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks. Sóknarleikur Keflavíkur átti erfitt uppdráttar og stöðvaðist algjörlega um miðjan leik, en vörnin þeirra hélt vel allan leikinn og þannig náðu þeir að tryggja sér sigur með góðum lokamínútum, þar sem sóknarleikurinn fór aftur í gang.Hverjir stóðu upp úr?Deane Williams var með 22 stig og 11 fráköst, auk þess að verja þrjú skot. Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik eins og vanalega þar sem hann skoraði 12 stig og gaf átta stoðsendingar. Flenard Whitfield í liði Hauka var stigahæstur á vellinum með 26 stig og hann tók auk þess sjö fráköst og stal boltanum í þrígang. Þá var Kári Jónsson samherji hans með 15 stig og gaf sex stoðsendingar.Hvað gerist næst?Keflavík styrkjir stöðu sína í 2. sætinu og er núna með 28 stig, fjórum stigum á undan Tindastól sem er í 3. sæti. Haukar sitja eftir í 6. sæti með 22 stig. Næsta fimmtudag mætir Keflavík botnliði Fjölnis í Grafarvogi en Haukar taka á móti Njarðvík á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hjalti var ekkert sérstaklega sáttur í leikslok þrátt fyrir sigur Keflvíkinga.vísir/daníel Hjalti: Erum tilbúnir í úrslitakeppnina Hjalti Þór Vilhjálmsson var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Martin sagði að sínir menn hefðu verið orkulausir undir lok leiks.vísir/daníel Martin: Þeir voru einbeittari Israel Martin, þjálfari Hauka, segir slæma byrjun og einbeitingarskort hafa leitt til þess að liðið hans tapaði í kvöld. ,,Við byrjuðum ekki vel og fengum á okkur 23 stig í fyrsta leikhluta. Við náðum að laga leik okkar og unnum hart að því að komast aftur inn í leikinn. Við komumst tveimur stigum yfir en á mikilvægu augnabliki í 2-3 mínútur voru þeir einbeittari en við og tóku betri ákvarðanir varnarlega. Við áttum lítið eftir á tanknum síðustu mínúturnar,‘‘ sagði Martin eftir leik. Þetta var fyrsti keppnisleikur Hauka síðan 7. febrúar eftir bikar- og landsleikjahlé. ,,Við gáfum strákunum fimm daga frí og hófum svo æfingar og undirbúning fyrir næstu leiki, auðvitað án landsliðsmannanna. Við æfðum vel og bjuggum okkur undir lokakafla tímabilsins,‘‘ sagði Martin að lokum um síðustu þrjár vikurnar hjá liðinu. Dominos-deild karla
Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Leikurinn fór fram í Keflavík. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins en Deane Williams sýndi frábæra takta strax í byrjun leiks þegar hann varði skot og hljóp svo upp völlinn til að troða boltanum í körfuna. Keflvíkingar héldu þessu forskoti sem þeir voru búnir að mynda út leikhlutann og staðan að honum loknum 23-15, heimamönnum í vil. Annar leikhluti byrjaði mjög rólega sóknarlega, aðeins eitt stig var skorað á fyrstu 5 mínútunum og 40 sekúndunum. Hörður Axel Vilhjálmsson setti síðan niður þriggja stiga körfu til að brjóta ísinn og kom Keflvíkingum 12 stigum yfir. Keflavík var 14 stigum yfir, 35-21, þegar um 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum, en Haukar gengu á vaðið og skoruðu síðustu 10 stig leikhlutans. Staðan í hálfleik 35-31 fyrir heimaliðinu. Þegar um 5 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Kári Jónsson 5 stig í röð og minnkaði muninn í eitt stig fyrir Hauka. Staðan 42-41. Haukar náðu síðan að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar ein mínúta var eftir af þriðja leikhluta en Guðmundur Jónsson setti niður þriggja stiga skot á síðustu mínútu leikhlutans og kom Keflavík aftur yfir, staðan 52-50 eftir þrjá leikhluta. Keflvíkingar byrjuðu fjórða leikhlutann betur og komust fimm stigum yfir í byrjun leikhlutans en Kári Jónsson jafnaði stuttu seinna með því að setja niður þrist og staðan 57-57. Haukar komust yfir í 59-57 en þá kom þristur úr horninu frá Callum Lawson og Keflavík yfir, 60-59. Hafnfirðingar skoruðu næstu fjögur stig og komust þremur stigum yfir en heimamenn í Keflavík sneru taflinu við. Í stöðunni 66-65 fyrir Keflavík skoraði Deane Williams tvö stig og fékk vítaskot að auki. Hann klúðraði vítinu en Khalil Ahmad náði frákastinu og skoraði tvö stig, staðan 70-65 fyrir heimamönnum og þrjár mínútur eftir af leiknum. Keflvíkingar héldu forystunni út leiktímann og Dominykas Milka gulltryggði sigurinn með tveimur körfum á síðustu mínútunni. Lokatölur 80-69.Af hverju vann Keflavík?Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, Keflavík byrjaði betur og leit út fyrir að þeir myndu rúlla þessum leik upp en Haukarnir sýndu karakter og komust aftur inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks. Sóknarleikur Keflavíkur átti erfitt uppdráttar og stöðvaðist algjörlega um miðjan leik, en vörnin þeirra hélt vel allan leikinn og þannig náðu þeir að tryggja sér sigur með góðum lokamínútum, þar sem sóknarleikurinn fór aftur í gang.Hverjir stóðu upp úr?Deane Williams var með 22 stig og 11 fráköst, auk þess að verja þrjú skot. Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik eins og vanalega þar sem hann skoraði 12 stig og gaf átta stoðsendingar. Flenard Whitfield í liði Hauka var stigahæstur á vellinum með 26 stig og hann tók auk þess sjö fráköst og stal boltanum í þrígang. Þá var Kári Jónsson samherji hans með 15 stig og gaf sex stoðsendingar.Hvað gerist næst?Keflavík styrkjir stöðu sína í 2. sætinu og er núna með 28 stig, fjórum stigum á undan Tindastól sem er í 3. sæti. Haukar sitja eftir í 6. sæti með 22 stig. Næsta fimmtudag mætir Keflavík botnliði Fjölnis í Grafarvogi en Haukar taka á móti Njarðvík á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hjalti var ekkert sérstaklega sáttur í leikslok þrátt fyrir sigur Keflvíkinga.vísir/daníel Hjalti: Erum tilbúnir í úrslitakeppnina Hjalti Þór Vilhjálmsson var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Martin sagði að sínir menn hefðu verið orkulausir undir lok leiks.vísir/daníel Martin: Þeir voru einbeittari Israel Martin, þjálfari Hauka, segir slæma byrjun og einbeitingarskort hafa leitt til þess að liðið hans tapaði í kvöld. ,,Við byrjuðum ekki vel og fengum á okkur 23 stig í fyrsta leikhluta. Við náðum að laga leik okkar og unnum hart að því að komast aftur inn í leikinn. Við komumst tveimur stigum yfir en á mikilvægu augnabliki í 2-3 mínútur voru þeir einbeittari en við og tóku betri ákvarðanir varnarlega. Við áttum lítið eftir á tanknum síðustu mínúturnar,‘‘ sagði Martin eftir leik. Þetta var fyrsti keppnisleikur Hauka síðan 7. febrúar eftir bikar- og landsleikjahlé. ,,Við gáfum strákunum fimm daga frí og hófum svo æfingar og undirbúning fyrir næstu leiki, auðvitað án landsliðsmannanna. Við æfðum vel og bjuggum okkur undir lokakafla tímabilsins,‘‘ sagði Martin að lokum um síðustu þrjár vikurnar hjá liðinu.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti