Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Árni Jóhannsson skrifar 2. febrúar 2020 22:00 Kári Jónsson. Vísir/Daníel Leikur Hauka og ÍR var mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti og stöðu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór fram í Hertz-hellinum í Breiðholti og var hluti af 17. umferðinni í Dominos-deild karla í körfuknattleik en leikar enduðu 93-100 fyrir Hauka í virkilega fjörugum leik. Heimamenn virkuðu pirraðir í upphafi og nýttu Haukar sér það til hins ýtrasta og komust níu stigum yfir snemma leiks sem varð til þess að Borce tók leikhlé en hann var mjög pirraður út í sína menn eins og kemur fram í viðtali við hann. ÍR tók við sér eftir þetta og náði upp ágætis leik en Haukar voru með undirtökin í fyrsta leikhluta og leiddu að honum loknum með fimm stigum 23-28. ÍR náði góðum tökum á leiknum í öðrum fjórðung en það var Evan Singletary sem fór fyrir sínum mönnum og leiddi þá í að ná forskotinu þegar skammt var til hálfleiks í stöðuna 50-45 en gestirnir áttu lokaorðið í hálfleiknum. Þeir skoruðu sex síðustu stigin og leiddu 50-51 í hálfleik eftir mikinn baráttu leikhluta. Sami barningurinn hélt áfram í þriðja leikhluta og skiptust liðin á að ná góðum stoppum varnar megin og að skora góðar körfur hinum megin. Þegar um 3 mínútur voru eftir af leiklutanum þá náði ÍR sínu besta áhlaupi komust 10 stigum yfir en að sama skapi misstu þeir niður ákafann í leik sínum hleyptu Haukum of nálægt sér til að hafa þægilegt forskot fyrir loka fjórðunginn. Staðan á þessum tímapunkti 74-73. Aftur byrjaði leikhluti þannig að liðin skiptust á körfum og góðum varnarleik og var leikurinn í járnum þangað til í stöðunni 87-88 en þá gerðu heimamenn sig um að brjóta klaufalega af sér í nokkur skipti, þar á meðal í sókninni og Haukar juku forskotið upp í sjö stig þegar um fjórar mínútur lifðu af leiknum og svo níu stig þegar um tvær mínútur voru eftir. Það forskot létu þeir ekki af hendi þrátt fyrir hetjulega tilraun frá ÍR til að ná þeim aftur og endaði leikurinn 93-100 fyrir Haukar.Afhverju unnu Haukar?Eins og oft er sagt þá er körfubolti leikur áhlaupa og Haukar nýttu eitt af sínum áhlaupum í að slíta sig frá heimamönnum og innbyrða sigurinn sem var að endingu sanngjarn. ÍR reyndi hvað þeir gátu en sökum slaks hugarfars þá vgáfu þeir leikinn frá sér á þeim augnablikum sem skipta máli.Bestu menn vallarins?Flenard Whitfield og Kári Jónsson fóru fyrir sínum mönnum í kvöld. Kári Jónsson gerði 22 stig og sendi 11 stoðsendingar og virðist hann vera að finna sitt rétta form á mjög góðum tíma fyrir Hauka. Flenard náði sér í tröllatvennu eða 29 stig og 15 fráköst en í lok leiks átti hann tvö atvik sem hægt er að segja að hafi átt mikinn þátt í að ráða úrslitum. Hann varði fyrst skot frá Colin Pryor og í næstu sókn var hann mættur til að troða yfir leikmenn ÍR og gerði að verkum að stemmningin var öll með Haukum. Evan Singletary skorði 30 stig fyrir heimamenn, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann hefði mátt fá meira framlag frá liðsfélögum sínum en það vantaði t.d. Georgi Boyanov í kvöld sem oft hefur verið atkvæðamikill fyrir ÍR.Tölfræði sem vakti athygli?Þessi tölfræðimoli vekur athygli vegna þess hve auðvelt hefði verið að sjá hann fyrir leik. Haukarnir skoruðu 52 stig í teignum í kvöld en þar hafa þeir augljósa yfirburði enda er Flenard Whitfield jafnþungur og öll framvarðasveit ÍR til samans. ÍR skoraði 36 stig í kvöld og var þetta ein af ástæðunum að gestirnir fóru með sigur af hólmi.Hvað gerist næst?Margir myndu segja að ÍR eigi sigurinn vísan í næsta leik en þeir fara í Dalhús og etja kappi við Fjölni sem eru í neðsta sæti og hafa ekki haft erindi sem erfiði í deildarleikjum sínum eftir áramót. Ég ætla að segja það sama og þessir margir og ættu ÍR-ingar að geta bókað tvö stig í pokann góða næsta fimmtudag. Prófið er örlítið stærra fyrir Hauka en þeir fara norður á Sauðárkrók og keppa við Tindastól. Liðin eru jöfn að stigum í þriðja og fjórða sæti með 22 stig. Sigur annar hvors liðsins gæti fest það lið í sessi í efri hluta deildarinnar og þar með heimavallarrétt í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins.Borce: Voru margir eins og prímadonnur í kvöldÞjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“.Israel: Ég er mest að líta á leikinn á móti Tindastól á fimmtudaginn„Mér finnst allir sigrar mikilvægir og þessi var ekkert síður mikilvægur og hinir“, sagði Israel Martin þjálfari Hauka sem var ánægður með hvernig liðið sitt aðlagaðist í leiknum að leik ÍR og leysti þar með vandamál sem þeir áttu við. „Ég sagði það einnig síðast að liðið er að vaxa og það er góður andi í hópnum og leikmenn eru að hjálpa hvor öðrum og í kvöld nýttum við allan hópinn nánast en 10 leikmenn spiluðu. Það er mjög gott þegar maður hugsar lengra inn í mótið en í dag skiptir mestu máli að vera einbeittur og að á meðan leikurinn er í gangi þá þurfum við, sem hópur, að finna lausnir á vandamálum einsg og í vörninni og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum í dag. Það er að segja hvernig við aðlöguðum vörnina að leik ÍR-inga“. Israel vildi ekki vera að hugsa of langt fram í tímann en sagði að mikilvægt væri að taka einn leik í einu þegar hann var spurður út í það hvort Haukar væru ekki að horfa í þann möguleika að vera með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ég er mest að líta á leikinn á móti Tindastól á fimmtudaginn. Ég er líka að hugsa um það að leikmenn mínir verði orðnir 100% fyrir þann tíma. Ég vil ekki hugsa of mikið fram í tímann, ég er ekki þannig og við erum síðan ekki fullvissir um að komast í úrslitakeppnina ásamt því að eiga mjög erfiða leiki eftir. Við skulum fyrst tryggja okkur í úrslitakeppnina áður en við förum að spá í hverja við spilum og hvort við séum með heimavallarrétt í úrslitakeppninni“. Israel var þá spurður út í ástandið á hópnum sínum og hvort hann væri á góðum stað í dag en meiðsli hafa hrjáð hópinn það sem af er tímabili. „Okkur hefur vantað nokkra leikmenn sem eru að koma til baka ásamt því að Kári er að verða betri og betri. Við ætlum að sjá vel um leikmennina þannig að þeir séu tilbúnir í leikinn og þá sérstaklega þeir sem eru að koma af bekknum til ða gefa okkur auka orku“. Dominos-deild karla
Leikur Hauka og ÍR var mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti og stöðu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór fram í Hertz-hellinum í Breiðholti og var hluti af 17. umferðinni í Dominos-deild karla í körfuknattleik en leikar enduðu 93-100 fyrir Hauka í virkilega fjörugum leik. Heimamenn virkuðu pirraðir í upphafi og nýttu Haukar sér það til hins ýtrasta og komust níu stigum yfir snemma leiks sem varð til þess að Borce tók leikhlé en hann var mjög pirraður út í sína menn eins og kemur fram í viðtali við hann. ÍR tók við sér eftir þetta og náði upp ágætis leik en Haukar voru með undirtökin í fyrsta leikhluta og leiddu að honum loknum með fimm stigum 23-28. ÍR náði góðum tökum á leiknum í öðrum fjórðung en það var Evan Singletary sem fór fyrir sínum mönnum og leiddi þá í að ná forskotinu þegar skammt var til hálfleiks í stöðuna 50-45 en gestirnir áttu lokaorðið í hálfleiknum. Þeir skoruðu sex síðustu stigin og leiddu 50-51 í hálfleik eftir mikinn baráttu leikhluta. Sami barningurinn hélt áfram í þriðja leikhluta og skiptust liðin á að ná góðum stoppum varnar megin og að skora góðar körfur hinum megin. Þegar um 3 mínútur voru eftir af leiklutanum þá náði ÍR sínu besta áhlaupi komust 10 stigum yfir en að sama skapi misstu þeir niður ákafann í leik sínum hleyptu Haukum of nálægt sér til að hafa þægilegt forskot fyrir loka fjórðunginn. Staðan á þessum tímapunkti 74-73. Aftur byrjaði leikhluti þannig að liðin skiptust á körfum og góðum varnarleik og var leikurinn í járnum þangað til í stöðunni 87-88 en þá gerðu heimamenn sig um að brjóta klaufalega af sér í nokkur skipti, þar á meðal í sókninni og Haukar juku forskotið upp í sjö stig þegar um fjórar mínútur lifðu af leiknum og svo níu stig þegar um tvær mínútur voru eftir. Það forskot létu þeir ekki af hendi þrátt fyrir hetjulega tilraun frá ÍR til að ná þeim aftur og endaði leikurinn 93-100 fyrir Haukar.Afhverju unnu Haukar?Eins og oft er sagt þá er körfubolti leikur áhlaupa og Haukar nýttu eitt af sínum áhlaupum í að slíta sig frá heimamönnum og innbyrða sigurinn sem var að endingu sanngjarn. ÍR reyndi hvað þeir gátu en sökum slaks hugarfars þá vgáfu þeir leikinn frá sér á þeim augnablikum sem skipta máli.Bestu menn vallarins?Flenard Whitfield og Kári Jónsson fóru fyrir sínum mönnum í kvöld. Kári Jónsson gerði 22 stig og sendi 11 stoðsendingar og virðist hann vera að finna sitt rétta form á mjög góðum tíma fyrir Hauka. Flenard náði sér í tröllatvennu eða 29 stig og 15 fráköst en í lok leiks átti hann tvö atvik sem hægt er að segja að hafi átt mikinn þátt í að ráða úrslitum. Hann varði fyrst skot frá Colin Pryor og í næstu sókn var hann mættur til að troða yfir leikmenn ÍR og gerði að verkum að stemmningin var öll með Haukum. Evan Singletary skorði 30 stig fyrir heimamenn, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann hefði mátt fá meira framlag frá liðsfélögum sínum en það vantaði t.d. Georgi Boyanov í kvöld sem oft hefur verið atkvæðamikill fyrir ÍR.Tölfræði sem vakti athygli?Þessi tölfræðimoli vekur athygli vegna þess hve auðvelt hefði verið að sjá hann fyrir leik. Haukarnir skoruðu 52 stig í teignum í kvöld en þar hafa þeir augljósa yfirburði enda er Flenard Whitfield jafnþungur og öll framvarðasveit ÍR til samans. ÍR skoraði 36 stig í kvöld og var þetta ein af ástæðunum að gestirnir fóru með sigur af hólmi.Hvað gerist næst?Margir myndu segja að ÍR eigi sigurinn vísan í næsta leik en þeir fara í Dalhús og etja kappi við Fjölni sem eru í neðsta sæti og hafa ekki haft erindi sem erfiði í deildarleikjum sínum eftir áramót. Ég ætla að segja það sama og þessir margir og ættu ÍR-ingar að geta bókað tvö stig í pokann góða næsta fimmtudag. Prófið er örlítið stærra fyrir Hauka en þeir fara norður á Sauðárkrók og keppa við Tindastól. Liðin eru jöfn að stigum í þriðja og fjórða sæti með 22 stig. Sigur annar hvors liðsins gæti fest það lið í sessi í efri hluta deildarinnar og þar með heimavallarrétt í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins.Borce: Voru margir eins og prímadonnur í kvöldÞjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“.Israel: Ég er mest að líta á leikinn á móti Tindastól á fimmtudaginn„Mér finnst allir sigrar mikilvægir og þessi var ekkert síður mikilvægur og hinir“, sagði Israel Martin þjálfari Hauka sem var ánægður með hvernig liðið sitt aðlagaðist í leiknum að leik ÍR og leysti þar með vandamál sem þeir áttu við. „Ég sagði það einnig síðast að liðið er að vaxa og það er góður andi í hópnum og leikmenn eru að hjálpa hvor öðrum og í kvöld nýttum við allan hópinn nánast en 10 leikmenn spiluðu. Það er mjög gott þegar maður hugsar lengra inn í mótið en í dag skiptir mestu máli að vera einbeittur og að á meðan leikurinn er í gangi þá þurfum við, sem hópur, að finna lausnir á vandamálum einsg og í vörninni og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum í dag. Það er að segja hvernig við aðlöguðum vörnina að leik ÍR-inga“. Israel vildi ekki vera að hugsa of langt fram í tímann en sagði að mikilvægt væri að taka einn leik í einu þegar hann var spurður út í það hvort Haukar væru ekki að horfa í þann möguleika að vera með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ég er mest að líta á leikinn á móti Tindastól á fimmtudaginn. Ég er líka að hugsa um það að leikmenn mínir verði orðnir 100% fyrir þann tíma. Ég vil ekki hugsa of mikið fram í tímann, ég er ekki þannig og við erum síðan ekki fullvissir um að komast í úrslitakeppnina ásamt því að eiga mjög erfiða leiki eftir. Við skulum fyrst tryggja okkur í úrslitakeppnina áður en við förum að spá í hverja við spilum og hvort við séum með heimavallarrétt í úrslitakeppninni“. Israel var þá spurður út í ástandið á hópnum sínum og hvort hann væri á góðum stað í dag en meiðsli hafa hrjáð hópinn það sem af er tímabili. „Okkur hefur vantað nokkra leikmenn sem eru að koma til baka ásamt því að Kári er að verða betri og betri. Við ætlum að sjá vel um leikmennina þannig að þeir séu tilbúnir í leikinn og þá sérstaklega þeir sem eru að koma af bekknum til ða gefa okkur auka orku“.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum