Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. 89-81 Keflavík | Keflavík greip í tómt í Þorlákshöfn Ísak Hallmundarson skrifar 13. desember 2019 23:00 Friðrik Inga messar yfir sínum mönnum. vísir/bára Þór Þorlákshöfn bar sigurorð af Keflavík í síðasta leik 10. umferðar Dominos-deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Þorlákshöfn. Fyrir leik voru Keflvíkingar á toppnum ásamt Stjörnunni með 14 stig en Þórsarar í 8. sæti með 8 stig. Leikurinn var fjörugur frá byrjun og skoruðu heimamenn 12 stig á fyrstu fjórum mínútum leiksins, staðan þá 12-6. Keflvíkingar skelltu þá í lás og fengu aðeins á sig 6 stig restina af fyrsta leikhluta og var staðan að honum loknum 20-18 Keflavík í vil. Þórsarar byrjuðu aftur af krafti í öðrum leikhluta. Ragnar Bragason setti niður tvö þriggja stiga skot snemma í leikhlutanum og kom Þór yfir í 31-28. Næstu mínútur voru Þórsara og þeir komust 7 stigum yfir, 40-33, áður en Hjalti þjálfari Keflavíkur tók leikhlé. Keflvíkingar hresstust eftir leikhléið og enduðu annan leikhluta á 9-1 áhlaupi. Staðan í hálfleik 42-41 gestunum frá Suðurnesjum í vil. Khalil Ahmad átti magnaðan fyrri hálfleik fyrir Keflavík með 16 stig. Þriðji leikhluti spilaðist mjög jafnt og liðin skiptust á forystu. Keflvíkingar komust mest 5 stigum yfir í 65-60 en þá skoruðu heimamenn síðustu fjögur stig leikhlutans og staðan eftir þrjá leikhluta 65-64 fyrir gestunum, spennandi lokaleikhluti var framundan. Fjórði leikhluti byrjaði rólega, Reggie Dupree kom gestunum fjórum stigum yfir í byrjun leikhlutans en heimamenn minnkuðu muninn í eitt stig með þriggja stiga skoti Dino Butorac. Halldór Garðar Hermannsson stal senunni í leikhlutanum og skoraði næstu fimm stig, staðan 73-69 fyrir Þór. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í eitt stig í 76-75 en þá hitti Dino öðrum þrist sínum í leikhlutanum og kom Þór í 79-75. Halldór Garðar gerði svo útslagið í næstu sókn Þórs, setti niður þrjú stig og Þór komið 7 stigum yfir og mínúta eftir af leiknum. Halldór Garðar var með 36 stig í leiknum, þar af 12 í 4. leikhluta. Lokatölur 89-81 sigur Þórsara.Af hverju vann Þór?Það var bara eins og þeir vildu þetta meira, mættu öflugir til leiks og hleyptu Keflvíkingum aldrei lengra en fimm stigum frá sér. Halldór Garðar lék lausum hala í sókn Þórsara og spurning hvort það skrifist að einhverju leyti á vörn Keflavíkur. Þá er erfitt að vinna svona sterkt lið eins og Þór á útivelli þegar þú ert að spila fjórum leikmönnum nánast allan leikinn, það er sérstaklega erfitt í jöfnum leik sem þessum, en bæði Dominykas Milka og Deane Williams fengu fimm villur og þurftu að hætta leik fyrr.Bestur á vellinumHalldór Garðar Hermannsson. Það þarf ekki að segja mikið til að rökstyðja það, 34 stig og 5 stoðsendingar. Hann bar uppi sóknarleik Þórsara og Keflvíkingar réðu lítið við hann, Halldór var til staðar í 4. leikhluta þegar á þurfti að halda og kláraði leikinn.Hvað gerist næst?Með sigrinum er Þór komið upp í 7. sæti deildarinnar en Keflvíkingar sitja nú í öðru sæti ásamt Tindastól. Í næstu umferð heimsækja Þórsarar sjóðheitt lið Njarðvíkur á meðan Keflavík tekur á móti ÍR-ingum heima. Þetta verða síðustu leikir ársins hjá báðum liðum og eru bæði verkefni krefjandi. Hjalti Þór: Við vorum ömurlegirHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/DaníelHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var bálreiður eftir tap sinna manna í kvöld og sagði frammistöðuna ömurlega. ,,Við mættum varla í leikinn og vorum bara ömurlegir og þar á meðal ég. Við töpuðum þessu á varnarleiknum, það byrjaði strax á fyrstu sekúndum, við vorum á hælunum og þeir fóru framhjá okkur bara hvenær sem þeir vildu, það er það sem tapaði þessum leik.‘‘,,Halldór Garðar var bara í veislu, góður leikmaður og allt það en ekki einhver svona súperstar, það er bara svoleiðis.‘‘Frikki: Vorum sterkari á svellinuFriðrik Ingi Rúnarsson var í skýjunum eftir góðan sigur sinna manna í kvöld. ,,Ég er mjög ánægður með hvernig hugarfar okkar var í þessum leik. Við vorum að spila vel á ákveðnum köflum í vetur en svo höfum við dottið niður og vantað svona herslumuninn finnst mér, verið inni í leikjum en ekki náð að klára þá, þannig ég er mjög ánægður með að við skildum ná að gera betur í kvöld.‘‘ ,,Það var pínu áskorun að ná að finna taktinn að þó við værum að leiða í leikjum þá verðum við að þora að gera það og vera í þeirri stöðu að snúa við, það er allt öðruvísi að vinna leiki þegar þú kemur bakdyramegin og ert undir en þarna fannst mér við gera betur í því og fannst við bara vera sterkari á svellinu.‘‘ Halldór Garðar Hermannsson átti stórleik.,,Mér finnst hann hafa bætt sig í vetur og það er ekkert launungamál að ég hafði mikinn áhuga á að vinna með honum og koma með ákveðin föðurleg ráð, hjálpa honum að verða betri alhliða bakvörður. Mér finnst hann hafa gert það jafnt og þétt í allan vetur, sér í lagi með stoðsendingar og að sjá völlinn betur. Hann er að leggja mikið á sig og það er gaman að vinna með honum eins og öllum í þessu liði,‘‘ sagði Frikki að lokum, sáttur með sinn mann. Dominos-deild karla
Þór Þorlákshöfn bar sigurorð af Keflavík í síðasta leik 10. umferðar Dominos-deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Þorlákshöfn. Fyrir leik voru Keflvíkingar á toppnum ásamt Stjörnunni með 14 stig en Þórsarar í 8. sæti með 8 stig. Leikurinn var fjörugur frá byrjun og skoruðu heimamenn 12 stig á fyrstu fjórum mínútum leiksins, staðan þá 12-6. Keflvíkingar skelltu þá í lás og fengu aðeins á sig 6 stig restina af fyrsta leikhluta og var staðan að honum loknum 20-18 Keflavík í vil. Þórsarar byrjuðu aftur af krafti í öðrum leikhluta. Ragnar Bragason setti niður tvö þriggja stiga skot snemma í leikhlutanum og kom Þór yfir í 31-28. Næstu mínútur voru Þórsara og þeir komust 7 stigum yfir, 40-33, áður en Hjalti þjálfari Keflavíkur tók leikhlé. Keflvíkingar hresstust eftir leikhléið og enduðu annan leikhluta á 9-1 áhlaupi. Staðan í hálfleik 42-41 gestunum frá Suðurnesjum í vil. Khalil Ahmad átti magnaðan fyrri hálfleik fyrir Keflavík með 16 stig. Þriðji leikhluti spilaðist mjög jafnt og liðin skiptust á forystu. Keflvíkingar komust mest 5 stigum yfir í 65-60 en þá skoruðu heimamenn síðustu fjögur stig leikhlutans og staðan eftir þrjá leikhluta 65-64 fyrir gestunum, spennandi lokaleikhluti var framundan. Fjórði leikhluti byrjaði rólega, Reggie Dupree kom gestunum fjórum stigum yfir í byrjun leikhlutans en heimamenn minnkuðu muninn í eitt stig með þriggja stiga skoti Dino Butorac. Halldór Garðar Hermannsson stal senunni í leikhlutanum og skoraði næstu fimm stig, staðan 73-69 fyrir Þór. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í eitt stig í 76-75 en þá hitti Dino öðrum þrist sínum í leikhlutanum og kom Þór í 79-75. Halldór Garðar gerði svo útslagið í næstu sókn Þórs, setti niður þrjú stig og Þór komið 7 stigum yfir og mínúta eftir af leiknum. Halldór Garðar var með 36 stig í leiknum, þar af 12 í 4. leikhluta. Lokatölur 89-81 sigur Þórsara.Af hverju vann Þór?Það var bara eins og þeir vildu þetta meira, mættu öflugir til leiks og hleyptu Keflvíkingum aldrei lengra en fimm stigum frá sér. Halldór Garðar lék lausum hala í sókn Þórsara og spurning hvort það skrifist að einhverju leyti á vörn Keflavíkur. Þá er erfitt að vinna svona sterkt lið eins og Þór á útivelli þegar þú ert að spila fjórum leikmönnum nánast allan leikinn, það er sérstaklega erfitt í jöfnum leik sem þessum, en bæði Dominykas Milka og Deane Williams fengu fimm villur og þurftu að hætta leik fyrr.Bestur á vellinumHalldór Garðar Hermannsson. Það þarf ekki að segja mikið til að rökstyðja það, 34 stig og 5 stoðsendingar. Hann bar uppi sóknarleik Þórsara og Keflvíkingar réðu lítið við hann, Halldór var til staðar í 4. leikhluta þegar á þurfti að halda og kláraði leikinn.Hvað gerist næst?Með sigrinum er Þór komið upp í 7. sæti deildarinnar en Keflvíkingar sitja nú í öðru sæti ásamt Tindastól. Í næstu umferð heimsækja Þórsarar sjóðheitt lið Njarðvíkur á meðan Keflavík tekur á móti ÍR-ingum heima. Þetta verða síðustu leikir ársins hjá báðum liðum og eru bæði verkefni krefjandi. Hjalti Þór: Við vorum ömurlegirHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/DaníelHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var bálreiður eftir tap sinna manna í kvöld og sagði frammistöðuna ömurlega. ,,Við mættum varla í leikinn og vorum bara ömurlegir og þar á meðal ég. Við töpuðum þessu á varnarleiknum, það byrjaði strax á fyrstu sekúndum, við vorum á hælunum og þeir fóru framhjá okkur bara hvenær sem þeir vildu, það er það sem tapaði þessum leik.‘‘,,Halldór Garðar var bara í veislu, góður leikmaður og allt það en ekki einhver svona súperstar, það er bara svoleiðis.‘‘Frikki: Vorum sterkari á svellinuFriðrik Ingi Rúnarsson var í skýjunum eftir góðan sigur sinna manna í kvöld. ,,Ég er mjög ánægður með hvernig hugarfar okkar var í þessum leik. Við vorum að spila vel á ákveðnum köflum í vetur en svo höfum við dottið niður og vantað svona herslumuninn finnst mér, verið inni í leikjum en ekki náð að klára þá, þannig ég er mjög ánægður með að við skildum ná að gera betur í kvöld.‘‘ ,,Það var pínu áskorun að ná að finna taktinn að þó við værum að leiða í leikjum þá verðum við að þora að gera það og vera í þeirri stöðu að snúa við, það er allt öðruvísi að vinna leiki þegar þú kemur bakdyramegin og ert undir en þarna fannst mér við gera betur í því og fannst við bara vera sterkari á svellinu.‘‘ Halldór Garðar Hermannsson átti stórleik.,,Mér finnst hann hafa bætt sig í vetur og það er ekkert launungamál að ég hafði mikinn áhuga á að vinna með honum og koma með ákveðin föðurleg ráð, hjálpa honum að verða betri alhliða bakvörður. Mér finnst hann hafa gert það jafnt og þétt í allan vetur, sér í lagi með stoðsendingar og að sjá völlinn betur. Hann er að leggja mikið á sig og það er gaman að vinna með honum eins og öllum í þessu liði,‘‘ sagði Frikki að lokum, sáttur með sinn mann.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum