Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 91-103 | Stjarnan náði ekki að stöðva Keflavíkurhraðlestina Ísak Hallmundarson skrifar 25. október 2019 23:00 Úr Ásgarði í kvöld Vísir/Daníel Stjarnan tók á móti Keflavík í Garðabæ í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Stjarnan eru ríkjandi bikarmeistarar og meistarar meistaranna og Keflavík er spáð góðu gengi í vetur og voru með fullt hús stiga fyrir leik. Það mátti því búast við hörkuleik en það voru á endanum Keflvíkingar sem fóru með sigur af hólmi, 103-91. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu mínúturnar en eftir um fimm mínútna leik tóku gestirnir úr Keflavík völdin á vellinum og komust fljótlega sjö stigum yfir. Stjarnan náði þó góðum lokakafla í leikhlutanum og staðan að loknum fyrsta leikhluta 21-24 fyrir Keflavík. Heimamenn byrjuðu annan leikhluta betur og náðu sex stiga forskoti um miðjan leikhlutan en þá tóku Keflvíkingar við sér og náðu 15-1 áhlaupi til að loka fyrri hálfleiknum. Þar voru Khalil Ahmad og Dominykas Milka fremstir í flokki, en þeir voru með 16 og 19 stig í fyrri hálfleik. Suðurnesjamenn leiddu með átta stigum, 48-40 í hálfleik. Liðin skiptust á körfum í upphafi síðari hálfleiks en Keflvíkingar juku síðan forskot sitt jafnt og þétt og náðu mest 16 stiga forystu. Garðbæingar náðu aðeins að laga stöðuna og leiddu Keflvíkingar með 11 stiga mun áður en liðin gengu til leiks í 4. leikhluta. Ægir Þór Steinarsson í Stjörnunni var stigalaus eftir fyrstu þrjá leikhlutana en átti eftir að láta til sín taka í lokaleikhlutanum og gerði 12 stig í honum. Heimamenn voru búnir að minnka muninn í sjö stig snemma í 4. leikhluta en þá náðu Keflvíkingar áhlaupi og var munurinn orðinn 16 stig þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá hefðu flestir haldið að leikurinn væri búinn en Stjarnan gafst ekki upp og náði 18-5 áhlaupi til að minnka muninn í 3 stig og enn þá mínúta eftir! Ægir Þór og Nick Tomsick í lykilhlutverki. Þeir náðu þó ekki endurkomusigri, en Reggie Dupree setti niður þriggja stig skot með 40 sekúndur eftir á klukkunni og kláraði þar með svo gott sem leikinn. Keflvíkingar unnu að lokum tólf stiga sigur, 103-91 og eru enn með fullt hús stiga. Frábær byrjun hjá þeim. Stjarnan er hinsvegar búin að tapa tveimur leikjum í röð. Það er þó nóg eftir af mótinu sem er bara rétt að byrja.Af hverju vannKeflavík?Stjörnumenn réðu einfaldlega ekkert við Keflvíkinga varnarlega og þá sérstaklega ekki tríóið Dominykas Milka, Deane Williams og Khalil Ahmad, sem voru allir með yfir 20 stig og 10 fráköst í leiknum. Þá voru skytturnar í liði Stjörnunnar ekkert að hitta, Nick Tomsic var til að mynda 0 af 9 í þriggja stiga skotum. Keflvíkingar spiluðu einfaldlega betur á báðum vígvöllum, stjórnuðu leiknum eftir fyrsta leikhlutann og áttu sigurinn fyllilega skilið, þó svo að Stjarnan hafi náð að skapa smá spennu í restina.Bestu menn vallarinsÞað verð ég að gefa þeim Deane Williams, Khalil Ahmad og Dominykas Milka í liði Keflavíkur. Deane var með 24 stig og 16 fráköst, Khalil var með 26 stig og 11 fráköst og sýndi stórkostleg tilþrif á köflum og síðan var Milka með 33 stig og 15 fráköst. Það er ekki oft sem maður sér slíka tölfræði hjá þremur leikmönnum í sama liðinu. Hörður Axel setti einnig niður mikilvæg skot fyrir Keflavík og var með 11 stoðsendingar. Fyrir heimamenn var Ægir Þór Steinarsson með 12 stig og 8 stoðsendingar, en öll stig hans í leiknum komu í 4. leikhluta. Þá áttu Nick Tomsick og Kyle Johnson fína spretti.Hvað gerist næst?Keflavík tekur á móti Val heima í næstu umferð og vill væntanlega halda sigurgöngu sinni áfram. Stjarnan þarf að fara suður með sjó og spila við Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni, en það verður ekki auðveldur leikur, Njarðvíkingar hafa tapað þremur leikjum í röð sem er óvenjulegt fyrir þá. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Hjalti Þór: Eigum mikið inniHjalti Þór Vilhjálmsson leggur á ráðinvísir/Daníel,,Við stýrðum leiknum í svona 33 mínútur og vorum slakir í öðrum leikhluta og svo aðeins í fjórða, að öðru leyti vorum við frekar beinskeyttir, vorum að henda boltanum inn í og þeir réðu illa við það.‘‘ Þrír leikmenn Keflavíkur voru með yfir 20 stig og 10 fráköst: ,,Það hjálpar alveg til að vinna þennan leik. Þeir eru líka frábærir gaurar og passa rosalega vel inn í liðið. (Dominykas) Milka er jarðbundin og er svona ,,IQ-player‘‘ á meðan Dean (Williams) er meira aggresívur og kannski meiri íþróttamaður, þeir fitta rosa vel saman líka‘‘ Þó að Keflavík hafi verið leiðandi í leiknum náði Stjarnan að minnka muninn í þrjú stig undir lok leiksins. ,,Þetta var bara kæruleysi, ég veit ekki hvort menn hafi haldið að þetta væri komið en við vitum að Stjarnan kemur alltaf til baka og þeir eru með þannig leikmenn að þeir geta hent í 20 stig á engum tíma. Við hlupum aðeins á okkur, það vantaði smá skynsemi og yfirvegun‘‘ segir Hjalti. Keflavík hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa: ,,Við vinnum fjóra af fjórum og það er svo sem ekki hægt að gera betur, en við eigum mikið inni og öll lið eiga eftir að bæta sig, við eigum eftir að bæta okkur líka. Það er margt í okkar leik sem við þurfum að stíga upp í‘‘ Arnar: Talað eins og þetta séu einhverjir nautgripirArnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld. ,,Það er aldrei gaman að tapa. Varnarleikurinn er bara ekki góður eins og staðan er. Við réðum bara ekki við Keflavík í heild sinni, varnarleikurinn okkar í heild sinni var lélegur og þeir komust á bragðið. Það er í vörninni sem við missum leikinn og gefum hann aftur frá okkur þegar við komum til baka.‘‘ ,,Okkur langar bara að vera betra lið með hverjum leiknum og við þurfum bara að girða okkur í brók og halda áfram að vinna í því að verða betri. Markmiðið er alltaf að vinna næsta leik í þessari deildarkeppni.‘‘ Spurður út í hvort hann muni koma til með að gera breytingar á hópnum segist hann vona að svo muni ekki vera: ,,Vonandi ekki, það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa vinnuna. Mig langar aðeins að koma inn á það að mér finnst hefðin á Íslandi, hvernig talað er um erlenda leikmenn sem koma í deildina, mér finnst það oft á tíðum ekki fallegt. Menn fagna þegar leikmenn eru látnir fara og tala ekki um þá með nafni heldur er þetta bara þessi útlendingur fer og þessi útlendingur fer‘‘ Hann heldur áfram: ,,Ef þú hefur verið að þjálfa í þessu og hefur þurft að láta menn fara líkt og við lentum í með Paul Jones í fyrra, þá er rosalega leiðinlegt að sjá góða menn þurfa að missa vinnuna, góða drengi, af því þeir kannski passa ekki inní. Þannig það er alltaf bara verið að tala um þetta eins og þetta séu einhverjir nautgripir. Mér finnst það bara ekki mannúðlegt.‘‘ ,,Vonandi ná allir þessir strákar sem eru hérna á Íslandi að halda vinnunni sinni. Mér finnst allt í lagi að hugsa um þá stundum eins og fólk en ekki bara einhverja gripi og vera að hlæja að því þegar það er verið að senda menn erlendis og óska þess að þeir fari af landinu á sem allra skemmstum tíma og sjáist aldrei aftur,‘‘ segir Arnar að lokum. Dominos-deild karla
Stjarnan tók á móti Keflavík í Garðabæ í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Stjarnan eru ríkjandi bikarmeistarar og meistarar meistaranna og Keflavík er spáð góðu gengi í vetur og voru með fullt hús stiga fyrir leik. Það mátti því búast við hörkuleik en það voru á endanum Keflvíkingar sem fóru með sigur af hólmi, 103-91. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu mínúturnar en eftir um fimm mínútna leik tóku gestirnir úr Keflavík völdin á vellinum og komust fljótlega sjö stigum yfir. Stjarnan náði þó góðum lokakafla í leikhlutanum og staðan að loknum fyrsta leikhluta 21-24 fyrir Keflavík. Heimamenn byrjuðu annan leikhluta betur og náðu sex stiga forskoti um miðjan leikhlutan en þá tóku Keflvíkingar við sér og náðu 15-1 áhlaupi til að loka fyrri hálfleiknum. Þar voru Khalil Ahmad og Dominykas Milka fremstir í flokki, en þeir voru með 16 og 19 stig í fyrri hálfleik. Suðurnesjamenn leiddu með átta stigum, 48-40 í hálfleik. Liðin skiptust á körfum í upphafi síðari hálfleiks en Keflvíkingar juku síðan forskot sitt jafnt og þétt og náðu mest 16 stiga forystu. Garðbæingar náðu aðeins að laga stöðuna og leiddu Keflvíkingar með 11 stiga mun áður en liðin gengu til leiks í 4. leikhluta. Ægir Þór Steinarsson í Stjörnunni var stigalaus eftir fyrstu þrjá leikhlutana en átti eftir að láta til sín taka í lokaleikhlutanum og gerði 12 stig í honum. Heimamenn voru búnir að minnka muninn í sjö stig snemma í 4. leikhluta en þá náðu Keflvíkingar áhlaupi og var munurinn orðinn 16 stig þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá hefðu flestir haldið að leikurinn væri búinn en Stjarnan gafst ekki upp og náði 18-5 áhlaupi til að minnka muninn í 3 stig og enn þá mínúta eftir! Ægir Þór og Nick Tomsick í lykilhlutverki. Þeir náðu þó ekki endurkomusigri, en Reggie Dupree setti niður þriggja stig skot með 40 sekúndur eftir á klukkunni og kláraði þar með svo gott sem leikinn. Keflvíkingar unnu að lokum tólf stiga sigur, 103-91 og eru enn með fullt hús stiga. Frábær byrjun hjá þeim. Stjarnan er hinsvegar búin að tapa tveimur leikjum í röð. Það er þó nóg eftir af mótinu sem er bara rétt að byrja.Af hverju vannKeflavík?Stjörnumenn réðu einfaldlega ekkert við Keflvíkinga varnarlega og þá sérstaklega ekki tríóið Dominykas Milka, Deane Williams og Khalil Ahmad, sem voru allir með yfir 20 stig og 10 fráköst í leiknum. Þá voru skytturnar í liði Stjörnunnar ekkert að hitta, Nick Tomsic var til að mynda 0 af 9 í þriggja stiga skotum. Keflvíkingar spiluðu einfaldlega betur á báðum vígvöllum, stjórnuðu leiknum eftir fyrsta leikhlutann og áttu sigurinn fyllilega skilið, þó svo að Stjarnan hafi náð að skapa smá spennu í restina.Bestu menn vallarinsÞað verð ég að gefa þeim Deane Williams, Khalil Ahmad og Dominykas Milka í liði Keflavíkur. Deane var með 24 stig og 16 fráköst, Khalil var með 26 stig og 11 fráköst og sýndi stórkostleg tilþrif á köflum og síðan var Milka með 33 stig og 15 fráköst. Það er ekki oft sem maður sér slíka tölfræði hjá þremur leikmönnum í sama liðinu. Hörður Axel setti einnig niður mikilvæg skot fyrir Keflavík og var með 11 stoðsendingar. Fyrir heimamenn var Ægir Þór Steinarsson með 12 stig og 8 stoðsendingar, en öll stig hans í leiknum komu í 4. leikhluta. Þá áttu Nick Tomsick og Kyle Johnson fína spretti.Hvað gerist næst?Keflavík tekur á móti Val heima í næstu umferð og vill væntanlega halda sigurgöngu sinni áfram. Stjarnan þarf að fara suður með sjó og spila við Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni, en það verður ekki auðveldur leikur, Njarðvíkingar hafa tapað þremur leikjum í röð sem er óvenjulegt fyrir þá. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Hjalti Þór: Eigum mikið inniHjalti Þór Vilhjálmsson leggur á ráðinvísir/Daníel,,Við stýrðum leiknum í svona 33 mínútur og vorum slakir í öðrum leikhluta og svo aðeins í fjórða, að öðru leyti vorum við frekar beinskeyttir, vorum að henda boltanum inn í og þeir réðu illa við það.‘‘ Þrír leikmenn Keflavíkur voru með yfir 20 stig og 10 fráköst: ,,Það hjálpar alveg til að vinna þennan leik. Þeir eru líka frábærir gaurar og passa rosalega vel inn í liðið. (Dominykas) Milka er jarðbundin og er svona ,,IQ-player‘‘ á meðan Dean (Williams) er meira aggresívur og kannski meiri íþróttamaður, þeir fitta rosa vel saman líka‘‘ Þó að Keflavík hafi verið leiðandi í leiknum náði Stjarnan að minnka muninn í þrjú stig undir lok leiksins. ,,Þetta var bara kæruleysi, ég veit ekki hvort menn hafi haldið að þetta væri komið en við vitum að Stjarnan kemur alltaf til baka og þeir eru með þannig leikmenn að þeir geta hent í 20 stig á engum tíma. Við hlupum aðeins á okkur, það vantaði smá skynsemi og yfirvegun‘‘ segir Hjalti. Keflavík hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa: ,,Við vinnum fjóra af fjórum og það er svo sem ekki hægt að gera betur, en við eigum mikið inni og öll lið eiga eftir að bæta sig, við eigum eftir að bæta okkur líka. Það er margt í okkar leik sem við þurfum að stíga upp í‘‘ Arnar: Talað eins og þetta séu einhverjir nautgripirArnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld. ,,Það er aldrei gaman að tapa. Varnarleikurinn er bara ekki góður eins og staðan er. Við réðum bara ekki við Keflavík í heild sinni, varnarleikurinn okkar í heild sinni var lélegur og þeir komust á bragðið. Það er í vörninni sem við missum leikinn og gefum hann aftur frá okkur þegar við komum til baka.‘‘ ,,Okkur langar bara að vera betra lið með hverjum leiknum og við þurfum bara að girða okkur í brók og halda áfram að vinna í því að verða betri. Markmiðið er alltaf að vinna næsta leik í þessari deildarkeppni.‘‘ Spurður út í hvort hann muni koma til með að gera breytingar á hópnum segist hann vona að svo muni ekki vera: ,,Vonandi ekki, það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa vinnuna. Mig langar aðeins að koma inn á það að mér finnst hefðin á Íslandi, hvernig talað er um erlenda leikmenn sem koma í deildina, mér finnst það oft á tíðum ekki fallegt. Menn fagna þegar leikmenn eru látnir fara og tala ekki um þá með nafni heldur er þetta bara þessi útlendingur fer og þessi útlendingur fer‘‘ Hann heldur áfram: ,,Ef þú hefur verið að þjálfa í þessu og hefur þurft að láta menn fara líkt og við lentum í með Paul Jones í fyrra, þá er rosalega leiðinlegt að sjá góða menn þurfa að missa vinnuna, góða drengi, af því þeir kannski passa ekki inní. Þannig það er alltaf bara verið að tala um þetta eins og þetta séu einhverjir nautgripir. Mér finnst það bara ekki mannúðlegt.‘‘ ,,Vonandi ná allir þessir strákar sem eru hérna á Íslandi að halda vinnunni sinni. Mér finnst allt í lagi að hugsa um þá stundum eins og fólk en ekki bara einhverja gripi og vera að hlæja að því þegar það er verið að senda menn erlendis og óska þess að þeir fari af landinu á sem allra skemmstum tíma og sjáist aldrei aftur,‘‘ segir Arnar að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum