Þorsteinn: Væri alveg til í að fara aftur til Prag en annars til Manchester Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2019 18:45 Þorsteinn sagði Breiðablik hafa spilað sérstaklega vel í seinni hálfleiknum gegn Spörtu Prag. vísir/bára „Mér líður vel, mjög vel. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Spörtu Prag, 0-1, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt. Sparta Prag sótti stíft í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 55. mínútu og þeir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk. „Þær fengu nokkur færi í fyrri hálfleik en reyndar við líka. En svo fengu þær engin færi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mjög góða vörn,“ sagði Þorsteinn. „Við beittum skyndisóknum, fengum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Þær sköpuðu sér ekki neitt í seinni hálfleik. Í þeim fyrri fengu þær 2-3 opin færi en Ásta [Vigdís Guðlaugsdóttir] varði mjög vel.“ Frammistaða Ástu kom okkur ekki á óvartÁsta stóð í marki Breiðabliks í fjarveru fyrirliðans Sonný Láru Þráinsdóttur sem er meidd. „Hún er góð eins og við höfum alltaf haldið fram. Frammistaða hennar kom ekkert á óvart en það var gaman að sjá hana spila eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það skipti miklu máli að komast áfram í Meistaradeildinni. „Þetta skiptir máli upp á það að reyna ná öðru íslensku liði inn í keppnina sem yrði allt annað. Helst þyrftum við að komast áfram í 8-liða úrslit en það er annað mál,“ sagði Þorsteinn. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Þorsteinn segist helst vilja mæta Slavia Prag. Manchester City er svo annar kostur en Þorsteinn hefur haldið með liðinu alla tíð. Einfaldari klippivinna„Við værum alveg til í að fara aftur til Prag. Við höfum horft á marga leiki með Slavia Prag og það verður auðvelt að klippa það,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki Prag vildi ég fara til Manchester. Ég er gallharður City-maður til rúmlega 40 ára.“ Þónokkrir leikmenn Breiðabliks fara í landsliðsverkefni í byrjun október. Leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara svo fram 16. eða 17. og 30. og 31. október. „Við gefum leikmönnum nokkra daga frí og hittumst svo aftur um miðja næstu viku. Þetta lengir tímabilið um mánuð sem er gott. Við kvörtum ekki yfir því og undirbúningstímabilið styttist bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Mér líður vel, mjög vel. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Spörtu Prag, 0-1, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt. Sparta Prag sótti stíft í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 55. mínútu og þeir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk. „Þær fengu nokkur færi í fyrri hálfleik en reyndar við líka. En svo fengu þær engin færi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mjög góða vörn,“ sagði Þorsteinn. „Við beittum skyndisóknum, fengum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Þær sköpuðu sér ekki neitt í seinni hálfleik. Í þeim fyrri fengu þær 2-3 opin færi en Ásta [Vigdís Guðlaugsdóttir] varði mjög vel.“ Frammistaða Ástu kom okkur ekki á óvartÁsta stóð í marki Breiðabliks í fjarveru fyrirliðans Sonný Láru Þráinsdóttur sem er meidd. „Hún er góð eins og við höfum alltaf haldið fram. Frammistaða hennar kom ekkert á óvart en það var gaman að sjá hana spila eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það skipti miklu máli að komast áfram í Meistaradeildinni. „Þetta skiptir máli upp á það að reyna ná öðru íslensku liði inn í keppnina sem yrði allt annað. Helst þyrftum við að komast áfram í 8-liða úrslit en það er annað mál,“ sagði Þorsteinn. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Þorsteinn segist helst vilja mæta Slavia Prag. Manchester City er svo annar kostur en Þorsteinn hefur haldið með liðinu alla tíð. Einfaldari klippivinna„Við værum alveg til í að fara aftur til Prag. Við höfum horft á marga leiki með Slavia Prag og það verður auðvelt að klippa það,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki Prag vildi ég fara til Manchester. Ég er gallharður City-maður til rúmlega 40 ára.“ Þónokkrir leikmenn Breiðabliks fara í landsliðsverkefni í byrjun október. Leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara svo fram 16. eða 17. og 30. og 31. október. „Við gefum leikmönnum nokkra daga frí og hittumst svo aftur um miðja næstu viku. Þetta lengir tímabilið um mánuð sem er gott. Við kvörtum ekki yfir því og undirbúningstímabilið styttist bara,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51