Paul Pogba mátti þola kynþáttaníð á netinu eftir vítaklúðrið í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 09:00 Paul Pogba trúði því varla að hann hefði klikkað á vítinu. Getty/Matthew Ashton Paul Pogba heimtaði að fá að taka víti Manchester United í gærkvöldi en í stað þess að verða hetjan varð hann skúrkur. Súrir stuðningsmenn United urðu sér til skammar á netinu strax eftir leik. Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, varð í gærkvöldi þriðji leikmaðurinn í enska boltanum á einni viku sem þurfti að sitja undir kynþáttarníði á samskiptamiðlum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Pogba klikkaði á vítaspyrnu sem hefði fært liði Manchester United sigurinn og þar með áfram fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. Hann lét verja frá sér og leikur Wolves og Manchester United endaði með 1-1 jafntefli. Pogba bættist þar með í hóp Reading leikmannsins Yakou Meite og Chelsea mannsins Tammy Abraham sem klikkuðu líka á vítaspyrnum í sínum leikjum þar af Abraham í vítaspyrnukeppni á móti Liverpool í leiknum um Ofurbikar UEFA. Þeir voru báðir fórnarlamb kynþáttarníðs eftir síns leiki. Það er mikil vitundarvakning í Bretlandi í baráttunni gegn kynþáttarníði enda hafa rannsóknir sýnt að hún er að aukast aftur sem er mjög slæm þróun.Paul Pogba subjected to vile racist abuse online after missing penalty against Wolves https://t.co/TELrYIxmpjpic.twitter.com/1gtAl0OWad — Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2019 Paul Pogba lá þarna vel við höggi hjá súrum stuðningsmönnum sem urðu uppvísir af því að setja inn skammarlegar færslur á Twitter. Aðrir stuðningsmenn Manchester United voru fljótir að koma Paul Pogba til varnar og fordæmdu umræddar Twitter-færslur sem innihéldu kynþáttaníð. Nokkrir af kynþáttahöturunum höfðu eytt færslum sínum seinna um kvöldið og aðrir reikningar voru horfnir í heilu lagi. Twitter hefur harðar reglur gagnvart þeim sem reyna að koma höggi á aðra með hatursfullri hegðun á samskiptamiðlinum. England Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Paul Pogba heimtaði að fá að taka víti Manchester United í gærkvöldi en í stað þess að verða hetjan varð hann skúrkur. Súrir stuðningsmenn United urðu sér til skammar á netinu strax eftir leik. Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, varð í gærkvöldi þriðji leikmaðurinn í enska boltanum á einni viku sem þurfti að sitja undir kynþáttarníði á samskiptamiðlum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Pogba klikkaði á vítaspyrnu sem hefði fært liði Manchester United sigurinn og þar með áfram fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. Hann lét verja frá sér og leikur Wolves og Manchester United endaði með 1-1 jafntefli. Pogba bættist þar með í hóp Reading leikmannsins Yakou Meite og Chelsea mannsins Tammy Abraham sem klikkuðu líka á vítaspyrnum í sínum leikjum þar af Abraham í vítaspyrnukeppni á móti Liverpool í leiknum um Ofurbikar UEFA. Þeir voru báðir fórnarlamb kynþáttarníðs eftir síns leiki. Það er mikil vitundarvakning í Bretlandi í baráttunni gegn kynþáttarníði enda hafa rannsóknir sýnt að hún er að aukast aftur sem er mjög slæm þróun.Paul Pogba subjected to vile racist abuse online after missing penalty against Wolves https://t.co/TELrYIxmpjpic.twitter.com/1gtAl0OWad — Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2019 Paul Pogba lá þarna vel við höggi hjá súrum stuðningsmönnum sem urðu uppvísir af því að setja inn skammarlegar færslur á Twitter. Aðrir stuðningsmenn Manchester United voru fljótir að koma Paul Pogba til varnar og fordæmdu umræddar Twitter-færslur sem innihéldu kynþáttaníð. Nokkrir af kynþáttahöturunum höfðu eytt færslum sínum seinna um kvöldið og aðrir reikningar voru horfnir í heilu lagi. Twitter hefur harðar reglur gagnvart þeim sem reyna að koma höggi á aðra með hatursfullri hegðun á samskiptamiðlinum.
England Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti