Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2018 17:00 Trump heyrði heyra við þingmann að hann ætlaði 100% að birta minnisblaðið þegar hann flutti stefnuræðu sína á þriðjudagskvöld. Vísir/AFP Leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega gæti hjálpað við að draga úr trúverðugleika Rússarannsóknarinnar. Þetta er Donald Trump Bandaríkjaforseti sagður ræða um við vini og samstarfsmenn. Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að birta minnisblaðið á mánudag. Devin Nunes, formaður nefndarinnar, lét taka það saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Repúblikanar fullyrða að minnisblaðið sýni að yfirmenn hjá FBI og dómsmálaráðuneytinu hafi frá upphafi rannsóknarinnar verið hlutdrægir gegn Trump. Þeir hafi reitt sig á skýrslu sem breskur njósnari tók saman til að fá heimild að hlera samskipti eins starfsmanns framboðs Trump án þess að geta þess að demókratar hefðu greitt fyrir vinnslu skýrslunnar.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið hafa varað eindregið við því að minnisblaðið verði gert opinbert. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálráðherra, reyndu að sannfæra Hvíta húsið um að stöðva birtingu þess um helgina. Trump hefur hins vegar sagst ætla að birta það, þrátt fyrir andstöðu tveggja æðstu löggæslustofnana landsins. Það leiddi til þess að FBI tók það óvenjulega skref í gær að senda frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var alvarlegum áhyggjum af birtingu minnisblaðsins. Efnislegar staðreyndir sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðinga í minnisblaðinu hafi þar verið skildar eftir út undan.Geri forsetanum auðveldar fyrir að gagnrýna rannsóknina Nú segir CNN-fréttastöðin að Trump hafi sagt bandamönnum sínum undanfarið að hann telji að minnisblað repúblikana geti hjálpað til við að kasta rýrð á trúverðugleika rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stjórnar. Það muni leiða í ljós hlutdrægni yfirmanna FBI gegn sér sem geri honum auðveldara fyrir að staðhæfa að rannsakendurnir hafi fordóma í garð hans. Trump hefur lengi farið mikinn um rannsóknina. Hún sé nornaveiðar og alls ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur viljað reka Mueller og undanfarið talað um óánægju sína með Rosenstein, manninn sem fól Mueller rannsóknina eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina.Forstjóri FBI reyndi að sannfæra Hvíta húsið um að stöðva birtingu minnisblaðs repúblikana. Þegar það bar engan árangur gaf FBI út yfirlýsingu þar sem þungum áhyggjum var lýst af birtingu skjalsins.Vísir/AFPÞá herma heimildir CNN að Trump hafi verið argur vegna yfirlýsinga FBI í gær. Yfirlýsingin var gefin út skömmu eftir að greint var frá því að forsetinn vildi birta minnisblaðið. Hann er ekki enn sagður hafa gert upp hug sinn um framtíð Rosenstein í starfi. Trump skipaði bæði Wray og Rosenstein í embætti sín.Ætlað að koma höggi á manninn sem hefur örlög Mueller í höndum sérDemókratar hafa fullyrt að minnisblað repúblikana dragi upp ranga mynd af vinnubrögðum FBI og dómsmálaráðuneytisins þegar þau óskuðu eftir heimild til að hlera fjarskipti Carters Page, ráðgjafa Trump-framboðsins í utanríkismálum, fyrir leynilegum leyniþjónustudómstól árið 2016. Gögn hafi verið sérvalin til að styðja fullyrðingar um misferli stofnanna. Rosenstein skrifaði undir beiðni um framlengingu á heimildinni skömmu eftir að hann tók við embætti snemma á síðasta ári. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja að útspili repúblikana sé ekki síst ætlað að koma höggi á Rosenstein sem er eini maðurinn sem getur rekið Mueller, sérstakan rannsakanda.Wall Street Journal sagði frá því í dag að vitnisburði og dómsskjöl sýni að bandarísk leyniþjónustu- og löggæsluyfirvöld hafi vitað af Page löngu áður en skýrsla breska njósnarans Christopher Steele kom til sögunnar.Carter Page er skyndilega orðinn miðpunktur gagnrýni á FBI og dómsmálaráðuneytið. Repúblikanar telja að stofnanirnar hafi beitt vafasömum aðferðum til að fá heimild til að hlera fjarskipti hans þegar hann starfaði fyrir framboð Trump. FBI segir minnisblað þess efnis skilja út undan lykilstaðreyndir.Vísir/AFPHendur FBI bundnar til að hrekja efni minnisblaðsinsLöggæslusérfræðingar segja Washington Post að FBI muni reynast erfitt að verja sig ef minnisblaðið verður gert opinbert. Gögn sem höfundar minnisblaðsins skautaði fram hjá en gætu hrakið ásakanir um misferli eru trúnaðargögn og FBI gæti talið þau of viðkvæm til að birta opinberlega. Þau hafa einmitt verið rök FBI og dómsmálaráðuneytisins. Opinber birting minnisblaðsins geti spillt fyrir heildarmönnum og upplýsingaöflun stofnananna og fælt erlendar leyniþjónustustofnanir frá því að deila upplýsingum með bandarískum starfssystkinum sínum. Dómsmálaráðuneytið sagði fulltrúum leyniþjónustunefndarinnar að það væri „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið opinberlega. Þrátt fyrir það samþykktu repúblikanarnir að birta skjalið eftir að hafa hafnað því að heyra frá Wray, forstjóra FBI.Reuters-fréttastofan hefur eftir embætismanni Hvíta hússins að Hvíta húsið gæti samþykkt birtingu minnisblaðsins strax í dag. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega gæti hjálpað við að draga úr trúverðugleika Rússarannsóknarinnar. Þetta er Donald Trump Bandaríkjaforseti sagður ræða um við vini og samstarfsmenn. Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að birta minnisblaðið á mánudag. Devin Nunes, formaður nefndarinnar, lét taka það saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Repúblikanar fullyrða að minnisblaðið sýni að yfirmenn hjá FBI og dómsmálaráðuneytinu hafi frá upphafi rannsóknarinnar verið hlutdrægir gegn Trump. Þeir hafi reitt sig á skýrslu sem breskur njósnari tók saman til að fá heimild að hlera samskipti eins starfsmanns framboðs Trump án þess að geta þess að demókratar hefðu greitt fyrir vinnslu skýrslunnar.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið hafa varað eindregið við því að minnisblaðið verði gert opinbert. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálráðherra, reyndu að sannfæra Hvíta húsið um að stöðva birtingu þess um helgina. Trump hefur hins vegar sagst ætla að birta það, þrátt fyrir andstöðu tveggja æðstu löggæslustofnana landsins. Það leiddi til þess að FBI tók það óvenjulega skref í gær að senda frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var alvarlegum áhyggjum af birtingu minnisblaðsins. Efnislegar staðreyndir sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðinga í minnisblaðinu hafi þar verið skildar eftir út undan.Geri forsetanum auðveldar fyrir að gagnrýna rannsóknina Nú segir CNN-fréttastöðin að Trump hafi sagt bandamönnum sínum undanfarið að hann telji að minnisblað repúblikana geti hjálpað til við að kasta rýrð á trúverðugleika rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stjórnar. Það muni leiða í ljós hlutdrægni yfirmanna FBI gegn sér sem geri honum auðveldara fyrir að staðhæfa að rannsakendurnir hafi fordóma í garð hans. Trump hefur lengi farið mikinn um rannsóknina. Hún sé nornaveiðar og alls ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur viljað reka Mueller og undanfarið talað um óánægju sína með Rosenstein, manninn sem fól Mueller rannsóknina eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina.Forstjóri FBI reyndi að sannfæra Hvíta húsið um að stöðva birtingu minnisblaðs repúblikana. Þegar það bar engan árangur gaf FBI út yfirlýsingu þar sem þungum áhyggjum var lýst af birtingu skjalsins.Vísir/AFPÞá herma heimildir CNN að Trump hafi verið argur vegna yfirlýsinga FBI í gær. Yfirlýsingin var gefin út skömmu eftir að greint var frá því að forsetinn vildi birta minnisblaðið. Hann er ekki enn sagður hafa gert upp hug sinn um framtíð Rosenstein í starfi. Trump skipaði bæði Wray og Rosenstein í embætti sín.Ætlað að koma höggi á manninn sem hefur örlög Mueller í höndum sérDemókratar hafa fullyrt að minnisblað repúblikana dragi upp ranga mynd af vinnubrögðum FBI og dómsmálaráðuneytisins þegar þau óskuðu eftir heimild til að hlera fjarskipti Carters Page, ráðgjafa Trump-framboðsins í utanríkismálum, fyrir leynilegum leyniþjónustudómstól árið 2016. Gögn hafi verið sérvalin til að styðja fullyrðingar um misferli stofnanna. Rosenstein skrifaði undir beiðni um framlengingu á heimildinni skömmu eftir að hann tók við embætti snemma á síðasta ári. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja að útspili repúblikana sé ekki síst ætlað að koma höggi á Rosenstein sem er eini maðurinn sem getur rekið Mueller, sérstakan rannsakanda.Wall Street Journal sagði frá því í dag að vitnisburði og dómsskjöl sýni að bandarísk leyniþjónustu- og löggæsluyfirvöld hafi vitað af Page löngu áður en skýrsla breska njósnarans Christopher Steele kom til sögunnar.Carter Page er skyndilega orðinn miðpunktur gagnrýni á FBI og dómsmálaráðuneytið. Repúblikanar telja að stofnanirnar hafi beitt vafasömum aðferðum til að fá heimild til að hlera fjarskipti hans þegar hann starfaði fyrir framboð Trump. FBI segir minnisblað þess efnis skilja út undan lykilstaðreyndir.Vísir/AFPHendur FBI bundnar til að hrekja efni minnisblaðsinsLöggæslusérfræðingar segja Washington Post að FBI muni reynast erfitt að verja sig ef minnisblaðið verður gert opinbert. Gögn sem höfundar minnisblaðsins skautaði fram hjá en gætu hrakið ásakanir um misferli eru trúnaðargögn og FBI gæti talið þau of viðkvæm til að birta opinberlega. Þau hafa einmitt verið rök FBI og dómsmálaráðuneytisins. Opinber birting minnisblaðsins geti spillt fyrir heildarmönnum og upplýsingaöflun stofnananna og fælt erlendar leyniþjónustustofnanir frá því að deila upplýsingum með bandarískum starfssystkinum sínum. Dómsmálaráðuneytið sagði fulltrúum leyniþjónustunefndarinnar að það væri „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið opinberlega. Þrátt fyrir það samþykktu repúblikanarnir að birta skjalið eftir að hafa hafnað því að heyra frá Wray, forstjóra FBI.Reuters-fréttastofan hefur eftir embætismanni Hvíta hússins að Hvíta húsið gæti samþykkt birtingu minnisblaðsins strax í dag.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00