Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2017 22:29 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/ernir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk 10,8 milljónir fyrir árangur sinn á Indy Women In Tech-mótinu á LPGA-mótaröðinni í gær og meira en tvöfaldaði heildarverðlaunfé sitt í ár. Árangurinn þýðir að Ólafía er svo gott sem örugg með sæti á mótaröðinni á næsta ári en hún er nú komin upp í 67. sæti peningalistans en 100 efstu kylfingarnir endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni. Sjá einnig: Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst Ólafía var í 106. sæti peningalistans fyrir mótið í Indiana um helgina og hoppaði því upp um 39 sæti með árangri sínum á móti helgarinnar.Staða Ólafíu á peningalistanum.80 tekjuhæstu kylfingarnir ár hvert komast í efsta þrep forgangslistans á mótaröðinni og er árangur Ólafíu í dag ekki síst mikilvægur í því ljósi. Hún á því góðan möguleika á keppa á öllum þeim mótum sem hún kýs að taka þátt í á næstu leiktíð ef hún heldur sér á meðal 80 efstu. Sjá einnig: Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Ólafía fékk 103 þúsund dollara fyrir árangurinn í dag en var áður búin að fá samtals 72 þúsund dollara. Hún hefur því aflað alls 175 þúsund dollara á tímabilinu, jafnvirði 18,5 milljóna króna.Hér má sjá upplýsingar um forgangslista LPGA-mótaraðarinnar [hlekkur á PDF-skjal] í ár en þar kemur fram að efsti flokkur á listanum eru 80 tekjuhæstu kylfingar síðusta tímabils. Ólafía Þórunn mun nú halda með fullt sjálfstraust inn í Evian Championship mótið sem hefst í næstu viku en það er síðasta risamót ársins. Ólafía hefur nú þegar keppt á tveimur risamótum til þessa. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk 10,8 milljónir fyrir árangur sinn á Indy Women In Tech-mótinu á LPGA-mótaröðinni í gær og meira en tvöfaldaði heildarverðlaunfé sitt í ár. Árangurinn þýðir að Ólafía er svo gott sem örugg með sæti á mótaröðinni á næsta ári en hún er nú komin upp í 67. sæti peningalistans en 100 efstu kylfingarnir endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni. Sjá einnig: Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst Ólafía var í 106. sæti peningalistans fyrir mótið í Indiana um helgina og hoppaði því upp um 39 sæti með árangri sínum á móti helgarinnar.Staða Ólafíu á peningalistanum.80 tekjuhæstu kylfingarnir ár hvert komast í efsta þrep forgangslistans á mótaröðinni og er árangur Ólafíu í dag ekki síst mikilvægur í því ljósi. Hún á því góðan möguleika á keppa á öllum þeim mótum sem hún kýs að taka þátt í á næstu leiktíð ef hún heldur sér á meðal 80 efstu. Sjá einnig: Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Ólafía fékk 103 þúsund dollara fyrir árangurinn í dag en var áður búin að fá samtals 72 þúsund dollara. Hún hefur því aflað alls 175 þúsund dollara á tímabilinu, jafnvirði 18,5 milljóna króna.Hér má sjá upplýsingar um forgangslista LPGA-mótaraðarinnar [hlekkur á PDF-skjal] í ár en þar kemur fram að efsti flokkur á listanum eru 80 tekjuhæstu kylfingar síðusta tímabils. Ólafía Þórunn mun nú halda með fullt sjálfstraust inn í Evian Championship mótið sem hefst í næstu viku en það er síðasta risamót ársins. Ólafía hefur nú þegar keppt á tveimur risamótum til þessa.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira