Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2017 18:30 Valdís Þóra lék á samtals níu höggum yfir pari. Mynd/gsimyndir.net/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. Þetta er fyrsta risamótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár en vann sér sæti á Opna bandaríska með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra lék alls 21 holu í dag. Hún náði ekki að ljúka leik á fyrsta hringnum í gær því mikið þrumuveður setti keppnishaldið úr skorðum. Valdís Þóra byrjaði á því að leika þrjár holur á fyrsta hringnum í morgun. Þar fékk hún par, skolla og fugl og var því á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Skagakonan hóf svo leik á tíundu holu á öðrum hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari og möguleikarnir á að komast í gegnum niðurskurðinn voru því afar litlir. Valdís Þóra fékk skramba á þriðju holu en kláraði hringinn með því að fá sex pör í röð. Hún endaði því á níu höggum yfir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir pari. Fylgst var með gangi mála hjá Valdísi Þóru á Vísi í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. Þetta er fyrsta risamótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár en vann sér sæti á Opna bandaríska með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra lék alls 21 holu í dag. Hún náði ekki að ljúka leik á fyrsta hringnum í gær því mikið þrumuveður setti keppnishaldið úr skorðum. Valdís Þóra byrjaði á því að leika þrjár holur á fyrsta hringnum í morgun. Þar fékk hún par, skolla og fugl og var því á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Skagakonan hóf svo leik á tíundu holu á öðrum hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari og möguleikarnir á að komast í gegnum niðurskurðinn voru því afar litlir. Valdís Þóra fékk skramba á þriðju holu en kláraði hringinn með því að fá sex pör í röð. Hún endaði því á níu höggum yfir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir pari. Fylgst var með gangi mála hjá Valdísi Þóru á Vísi í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45