Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 23:30 Sir Charles Barkley var frábær leikmaður á sínum tíma og nú vill hann leik við LaVar Ball. Vísir/Samsett/Getty NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra. ESPN segir frá. Charles Barkley hefur fyrir löngu fengið sig fullsaddan af yfirlýsingum LaVar Ball sem er duglegur að monta sig af þremur drengjum sínum sem eru allir í hópi efnilegri körfuboltamönnum Bandaríkjanna. Elsti drengurinn, Lonzo Ball, og sá eini sem er kominn í háskóla þykir líklegur til að vera valinn mjög snemma í NBA-nýliðavalinu í sumar. Hinir tveir eru enn í menntaskóla en þegar búnir að ákveða að spila með hinum virta UCLA skóla eins og elsti bróður sinn. Eftir að LaVar Ball talaði um að hann vildi frá einn milljarð dollara fyrir skósamning fyrir drengina þrjá þá ákvað Charles Barkley að ganga lengra en bara gagnrýna LaVar Ball. Charles var þá gestur í útvarpsþættinum „Mike & Mike” á ESPN og talið barst að hinum yfirlýsingaglaða LaVar Ball sem hefur meðal annars sagt að elsti sonurinn sinn sé betri en Steph Curry. Það sem kveikti fyrir alvöru í Barkley var að LaVar Ball sagði að ef að Barkley hefði hugsað eins og hann þá ætti hann kannski meistarahring í dag. Barkley sagðist alveg vera klár í að bera ferla þeirra tveggja saman en þá kom ýmislegt í ljós. Barkley frétti nefnilega af því að LaVar Ball hafi aðeins skorað 2,2 stig að meðaltali á háskólaferli sínum með Washington State skólanum. Það virkaði eins og olía á eld fyrir Sir Charles. „Þegar hann fór að tala um að ég hafi ekki unnið meistaratitil þá sagði ég við sjálfan mig: Ég þarf að fara gúgla þennan gæja því kannski missti ég Ball-tímabilinu þegar hann var yfirburðarmaður vinnandi meistaratitla út um allt,“ sagði Charles Barkley og bætti við: „Ég er orðinn of gamall og feitur til að spila körfubolta en ég skora samt á herra Ball í 1 á 1. Ég veit ekki einu sinni hversu gamall hann er, hann hlýtur að vera á svipuðum aldrei og ég, en maður sem skorar bara tvö stig að meðaltali í leik getur ekki unnið mig í 1 á 1,“ sagði Barkley í „Mike & Mike” þættinum á ESPN. LaVar Ball var fljótur til og svaraði Barkley fullum hálsi. „Hann vill skora á mig í leik og segir að ég hafi bara skorað tvö stig í leik. Hverjum er ekki sama um það? Staðreyndin er bara sú að hann getur ekki spilað því hann er orðinn svo feitur. Hann hætti bara að halda sig í TNT stúdíóinu og borða kleinuhringina sína. Um leið og þú kemur með kleinuhringi til hans þá verður hann besti vinur þinn á ný,“ sagði LaVar Ball í hæðnistón. Miðað við athyglissýki beggja þá er allt eins líklegt að við sjáum þá mætast á körfuboltavellinum. Það væru örugglega margir til í að borga fyrir að sjá slíkan leik. Körfubolti NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra. ESPN segir frá. Charles Barkley hefur fyrir löngu fengið sig fullsaddan af yfirlýsingum LaVar Ball sem er duglegur að monta sig af þremur drengjum sínum sem eru allir í hópi efnilegri körfuboltamönnum Bandaríkjanna. Elsti drengurinn, Lonzo Ball, og sá eini sem er kominn í háskóla þykir líklegur til að vera valinn mjög snemma í NBA-nýliðavalinu í sumar. Hinir tveir eru enn í menntaskóla en þegar búnir að ákveða að spila með hinum virta UCLA skóla eins og elsti bróður sinn. Eftir að LaVar Ball talaði um að hann vildi frá einn milljarð dollara fyrir skósamning fyrir drengina þrjá þá ákvað Charles Barkley að ganga lengra en bara gagnrýna LaVar Ball. Charles var þá gestur í útvarpsþættinum „Mike & Mike” á ESPN og talið barst að hinum yfirlýsingaglaða LaVar Ball sem hefur meðal annars sagt að elsti sonurinn sinn sé betri en Steph Curry. Það sem kveikti fyrir alvöru í Barkley var að LaVar Ball sagði að ef að Barkley hefði hugsað eins og hann þá ætti hann kannski meistarahring í dag. Barkley sagðist alveg vera klár í að bera ferla þeirra tveggja saman en þá kom ýmislegt í ljós. Barkley frétti nefnilega af því að LaVar Ball hafi aðeins skorað 2,2 stig að meðaltali á háskólaferli sínum með Washington State skólanum. Það virkaði eins og olía á eld fyrir Sir Charles. „Þegar hann fór að tala um að ég hafi ekki unnið meistaratitil þá sagði ég við sjálfan mig: Ég þarf að fara gúgla þennan gæja því kannski missti ég Ball-tímabilinu þegar hann var yfirburðarmaður vinnandi meistaratitla út um allt,“ sagði Charles Barkley og bætti við: „Ég er orðinn of gamall og feitur til að spila körfubolta en ég skora samt á herra Ball í 1 á 1. Ég veit ekki einu sinni hversu gamall hann er, hann hlýtur að vera á svipuðum aldrei og ég, en maður sem skorar bara tvö stig að meðaltali í leik getur ekki unnið mig í 1 á 1,“ sagði Barkley í „Mike & Mike” þættinum á ESPN. LaVar Ball var fljótur til og svaraði Barkley fullum hálsi. „Hann vill skora á mig í leik og segir að ég hafi bara skorað tvö stig í leik. Hverjum er ekki sama um það? Staðreyndin er bara sú að hann getur ekki spilað því hann er orðinn svo feitur. Hann hætti bara að halda sig í TNT stúdíóinu og borða kleinuhringina sína. Um leið og þú kemur með kleinuhringi til hans þá verður hann besti vinur þinn á ný,“ sagði LaVar Ball í hæðnistón. Miðað við athyglissýki beggja þá er allt eins líklegt að við sjáum þá mætast á körfuboltavellinum. Það væru örugglega margir til í að borga fyrir að sjá slíkan leik.
Körfubolti NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira