Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu ÍR í háspennuleik Smári Jökull Jónsson í Hellinum skrifar 3. nóvember 2016 22:15 Dagur Kár Jónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld. vísir/ernir Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og tóku fljótlega yfirhöndina. Þeir náðu mest 12 stiga forystu og leiddu í hálfleik 44-33. ÍR mætti öflugra til leiks í síðari hálfleiknum. Þeir söxuðu jafnt og þétt á forystu Grindavíkur og Matthías Orri Sigurðarson dreif sína menn áfram með góðum leik. Matthías lokaði þriðja leikhluta með góðum flautuþrist og það kveikti vel í heimamönnum sem komust yfir í 4.leikhluta og Grindvíkingar voru komnir í vandræði. Gestirnir voru þó klókari á lokasprettinum. Þeir settu niður mikilvæg vítaskot og í síðustu sókn ÍR klikkuðu bæði Matthías og Matthew Hunter á þriggja stiga skotum. Lokatölur urðu 81-78 fyrir Grindavík sem eru komnir með sex stig í deildinni en ÍR er rétt á eftir með fjögur. Lewis Clinch jr. var atkvæðamestur hjá Grindavík með 20 stig en hann tók einnig 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Matthías Orri skoraði 20 stig hjá ÍR og gaf 6 stoðsendingar. Hunter kom þar á eftir með 17 stig.Af hverju vann Grindavík?Byrjunin á leiknum var mun betri hjá gestunum og vörn ÍR var slök í fyrri hálfleiknum og skotin hjá þeim ekki að detta. Þriggja stiga skot Grindvíkinga rötuðu ítrekað rétta leið í upphafi og þeir einfaldlega töluvert betra liðið. ÍR náði að koma til baka en vantaði herslumuninn til að klára leikinn. Það fór mikil orka hjá heimamönnum í að minnka muninn en þeir hefðu svo sannarlega getað tekið tvö stig. Þeir fóru illa að ráði sínu í sóknum undir lokin og klikkuðu á mikilvægum vítaskotum. Reynsluboltar Grindvíkinga, bræðurnir Ólafur og Þorleifur Ólafssynir, voru liðinu mikilvægir á lokamínútunum og sýndu stáltaugar þegar þeir kláruðu leikinn af vítalínunni.Bestu menn vallarins:Hjá heimamönnum var Matthías Orri öflugur og stýrði leik sinna manna vel. Hann var stigahæstur hjá ÍR og var nálægt því að vera hetja liðsins en þriggja stiga skot hans á lokasekúndunum geigaði. Matthew Hunter skoraði 17 stig og tók 8 fráköst en fór illa að ráði sínu undir lokin og spurning hvort það sé ekki hægt að ætlast til meira frá Hunter en það sem hann sýndi í kvöld. Sveinbjörn Claesen er ávalllt drjúgur fyrir ÍR og var það einnig í kvöld og þá átti Hákon Örn Hjálmarsson góða innkomu. Hjá Grindavík var Clinch öflugur og hann virðist stundum getað skorað að vild. Ómar Örn Sævarsson skilaði 13 stigum og 9 fráköstum gegn sínum gömlu félögum og þá var Þorleifur sterkur en hann skilaði 21 framlagsstigi. Dagur Kár átti ágæta kafla en þarf greinilega meiri tíma til að koma sér inn í leik þeirra gulklæddu. Hann er þó vafalaust mikill styrkur fyrir Suðurnesjaliðið.Hvað gekk illa?ÍR lék ekki vel í fyrri hálfleiknum. Bæði var varnarleikurinn alls ekki nógu góður auk þess sem þeir lentu oft á tíðum í vandræðum í sókninni og skotin duttu ekki niður. Þeir komu hins vegar til baka en náðu ekki að taka lokaskrefið til þess að innbyrða sigurinn. Heimamenn klikkuðu of oft á auðveldum skotum undir körfunni og Matthew Hunter þarf að vera meira afgerandi í leik þeirra. Grindvíkingar náðu ekki að fylgja góðum fyrri hálfleik nógu vel eftir og virtust missa svolítið hausinn í fjórða leikhlutanum þegar ÍR-ingar byrjuðu endurkomuna af alvöru. Þeir létu margt fara í taugarnar á sér og áttu í vandræðum sóknarlega. Klaufaskapur ÍR gerði það hins vegar að verkum að gestirnir fóru með sigur af hólmi.Tölfræði leiks:ÍR-Grindavík 78-81 (18-23, 15-21, 25-21, 20-16)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 20/6 stoðsendingar, Matthew Hunter 17/8 fráköst, Sveinbjörn Claessen 11/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 11/7 fráköst, Hjalti Friðriksson 8/7 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 7, Trausti Eiríksson 4/5 fráköst.Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14, Ómar Örn Sævarsson 13/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Ólafur Ólafsson 10/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Jens Valgeir Óskarsson 2.Bein lýsing: ÍR - Grindavík Jóhann: Dagur mun hjálpa okkur hellingJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað ánægður með sigur sinna manna gegn ÍR í kvöld og sagði liðið hafa sýnt karakter undir lokin. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, bæði í vörn og sókn. Mér fannst við hins vegar brotna auðveldlega í seinni hálfleik og brotna í raun undan engu. Það er eitthvað sem við þurfum að laga, við vorum ekki nógu sterkir andlega,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. "Við sýnum góðan karakter þegar við komum til baka eftir að þeir komust tveimur stigum yfir. Mér fannst við ekki nógu sleipir á svellinu á tímabili en við unnum og tökum það.“ Dagur Kár Jónsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í vetur en hann er nýkominn til liðs við Suðurnesjaliðið eftir að hafa spilaði háskólabolta í Bandaríkjunum í fyrra. „Það tekur allt sinn tíma. Þetta er góður leikmaður og allt það og hann var flottur á köflum í kvöld. En eins og aðrir þá datt hann svolítið í það í seinni hálfleik að taka léleg skot og ákvarðanatökur hjá okkur sóknarlega voru slæmar. Hann á eftir að hjálpa okkur helling,“ sagði Jóhannn um Dag sem er uppalinn hjá Stjörnunni. „Við erum með breiðari hóp og hann léttir aðeins á Lewis sóknarlega. Hann styrkir okkur helling,“ bætti Jóhann við. Grindavík náði í kvöld í sinn þriðja sigur í deildinni og eru því með 6 stig eftir fimm umferðir í Dominos-deildinni. „Við getum ekki verið annað en sáttir. Við vorum svekktir að tapa síðasta leik heima en ég held að við getum ekki verið annað en sáttir með byrjunina,“ sagði Jóhann að lokum. Matthías: Líður eins og við getum ekki unniðMatthías Orri Sigurðarson átti fínan leik fyrir ÍR í kvöld sem dugði þó ekki til í þriggja stiga tapi gegn Grindavík. Matthías var gagnrýninn á ÍR-liðið í leikslok. „Þetta er mjög svekkjandi og bara lélegt. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild þá þurfum við að vinna lið eins og Grindavík. Þó þeir séu með mjög sterkan mannskap þá eigum við að vinna á heimavelli. Við verðum að verja heimavöllinn. Mér líður eins og við getum ekki unnið, þetta er fáránlegt,“ sagði svekktur Matthías í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Matthías sagði ÍR liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks í upphafi og kallaði eftir að þeir myndu spila vel í 40 mínútur í leikjum. „Það var eins og við nenntum ekki að spila í fyrri hálfleik, það vantaði orku og gleði í þetta. Það voru allir að gera hluti sem þeir áttu ekki að vera að gera og að spila út úr hlutverki. Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vorum grimmari varnarlega. Það gengur ekki að spila annan helminginn af leiknum og ef við ætlum að gera það alltaf þá verðum við í þessu harki lengst niðri,“ bætti Matthías við. ÍR er með 4 stig eftir fimm leiki í deildinni og Matthías svaraði játandi þegar hann var spurður hvort byrjunin væri vonbrigði. „Já, þetta eru vonbrigði. Við ættum að vera með 6 stig og verðum að klára svona leiki. Við vorum með einhverjar yfirlýsingar fyrir mót og verðum að klára leiki sem þennan. Á móti Stjörnunni vorum við tuttugu stigum yfir í þriðja leikhluta og eigum einfaldlega að klára það.“ Það hefur aðeins verið talað um stemmningsleysi á pöllunum hjá ÍR en stuðningsmenn þeirra létu vel í sér heyra í kvöld, sérstaklega undir lokin. „Það er alltaf stemmning hérna í Breiðholtinu. Við þurfum bara að spila fyrir þessa stuðningsmenn og það er oft sem við gerum ekki neitt. Þeir kveikja í sér um leið og við sýnum eitthvað inni á vellinum, þegar við sýnum smá orku og karakter. En þangað til þá eru þeir hljóðir og ég skil það bara vel. Þeir mæta alltaf hingað til að styðja okkur og við mætum í annan hvern leik. Það er ekki boðlegt,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson að lokum. Dagur Kár: Fínt að vera kominn heimDagur Kár Jónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í Dominos-deildinni í vetur. Dagur verður án efa mikill liðsstyrkur fyrir þá gulklæddu í vetur og átti ágætan leik í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur. Þetta var ekki fallegasti leikurinn en við erum mjög sáttir að hafa klárað hann. Það er virkilega fínt að vera kominn heim og það hafa allir tekið vel á móti mér í Grindavík. Ég er spenntur fyrir tímabilinu,“ sagði Dagur Kár í samtali við Vísi eftir sigurinn gegn ÍR. Grindvíkingar unnu þriggja stiga sigur í kvöld eftir að hafa haft yfirhöndina í fyrri hálfleik en misstu svo ÍR fram úr sér í fjórða leikhlutanum áður en þeir hirtu stigin þrjú. „Við sýndum frábæran karakter að gefast ekki upp. Þeir komust á skrið og fengu áhorfendur með sér en við héldum haus og gáfumst ekki upp.“ „Ef ég á að segja eins og er þá er ég ekkert sérlega ánægður með minn leik en það er fínt að vera búinn með fyrsta leikinn. Það er alltaf smá stress í fyrsta leik en ég get gert miklu betur og hlakka til að sanna mig,“ bætti Dagur Kár við. Dagur lék háskólabolta í St. Francis skólanum í fyrravetur en hann er uppalinn í Stjörnunni og lék þar áður en hann hélt út. Hann sagði stefnuna setta hátt hjá Grindvíkingum. „Markmiðið er að fara í hvern leik til að vinna og sjá hvar við endum með því,“ sagði Dagur Kár Jónsson að lokum.Tweets by @VisirKarfa2 Matthías Orri var stigahæstur ÍR-ingar í tapleiknum gegn Grindavík.Vísir/ErnirJóhann fer yfir hlutina með sínum mönnum í kvöld.Vísir/ErnirDagur Kár Jónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í Dominos-deildinni.Vísir/Ernirvísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og tóku fljótlega yfirhöndina. Þeir náðu mest 12 stiga forystu og leiddu í hálfleik 44-33. ÍR mætti öflugra til leiks í síðari hálfleiknum. Þeir söxuðu jafnt og þétt á forystu Grindavíkur og Matthías Orri Sigurðarson dreif sína menn áfram með góðum leik. Matthías lokaði þriðja leikhluta með góðum flautuþrist og það kveikti vel í heimamönnum sem komust yfir í 4.leikhluta og Grindvíkingar voru komnir í vandræði. Gestirnir voru þó klókari á lokasprettinum. Þeir settu niður mikilvæg vítaskot og í síðustu sókn ÍR klikkuðu bæði Matthías og Matthew Hunter á þriggja stiga skotum. Lokatölur urðu 81-78 fyrir Grindavík sem eru komnir með sex stig í deildinni en ÍR er rétt á eftir með fjögur. Lewis Clinch jr. var atkvæðamestur hjá Grindavík með 20 stig en hann tók einnig 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Matthías Orri skoraði 20 stig hjá ÍR og gaf 6 stoðsendingar. Hunter kom þar á eftir með 17 stig.Af hverju vann Grindavík?Byrjunin á leiknum var mun betri hjá gestunum og vörn ÍR var slök í fyrri hálfleiknum og skotin hjá þeim ekki að detta. Þriggja stiga skot Grindvíkinga rötuðu ítrekað rétta leið í upphafi og þeir einfaldlega töluvert betra liðið. ÍR náði að koma til baka en vantaði herslumuninn til að klára leikinn. Það fór mikil orka hjá heimamönnum í að minnka muninn en þeir hefðu svo sannarlega getað tekið tvö stig. Þeir fóru illa að ráði sínu í sóknum undir lokin og klikkuðu á mikilvægum vítaskotum. Reynsluboltar Grindvíkinga, bræðurnir Ólafur og Þorleifur Ólafssynir, voru liðinu mikilvægir á lokamínútunum og sýndu stáltaugar þegar þeir kláruðu leikinn af vítalínunni.Bestu menn vallarins:Hjá heimamönnum var Matthías Orri öflugur og stýrði leik sinna manna vel. Hann var stigahæstur hjá ÍR og var nálægt því að vera hetja liðsins en þriggja stiga skot hans á lokasekúndunum geigaði. Matthew Hunter skoraði 17 stig og tók 8 fráköst en fór illa að ráði sínu undir lokin og spurning hvort það sé ekki hægt að ætlast til meira frá Hunter en það sem hann sýndi í kvöld. Sveinbjörn Claesen er ávalllt drjúgur fyrir ÍR og var það einnig í kvöld og þá átti Hákon Örn Hjálmarsson góða innkomu. Hjá Grindavík var Clinch öflugur og hann virðist stundum getað skorað að vild. Ómar Örn Sævarsson skilaði 13 stigum og 9 fráköstum gegn sínum gömlu félögum og þá var Þorleifur sterkur en hann skilaði 21 framlagsstigi. Dagur Kár átti ágæta kafla en þarf greinilega meiri tíma til að koma sér inn í leik þeirra gulklæddu. Hann er þó vafalaust mikill styrkur fyrir Suðurnesjaliðið.Hvað gekk illa?ÍR lék ekki vel í fyrri hálfleiknum. Bæði var varnarleikurinn alls ekki nógu góður auk þess sem þeir lentu oft á tíðum í vandræðum í sókninni og skotin duttu ekki niður. Þeir komu hins vegar til baka en náðu ekki að taka lokaskrefið til þess að innbyrða sigurinn. Heimamenn klikkuðu of oft á auðveldum skotum undir körfunni og Matthew Hunter þarf að vera meira afgerandi í leik þeirra. Grindvíkingar náðu ekki að fylgja góðum fyrri hálfleik nógu vel eftir og virtust missa svolítið hausinn í fjórða leikhlutanum þegar ÍR-ingar byrjuðu endurkomuna af alvöru. Þeir létu margt fara í taugarnar á sér og áttu í vandræðum sóknarlega. Klaufaskapur ÍR gerði það hins vegar að verkum að gestirnir fóru með sigur af hólmi.Tölfræði leiks:ÍR-Grindavík 78-81 (18-23, 15-21, 25-21, 20-16)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 20/6 stoðsendingar, Matthew Hunter 17/8 fráköst, Sveinbjörn Claessen 11/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 11/7 fráköst, Hjalti Friðriksson 8/7 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 7, Trausti Eiríksson 4/5 fráköst.Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14, Ómar Örn Sævarsson 13/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Ólafur Ólafsson 10/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Jens Valgeir Óskarsson 2.Bein lýsing: ÍR - Grindavík Jóhann: Dagur mun hjálpa okkur hellingJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað ánægður með sigur sinna manna gegn ÍR í kvöld og sagði liðið hafa sýnt karakter undir lokin. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, bæði í vörn og sókn. Mér fannst við hins vegar brotna auðveldlega í seinni hálfleik og brotna í raun undan engu. Það er eitthvað sem við þurfum að laga, við vorum ekki nógu sterkir andlega,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. "Við sýnum góðan karakter þegar við komum til baka eftir að þeir komust tveimur stigum yfir. Mér fannst við ekki nógu sleipir á svellinu á tímabili en við unnum og tökum það.“ Dagur Kár Jónsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í vetur en hann er nýkominn til liðs við Suðurnesjaliðið eftir að hafa spilaði háskólabolta í Bandaríkjunum í fyrra. „Það tekur allt sinn tíma. Þetta er góður leikmaður og allt það og hann var flottur á köflum í kvöld. En eins og aðrir þá datt hann svolítið í það í seinni hálfleik að taka léleg skot og ákvarðanatökur hjá okkur sóknarlega voru slæmar. Hann á eftir að hjálpa okkur helling,“ sagði Jóhannn um Dag sem er uppalinn hjá Stjörnunni. „Við erum með breiðari hóp og hann léttir aðeins á Lewis sóknarlega. Hann styrkir okkur helling,“ bætti Jóhann við. Grindavík náði í kvöld í sinn þriðja sigur í deildinni og eru því með 6 stig eftir fimm umferðir í Dominos-deildinni. „Við getum ekki verið annað en sáttir. Við vorum svekktir að tapa síðasta leik heima en ég held að við getum ekki verið annað en sáttir með byrjunina,“ sagði Jóhann að lokum. Matthías: Líður eins og við getum ekki unniðMatthías Orri Sigurðarson átti fínan leik fyrir ÍR í kvöld sem dugði þó ekki til í þriggja stiga tapi gegn Grindavík. Matthías var gagnrýninn á ÍR-liðið í leikslok. „Þetta er mjög svekkjandi og bara lélegt. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild þá þurfum við að vinna lið eins og Grindavík. Þó þeir séu með mjög sterkan mannskap þá eigum við að vinna á heimavelli. Við verðum að verja heimavöllinn. Mér líður eins og við getum ekki unnið, þetta er fáránlegt,“ sagði svekktur Matthías í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Matthías sagði ÍR liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks í upphafi og kallaði eftir að þeir myndu spila vel í 40 mínútur í leikjum. „Það var eins og við nenntum ekki að spila í fyrri hálfleik, það vantaði orku og gleði í þetta. Það voru allir að gera hluti sem þeir áttu ekki að vera að gera og að spila út úr hlutverki. Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vorum grimmari varnarlega. Það gengur ekki að spila annan helminginn af leiknum og ef við ætlum að gera það alltaf þá verðum við í þessu harki lengst niðri,“ bætti Matthías við. ÍR er með 4 stig eftir fimm leiki í deildinni og Matthías svaraði játandi þegar hann var spurður hvort byrjunin væri vonbrigði. „Já, þetta eru vonbrigði. Við ættum að vera með 6 stig og verðum að klára svona leiki. Við vorum með einhverjar yfirlýsingar fyrir mót og verðum að klára leiki sem þennan. Á móti Stjörnunni vorum við tuttugu stigum yfir í þriðja leikhluta og eigum einfaldlega að klára það.“ Það hefur aðeins verið talað um stemmningsleysi á pöllunum hjá ÍR en stuðningsmenn þeirra létu vel í sér heyra í kvöld, sérstaklega undir lokin. „Það er alltaf stemmning hérna í Breiðholtinu. Við þurfum bara að spila fyrir þessa stuðningsmenn og það er oft sem við gerum ekki neitt. Þeir kveikja í sér um leið og við sýnum eitthvað inni á vellinum, þegar við sýnum smá orku og karakter. En þangað til þá eru þeir hljóðir og ég skil það bara vel. Þeir mæta alltaf hingað til að styðja okkur og við mætum í annan hvern leik. Það er ekki boðlegt,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson að lokum. Dagur Kár: Fínt að vera kominn heimDagur Kár Jónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í Dominos-deildinni í vetur. Dagur verður án efa mikill liðsstyrkur fyrir þá gulklæddu í vetur og átti ágætan leik í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur. Þetta var ekki fallegasti leikurinn en við erum mjög sáttir að hafa klárað hann. Það er virkilega fínt að vera kominn heim og það hafa allir tekið vel á móti mér í Grindavík. Ég er spenntur fyrir tímabilinu,“ sagði Dagur Kár í samtali við Vísi eftir sigurinn gegn ÍR. Grindvíkingar unnu þriggja stiga sigur í kvöld eftir að hafa haft yfirhöndina í fyrri hálfleik en misstu svo ÍR fram úr sér í fjórða leikhlutanum áður en þeir hirtu stigin þrjú. „Við sýndum frábæran karakter að gefast ekki upp. Þeir komust á skrið og fengu áhorfendur með sér en við héldum haus og gáfumst ekki upp.“ „Ef ég á að segja eins og er þá er ég ekkert sérlega ánægður með minn leik en það er fínt að vera búinn með fyrsta leikinn. Það er alltaf smá stress í fyrsta leik en ég get gert miklu betur og hlakka til að sanna mig,“ bætti Dagur Kár við. Dagur lék háskólabolta í St. Francis skólanum í fyrravetur en hann er uppalinn í Stjörnunni og lék þar áður en hann hélt út. Hann sagði stefnuna setta hátt hjá Grindvíkingum. „Markmiðið er að fara í hvern leik til að vinna og sjá hvar við endum með því,“ sagði Dagur Kár Jónsson að lokum.Tweets by @VisirKarfa2 Matthías Orri var stigahæstur ÍR-ingar í tapleiknum gegn Grindavík.Vísir/ErnirJóhann fer yfir hlutina með sínum mönnum í kvöld.Vísir/ErnirDagur Kár Jónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í Dominos-deildinni.Vísir/Ernirvísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira