Handbolti

Frakkarnir of stór biti fyrir Brassana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sorhaindo skorar fyrir Frakka í dag.
Sorhaindo skorar fyrir Frakka í dag. vísir/getty
Frakkar urðu fyrstir til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin í handboltakeppni Ólympíuleikanna.

Frakkar unnu Brassana, 34-27, í hörkuleik. Staðan í hálfleik var 16-16.

Brassarnir gáfu ekkert eftir og komust í 21-20 snemma í síðari hálfleik. Þá sögðu Frakkarnir hingað og ekki lengra. Þeir tóku völdin á vellinum og kláraðu leikinn með stæl. Þeir þurftu þó að hafa verulega fyrir því.

Michaerl Guigou var frábær í franska liðinu og skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Daniel Narcisse skoraði sjö.

Alexandro Pozzer skoraði átta mörk fyrir Brassana úr níu skotum og Thiagus dos Santos skoraði sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×