Gjörólíkur leikstíll liðanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2016 06:00 Fyrirliðarnir sem berjast um bikarinn í kvöld. vísir/eyþór Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa spilað vel að undanförnu og von er á hörkuleik. Breiðablik og Stjarnan leiða saman hesta sína í 35. bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Mikill munur er á bikarhefð liðanna en Blikar spila í kvöld sinn sextánda bikarúrslitaleik en Eyjakonur aðeins sinn þriðja. Breiðablik hefur tíu sinnum unnið bikarinn en ÍBV aðeins einu sinni, árið 2004 þegar Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari karla, stýrði Eyjaliðinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru sigurstranglegri, með reyndara lið og nokkrar landsliðskonur innanborðs. En ÍBV er á mjög fínu róli eftir að hafa byrjað tímabilið illa. Eyjakonur töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Pepsi-deildinni en hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar. „Bæði lið eiga fyllilega skilið að vera í þessari stöðu,“ sagði Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, þegar Fréttablaðið fékk hann til að rýna í úrslitaleikinn. „Leikstíll liðanna er gjörólíkur. Blikar eru með langsamæfðasta lið deildarinnar, ekki enn búnar að tapa leik í sumar og með leikstíl sem virðist vera mjög auðvelt fyrir leikmenn að koma inn í,“ sagði Eiður um lið Breiðabliks sem hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í sumar. Hallbera getur unnið leiki upp á sitt einsdæmiHallbera geysist upp kantinn. Hún gæti skipt sköpum í kvöld segir Eiður.vísir/eyþórThelma Hjaltalín Þrastardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir slitu báðar krossband í hné og þá eru þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Guðrún Arnardóttir farnar til náms í Bandaríkjunum. Blikar fengu aftur á móti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttir frá Fylki og nýsjálensku landsliðskonuna Oliviu Chance í júlíglugganum. Sú fyrrnefnda minnti heldur betur á sig í síðasta leik gegn FH og skoraði fernu í 5-1 sigri Blika. ÍBV er sem áður sagði á góðum skriði og liðið virðist verða betra með hverjum leiknum. „ÍBV spilar á sínum styrkleikum. Þær eru kannski ekki búnar að spila jafn lengi saman og Blikaliðið en þær misstu aftur á móti ekki jafn mikið úr sínu liði í glugganum og Blikar,“ sagði Eiður og bætti því við að Eyjaliðið væri enn sterkara eftir komu Veronicu Napoli. „Það virðist stemning hjá ÍBV og þetta er í raun þeirra eini möguleiki á bikar, á meðan Blikar eru enn með í þremur keppnum. Það er spurning hvernig liðin koma til leiks en ég held að þetta verði aðeins afslappaðra hjá Blikunum.“ Hin bandaríska Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV í sumar og þá sérstaklega í Borgunarbikarnum. Hún skoraði m.a. þrennu í 5-0 sigrinum á Selfossi í 8-liða úrslitunum og lagði svo upp eina markið í leik ÍBV og Þórs/KA í undanúrslitunum. En hvernig er best að verjast þessum öfluga leikmanni? „Það sem hún hefur fyrst og fremst er að hún stoppar aldrei. Þær leita mikið að henni og þá aðallega bak við varnir andstæðinganna. Þegar boltinn tapast gegn ÍBV er lykilatriði að setja pressu á boltamanninn og að vörnin stígi niður,“ sagði Eiður. Auk þess að spila besta varnarleikinn á landinu er vinstri kanturinn helsti styrkleiki Breiðabliks, þar sem þær Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir ráða ríkjum. Þær stöllur eru stórhættulegar og ná afar vel saman. „Þetta er auðvitað líka vinstri kanturinn í landsliðinu og þar er leitað mikið að þeim. Þær þekkja hvor aðra mjög vel og eru leikmenn sem skipta sköpum. Hallbera getur líka unnið leiki upp á sitt eindæmi. Hún er með mikla spyrnugetu, frábæran vinstri fót og hún tekur oft af skarið. Það sama er með Fanndísi, það kemur stundum eitthvað ótrúlegt frá henni sem enginn býst við. Það er mikilvægt að ÍBV loki á þær,“ sagði Eiður sem aðstoðar Arnar Björnsson við lýsingu á bikarúrslitaleiknum í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa spilað vel að undanförnu og von er á hörkuleik. Breiðablik og Stjarnan leiða saman hesta sína í 35. bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Mikill munur er á bikarhefð liðanna en Blikar spila í kvöld sinn sextánda bikarúrslitaleik en Eyjakonur aðeins sinn þriðja. Breiðablik hefur tíu sinnum unnið bikarinn en ÍBV aðeins einu sinni, árið 2004 þegar Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari karla, stýrði Eyjaliðinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru sigurstranglegri, með reyndara lið og nokkrar landsliðskonur innanborðs. En ÍBV er á mjög fínu róli eftir að hafa byrjað tímabilið illa. Eyjakonur töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Pepsi-deildinni en hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar. „Bæði lið eiga fyllilega skilið að vera í þessari stöðu,“ sagði Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, þegar Fréttablaðið fékk hann til að rýna í úrslitaleikinn. „Leikstíll liðanna er gjörólíkur. Blikar eru með langsamæfðasta lið deildarinnar, ekki enn búnar að tapa leik í sumar og með leikstíl sem virðist vera mjög auðvelt fyrir leikmenn að koma inn í,“ sagði Eiður um lið Breiðabliks sem hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í sumar. Hallbera getur unnið leiki upp á sitt einsdæmiHallbera geysist upp kantinn. Hún gæti skipt sköpum í kvöld segir Eiður.vísir/eyþórThelma Hjaltalín Þrastardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir slitu báðar krossband í hné og þá eru þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Guðrún Arnardóttir farnar til náms í Bandaríkjunum. Blikar fengu aftur á móti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttir frá Fylki og nýsjálensku landsliðskonuna Oliviu Chance í júlíglugganum. Sú fyrrnefnda minnti heldur betur á sig í síðasta leik gegn FH og skoraði fernu í 5-1 sigri Blika. ÍBV er sem áður sagði á góðum skriði og liðið virðist verða betra með hverjum leiknum. „ÍBV spilar á sínum styrkleikum. Þær eru kannski ekki búnar að spila jafn lengi saman og Blikaliðið en þær misstu aftur á móti ekki jafn mikið úr sínu liði í glugganum og Blikar,“ sagði Eiður og bætti því við að Eyjaliðið væri enn sterkara eftir komu Veronicu Napoli. „Það virðist stemning hjá ÍBV og þetta er í raun þeirra eini möguleiki á bikar, á meðan Blikar eru enn með í þremur keppnum. Það er spurning hvernig liðin koma til leiks en ég held að þetta verði aðeins afslappaðra hjá Blikunum.“ Hin bandaríska Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV í sumar og þá sérstaklega í Borgunarbikarnum. Hún skoraði m.a. þrennu í 5-0 sigrinum á Selfossi í 8-liða úrslitunum og lagði svo upp eina markið í leik ÍBV og Þórs/KA í undanúrslitunum. En hvernig er best að verjast þessum öfluga leikmanni? „Það sem hún hefur fyrst og fremst er að hún stoppar aldrei. Þær leita mikið að henni og þá aðallega bak við varnir andstæðinganna. Þegar boltinn tapast gegn ÍBV er lykilatriði að setja pressu á boltamanninn og að vörnin stígi niður,“ sagði Eiður. Auk þess að spila besta varnarleikinn á landinu er vinstri kanturinn helsti styrkleiki Breiðabliks, þar sem þær Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir ráða ríkjum. Þær stöllur eru stórhættulegar og ná afar vel saman. „Þetta er auðvitað líka vinstri kanturinn í landsliðinu og þar er leitað mikið að þeim. Þær þekkja hvor aðra mjög vel og eru leikmenn sem skipta sköpum. Hallbera getur líka unnið leiki upp á sitt eindæmi. Hún er með mikla spyrnugetu, frábæran vinstri fót og hún tekur oft af skarið. Það sama er með Fanndísi, það kemur stundum eitthvað ótrúlegt frá henni sem enginn býst við. Það er mikilvægt að ÍBV loki á þær,“ sagði Eiður sem aðstoðar Arnar Björnsson við lýsingu á bikarúrslitaleiknum í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira