Íslenski boltinn

Liðsstyrkur í Árbæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sonni Ragnar (nr. 5) er ætlað að styrkja varnarleik Fylkis.
Sonni Ragnar (nr. 5) er ætlað að styrkja varnarleik Fylkis. vísir/getty
Fylkismenn hafa styrkt sig fyrir lokaátökin í Pepsi-deild karla.

Færeyski varnarmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad er genginn til liðs við Fylki á láni frá FH. Lánssamningurinn gildir út tímabilið. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Sonni Ragnar, sem er færeyskur landsliðsmaður, kom til FH fyrir tímabilið en hefur fengið fá tækifæri í sumar. Hann lék aðeins einn leik í Pepsi-deildinni auk tveggja leikja í Borgunarbikarnum.

Fylkir fékk einnig slóvenska markvörðinn Marko Pridigar en hann kemur til með að veita Ólafi Íshólm Ólafssyni samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Árbæjarliðinu.

Pridigar, sem er 31 árs gamall, lék lengst af með Maribor í Slóveníu en hann var síðast á mála hjá Ayia Napa á Kýpur.

Fylkismenn eru í erfiðri stöðu í Pepsi-deildinni en eftir 12 umferðir eru Árbæingar í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með átta stig, fimm stigum frá öruggu sæti.

Fylkir sækir Breiðablik heim í næsta leik sínum eftir viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×