Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 2-0 | Fimmti sigur Skagamanna í röð | Sjáðu draumamark Garðars Ingvi Þór Sæmundsson á Akranesi skrifar 24. júlí 2016 20:00 ÍA vann sinn fimmta leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Eyjmenn komu í heimsókn á Norðuálsvöllinn í fyrsta leik 12. umferðar í dag. Lokatölur 2-0, Skagamönnum í vil en þeir eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Garðar Gunnlaugsson kom ÍA yfir á 16. mínútu með stórkostlegu skoti í slá og inn af löngu færi. Þetta var áttunda mark Garðars í síðustu fimm leikjum.Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Besti maður vallarins, Ármann Smári Björnsson, skoraði svo annað mark ÍA með skalla á 32. mínútu. Staðan var 2-0 í hálfleik og Eyjamenn gerðu sig ekki líklega til að minnka muninn fyrr en Skagamaðurinn Darren Lough fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 74. mínútu. Þrátt fyrir að vera manni færri héldu heimamenn út og fögnuðu góðum sigri. Eyjamenn eru aftur á móti í vandræðum og hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum.Af hverju vann ÍA? Skagamenn spiluðu einstaklega vel í fyrri hálfleik. Þeir héldu boltanum vel og voru duglegir að skipta honum á milli kanta. Þeir hafa sýnt í síðustu leikjum að þeir geta spilað góðan fótbolta og þurfa ekki alltaf að treysta á löngu sendingarnar. Markið ótrúlega hjá Garðari gaf Akurnesingum enn meira sjálfstraust og þeir stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik. Ármann Smári var svo alltaf sterkur í föstum leikatriðum og hann skoraði annað mark ÍA með skalla á 32. mínútu. Skömmu áður höfðu Eyjamenn bjargað á línu eftir skalla Ármanns en gestirnir réðu ekkert við stóra manninn í loftinu. Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill. Skagamenn voru eðlilega sáttir með stöðuna og Eyjamenn voru ofboðslega bitlausir fram á við. Rauða spjaldið gaf þeim von en þeir sköpuðu sér samt bara eitt dauðafæri eftir það. Eyjamenn gerðu reyndar tilkall til vítaspyrnu þegar skot Bjarna Gunnarssonar virtist fara í hönd Skagamanns en Þorvaldur Árnason dæmdi ekki neitt.Þessir stóðu upp úr Einu sinni sem oftar voru það gömlu mennirnir, Garðar og Ármann Smári, sem drógu vagninn fyrir ÍA. Þeir komust báðir á blað og Ármann var auk þess magnaður í vörninni. Iain Williamson átti líka afbragðs leik en hann hefur komið virkilega sterkur inn í Skagaliðið og á stóran þátt í sigurgöngu þess. Tryggvi Hrafn Haraldsson var svo óþreytandi við hlið Garðars. Strákurinn er jafnan mjög líflegur og góður að hlaupa með boltann en hann bíður þó enn eftir sínu fyrsta marki fyrir ÍA. Simon Smidt var skástur Eyjamanna sem áttu annars dapran leik.Hvað gekk illa? Sindri Snær Magnússon og Pablo Punyed tóku út leikbann í leiknum í dag og það stórsá á miðjuspili ÍBV. Þrátt fyrir að vera með yfirtölu á miðjunni réðu Eyjamenn ekki neitt við neitt í fyrri hálfleik þar sem ÍA réð ferðinni. Sóknarleikurinn var svo bitlaus eins og hann hefur verið mestallt tímabilið. ÍBV hefur aðeins skorað 12 mörk í 12 deildarleikjum í sumar og með sama áframhaldi gæti liðið dregist niður í fallbaráttu. Nýi Daninn, Sören Andreasen, sýndi lítið í framlínunni sem og Elvar Ingi Vignisson.Hvað gerist næst? Sjóðheitir Skagamenn fá Íslandsmeistara FH í heimsókn í næstu umferð áður en þeir sækja Fjölni heim. Eyjamenn mæta FH-ingum í undanúrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn og vilja væntanlega byrja Þjóðhátíð með sigri. Guðmundur Steinn Hafsteinsson kemur væntanlega inn í hópinn fyrir þann leik en það verður gaman að sjá hvort hann styrki sóknarleik ÍBV því ekki er vanþörf á.Gunnlaugur: Garðar elskar að vera í sviðsljósinu Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum kátur eftir leikinn gegn ÍBV enda eru hans menn búnir að vinna fimm leiki í röð í Pepsi-deildinni. „Þetta var fagmannlega gert hjá okkur, mér fannst við mjög traustir,“ sagði Gunnlaugur. „Vissulega lentum við manni undir og fyrir utan eitt færi fannst mér þeir ekki skapa mikla hættu.“ Skagamenn létu boltann ganga vel á milli sín í fyrri hálfleik þar sem þeir stjórnuðu ferðinni. „Þeir buðu upp á þetta. Þeir bökkuðu mjög mikið á okkur í byrjun leiks og við vorum frekar öruggir á boltanum og létum hann ganga vel,“ sagði Gunnlaugur sem er skiljanlega ánægður með framherjann sinn, Garðar Gunnlaugsson, sem stígur ekki inn á fótboltavöll án þess að skora. „Þetta var virkilega fallegt mark, alveg geggjað skot sem söng í netinu. Hann er sjóðheitur og hann elskar að vera í sviðsljósinu.“ Gunnlaugur segir að núna sé hans helsta verkefni að halda þeim Skagamönnum sem hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið á tánum. „Við höfum þannig lagað spilað á sama liðinu og verið með sama hóp í síðustu leikjum. Það tekur svolítið á fyrir okkur þjálfarana að halda hinum á tánum og einbeittum,“ sagði Gunnlaugur sem á ekki von á því að Skagamenn styrki sig í félagaskiptaglugganum sem lokar um mánaðarmótin.Bjarni: Fundum ekki alvöru glufur „Þetta var erfiður dagur hjá okkur. Fyrsta markið er stórkostlegt en svona maður á ekkert að vera laus fyrir utan,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, eftir tapið fyrir ÍA í dag. „Leikurinn var jafn fram að fyrsta markinu. Þá gáfum við aðeins eftir en náðum okkur svo ágætlega á strik seinni hluta fyrri hálfleiks. Svo lögðust þeir bara til baka eins og venjulega og okkur tókst ekki að finna alvöru glufur á vörn þeirra.“ Bjarni var alls ekki sáttur við frammistöðu Þorvaldar Árnasonar, dómara leiksins. „Við gerðum tilkall til tveggja vítaspyrna og að mínu mati var brotið á okkar manni í aðdraganda seinna marksins. Litlu hlutirnir í dómgæslunni féllu ekki með okkur og línan í henni var engin,“ sagði Bjarni sem vildi sjá betri úrslitasendingar og fyrirgjafir hjá sínum mönnum í leiknum. „Það vantaði meiri gæði í síðustu sendinguna fyrir markið. Við gáfum boltann af löngu færi og hefðum átt að koma nær til að þrýsta almennilega á þá.“ Þótt á móti blási í Pepsi-deildinni eiga Eyjamenn stórleik í undanúrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn þegar FH-ingar koma í heimsókn. „Það er stórleikur í Eyjum og við verðum bara að safna liði þá. Það er ekkert annað að gera en halda áfram. Við áttum alveg skínandi seinni hálfleik í dag en við verðum að spila tvo alvöru hálfleiki,“ sagði Bjarni að endingu.Garðar: Ætlaði kannski ekki að setja hann í skeytin inn Garðar Gunnlaugsson skoraði stórglæsilegt mark þegar ÍA bar sigurorð af ÍBV á Norðurálsvellinum í dag. Þetta var áttunda mark Garðars í síðustu fimm leikjum en hann hefur verið sjóðheitur að undanförnu. „Ég fékk boltann í fæturna og sný af mér manninn sem kom að mér. Ég ætlaði kannski ekki að setja hann í skeytin inn en ég ætlaði að ná snúningi út og það tókst,“ sagði Garðar sem hefur gert ansi falleg mörk í sumar, þ.á.m. gegn KR og Val. „Þetta er mjög ofarlega á listanum. Ég á reyndar eftir að sjá þetta í sjónvarpinu því það var maður sem hljóp fyrir skotlínuna þannig ég sá boltann ekkert í netinu. En ég sé þetta þegar ég kem heim.“ Garðar kvaðst ánægður með spilamennsku Skagamanna sem hafa nú unnið fimm leiki í röð. „Við vissum að Eyjamenn myndu liggja til baka og við gengum á lagið, héldum boltanum virkilega vel, sérstaklega fyrstu 35 mínúturnar. Svo förum við meðvitað að reyna að halda forystunni í hálfleik,“ sagði Garðar. Skagamaðurinn Darren Lough fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt 16 mínútum fyrir leikslok. Eyjamenn komust þá betur inn í leikinn en Garðar segist aldrei hafa verið áhyggjufullur. „Nei, aldrei. Mér fannst þeir aldrei fá færi og þeir kalla á vítaspyrnu í eitt skiptið en mér fannst það alls ekki vera víti,“ sagði Garðar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
ÍA vann sinn fimmta leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Eyjmenn komu í heimsókn á Norðuálsvöllinn í fyrsta leik 12. umferðar í dag. Lokatölur 2-0, Skagamönnum í vil en þeir eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Garðar Gunnlaugsson kom ÍA yfir á 16. mínútu með stórkostlegu skoti í slá og inn af löngu færi. Þetta var áttunda mark Garðars í síðustu fimm leikjum.Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Besti maður vallarins, Ármann Smári Björnsson, skoraði svo annað mark ÍA með skalla á 32. mínútu. Staðan var 2-0 í hálfleik og Eyjamenn gerðu sig ekki líklega til að minnka muninn fyrr en Skagamaðurinn Darren Lough fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 74. mínútu. Þrátt fyrir að vera manni færri héldu heimamenn út og fögnuðu góðum sigri. Eyjamenn eru aftur á móti í vandræðum og hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum.Af hverju vann ÍA? Skagamenn spiluðu einstaklega vel í fyrri hálfleik. Þeir héldu boltanum vel og voru duglegir að skipta honum á milli kanta. Þeir hafa sýnt í síðustu leikjum að þeir geta spilað góðan fótbolta og þurfa ekki alltaf að treysta á löngu sendingarnar. Markið ótrúlega hjá Garðari gaf Akurnesingum enn meira sjálfstraust og þeir stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik. Ármann Smári var svo alltaf sterkur í föstum leikatriðum og hann skoraði annað mark ÍA með skalla á 32. mínútu. Skömmu áður höfðu Eyjamenn bjargað á línu eftir skalla Ármanns en gestirnir réðu ekkert við stóra manninn í loftinu. Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill. Skagamenn voru eðlilega sáttir með stöðuna og Eyjamenn voru ofboðslega bitlausir fram á við. Rauða spjaldið gaf þeim von en þeir sköpuðu sér samt bara eitt dauðafæri eftir það. Eyjamenn gerðu reyndar tilkall til vítaspyrnu þegar skot Bjarna Gunnarssonar virtist fara í hönd Skagamanns en Þorvaldur Árnason dæmdi ekki neitt.Þessir stóðu upp úr Einu sinni sem oftar voru það gömlu mennirnir, Garðar og Ármann Smári, sem drógu vagninn fyrir ÍA. Þeir komust báðir á blað og Ármann var auk þess magnaður í vörninni. Iain Williamson átti líka afbragðs leik en hann hefur komið virkilega sterkur inn í Skagaliðið og á stóran þátt í sigurgöngu þess. Tryggvi Hrafn Haraldsson var svo óþreytandi við hlið Garðars. Strákurinn er jafnan mjög líflegur og góður að hlaupa með boltann en hann bíður þó enn eftir sínu fyrsta marki fyrir ÍA. Simon Smidt var skástur Eyjamanna sem áttu annars dapran leik.Hvað gekk illa? Sindri Snær Magnússon og Pablo Punyed tóku út leikbann í leiknum í dag og það stórsá á miðjuspili ÍBV. Þrátt fyrir að vera með yfirtölu á miðjunni réðu Eyjamenn ekki neitt við neitt í fyrri hálfleik þar sem ÍA réð ferðinni. Sóknarleikurinn var svo bitlaus eins og hann hefur verið mestallt tímabilið. ÍBV hefur aðeins skorað 12 mörk í 12 deildarleikjum í sumar og með sama áframhaldi gæti liðið dregist niður í fallbaráttu. Nýi Daninn, Sören Andreasen, sýndi lítið í framlínunni sem og Elvar Ingi Vignisson.Hvað gerist næst? Sjóðheitir Skagamenn fá Íslandsmeistara FH í heimsókn í næstu umferð áður en þeir sækja Fjölni heim. Eyjamenn mæta FH-ingum í undanúrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn og vilja væntanlega byrja Þjóðhátíð með sigri. Guðmundur Steinn Hafsteinsson kemur væntanlega inn í hópinn fyrir þann leik en það verður gaman að sjá hvort hann styrki sóknarleik ÍBV því ekki er vanþörf á.Gunnlaugur: Garðar elskar að vera í sviðsljósinu Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum kátur eftir leikinn gegn ÍBV enda eru hans menn búnir að vinna fimm leiki í röð í Pepsi-deildinni. „Þetta var fagmannlega gert hjá okkur, mér fannst við mjög traustir,“ sagði Gunnlaugur. „Vissulega lentum við manni undir og fyrir utan eitt færi fannst mér þeir ekki skapa mikla hættu.“ Skagamenn létu boltann ganga vel á milli sín í fyrri hálfleik þar sem þeir stjórnuðu ferðinni. „Þeir buðu upp á þetta. Þeir bökkuðu mjög mikið á okkur í byrjun leiks og við vorum frekar öruggir á boltanum og létum hann ganga vel,“ sagði Gunnlaugur sem er skiljanlega ánægður með framherjann sinn, Garðar Gunnlaugsson, sem stígur ekki inn á fótboltavöll án þess að skora. „Þetta var virkilega fallegt mark, alveg geggjað skot sem söng í netinu. Hann er sjóðheitur og hann elskar að vera í sviðsljósinu.“ Gunnlaugur segir að núna sé hans helsta verkefni að halda þeim Skagamönnum sem hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið á tánum. „Við höfum þannig lagað spilað á sama liðinu og verið með sama hóp í síðustu leikjum. Það tekur svolítið á fyrir okkur þjálfarana að halda hinum á tánum og einbeittum,“ sagði Gunnlaugur sem á ekki von á því að Skagamenn styrki sig í félagaskiptaglugganum sem lokar um mánaðarmótin.Bjarni: Fundum ekki alvöru glufur „Þetta var erfiður dagur hjá okkur. Fyrsta markið er stórkostlegt en svona maður á ekkert að vera laus fyrir utan,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, eftir tapið fyrir ÍA í dag. „Leikurinn var jafn fram að fyrsta markinu. Þá gáfum við aðeins eftir en náðum okkur svo ágætlega á strik seinni hluta fyrri hálfleiks. Svo lögðust þeir bara til baka eins og venjulega og okkur tókst ekki að finna alvöru glufur á vörn þeirra.“ Bjarni var alls ekki sáttur við frammistöðu Þorvaldar Árnasonar, dómara leiksins. „Við gerðum tilkall til tveggja vítaspyrna og að mínu mati var brotið á okkar manni í aðdraganda seinna marksins. Litlu hlutirnir í dómgæslunni féllu ekki með okkur og línan í henni var engin,“ sagði Bjarni sem vildi sjá betri úrslitasendingar og fyrirgjafir hjá sínum mönnum í leiknum. „Það vantaði meiri gæði í síðustu sendinguna fyrir markið. Við gáfum boltann af löngu færi og hefðum átt að koma nær til að þrýsta almennilega á þá.“ Þótt á móti blási í Pepsi-deildinni eiga Eyjamenn stórleik í undanúrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn þegar FH-ingar koma í heimsókn. „Það er stórleikur í Eyjum og við verðum bara að safna liði þá. Það er ekkert annað að gera en halda áfram. Við áttum alveg skínandi seinni hálfleik í dag en við verðum að spila tvo alvöru hálfleiki,“ sagði Bjarni að endingu.Garðar: Ætlaði kannski ekki að setja hann í skeytin inn Garðar Gunnlaugsson skoraði stórglæsilegt mark þegar ÍA bar sigurorð af ÍBV á Norðurálsvellinum í dag. Þetta var áttunda mark Garðars í síðustu fimm leikjum en hann hefur verið sjóðheitur að undanförnu. „Ég fékk boltann í fæturna og sný af mér manninn sem kom að mér. Ég ætlaði kannski ekki að setja hann í skeytin inn en ég ætlaði að ná snúningi út og það tókst,“ sagði Garðar sem hefur gert ansi falleg mörk í sumar, þ.á.m. gegn KR og Val. „Þetta er mjög ofarlega á listanum. Ég á reyndar eftir að sjá þetta í sjónvarpinu því það var maður sem hljóp fyrir skotlínuna þannig ég sá boltann ekkert í netinu. En ég sé þetta þegar ég kem heim.“ Garðar kvaðst ánægður með spilamennsku Skagamanna sem hafa nú unnið fimm leiki í röð. „Við vissum að Eyjamenn myndu liggja til baka og við gengum á lagið, héldum boltanum virkilega vel, sérstaklega fyrstu 35 mínúturnar. Svo förum við meðvitað að reyna að halda forystunni í hálfleik,“ sagði Garðar. Skagamaðurinn Darren Lough fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt 16 mínútum fyrir leikslok. Eyjamenn komust þá betur inn í leikinn en Garðar segist aldrei hafa verið áhyggjufullur. „Nei, aldrei. Mér fannst þeir aldrei fá færi og þeir kalla á vítaspyrnu í eitt skiptið en mér fannst það alls ekki vera víti,“ sagði Garðar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira