Ekkert hnjask og ekkert vesen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2016 06:00 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og íslensku stelpurnar eru klár í leikinn mikilvæga á móti Skotlandí í undankeppni EM 2017. mynd/Hilmar Þór Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær sitt erfiðasta verkefni í undankeppni EM 2017 þegar það mætir Skotlandi í Falkirk í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Liðin berjast um efsta sætið í riðli 1 en yfirlýst markmið íslenska liðsins er að vinna hann. Bæði Skotland og Ísland eru með fullt hús stiga í riðlinum; Skotar eftir fimm leiki og Íslendingar eftir fjóra. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að æfingar síðustu daga hafi gengið vel og allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í bátana fyrir leikinn í kvöld.Höfum farið yfir marga hluti „Við erum mjög ánægðir með æfingarnar, ekkert hnjask, ekkert vesen og taktísk innleiðing hefur gengið mjög vel. Við höfum náð að fara yfir marga hluti og það gengur vel að koma skilaboðunum til skila,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað ætlar hann að leggja áherslu á í leiknum í kvöld? „Við munum halda áfram með það sem við höfum unnið í síðastliðið eitt og hálft ár. Við ætlum að loka á þeirra styrkleika. Vinstri vængurinn hjá þeim er mjög sterkur og við reynum að beina þeim frá honum eins og við getum. Hvað sóknina varðar höfum við lagt mesta áherslu á að halda ágætis hraða í leiknum og sækja í svæðin sem eru veik hjá þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Spila góðan fótbolta Skoska liðið er sterkt og hefur skorað hvorki fleiri né færri en 27 mörk í leikjunum fimm í undankeppninni. Það gera 5,4 mörk að meðaltali í leik sem er það mesta í undankeppninni. Aðalstjarna Skota er hin 25 ára gamla Kim Little, sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið afar drjúg í undankeppninni. Little, sem var á dögunum valinn besti leikmaður heims af lesendum BBC, hefur skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Framherjinn Jane Ross er hins vegar markahæst í skoska liðinu í undankeppninni með átta mörk. „Þær spila góðan fótbolta,“ sagði Freyr um skoska liðið sem er í 21. sæti á heimslista FIFA, einu sæti neðar en Ísland. „Þegar þær geta blandað saman hápressu og lágpressu þegar þær verjast, eru ákveðnar og með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru reynslumiklar og klókar og hafa leikmenn sem geta gert mikið úr litlu í sókninni.“ Skotland er sterkasta liðið sem Ísland mætir í undankeppninni en íslensku stelpurnar hafa unnið sína fjóra leiki með markatölunni 17-0. Freyr hefur ekki áhyggjur af því að íslenska liðið eigi í vandræðum með aðlagast sterkari mótherjum.Skemmtilegt verkefni „Ég held það verði ekkert vandamál fyrir okkur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki á Algarve-mótinu í mars og þekkjum hvernig það er að spila á móti andstæðingum sem eru af svipuðum styrkleika og við,“ sagði Freyr en íslenska liðið endaði í 3. sæti á Algarve-mótinu. Síðan þá hefur Ísland spilað einn landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM. Hann vannst örugglega með fimm mörkum gegn engu. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en hún er markahæst í íslenska liðinu í undankeppninni með sex mörk. „Ég er miklu frekar spenntur því þetta er virkilega skemmtilegt verkefni að takast á við,“ sagði um leikinn í kvöld. „Leikmennirnir hlakka til að máta sig á móti þessu liði á þeirra heimavelli,“ bætti þjálfarinn við að lokum. Fótbolti Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær sitt erfiðasta verkefni í undankeppni EM 2017 þegar það mætir Skotlandi í Falkirk í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Liðin berjast um efsta sætið í riðli 1 en yfirlýst markmið íslenska liðsins er að vinna hann. Bæði Skotland og Ísland eru með fullt hús stiga í riðlinum; Skotar eftir fimm leiki og Íslendingar eftir fjóra. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að æfingar síðustu daga hafi gengið vel og allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í bátana fyrir leikinn í kvöld.Höfum farið yfir marga hluti „Við erum mjög ánægðir með æfingarnar, ekkert hnjask, ekkert vesen og taktísk innleiðing hefur gengið mjög vel. Við höfum náð að fara yfir marga hluti og það gengur vel að koma skilaboðunum til skila,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað ætlar hann að leggja áherslu á í leiknum í kvöld? „Við munum halda áfram með það sem við höfum unnið í síðastliðið eitt og hálft ár. Við ætlum að loka á þeirra styrkleika. Vinstri vængurinn hjá þeim er mjög sterkur og við reynum að beina þeim frá honum eins og við getum. Hvað sóknina varðar höfum við lagt mesta áherslu á að halda ágætis hraða í leiknum og sækja í svæðin sem eru veik hjá þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Spila góðan fótbolta Skoska liðið er sterkt og hefur skorað hvorki fleiri né færri en 27 mörk í leikjunum fimm í undankeppninni. Það gera 5,4 mörk að meðaltali í leik sem er það mesta í undankeppninni. Aðalstjarna Skota er hin 25 ára gamla Kim Little, sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið afar drjúg í undankeppninni. Little, sem var á dögunum valinn besti leikmaður heims af lesendum BBC, hefur skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Framherjinn Jane Ross er hins vegar markahæst í skoska liðinu í undankeppninni með átta mörk. „Þær spila góðan fótbolta,“ sagði Freyr um skoska liðið sem er í 21. sæti á heimslista FIFA, einu sæti neðar en Ísland. „Þegar þær geta blandað saman hápressu og lágpressu þegar þær verjast, eru ákveðnar og með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru reynslumiklar og klókar og hafa leikmenn sem geta gert mikið úr litlu í sókninni.“ Skotland er sterkasta liðið sem Ísland mætir í undankeppninni en íslensku stelpurnar hafa unnið sína fjóra leiki með markatölunni 17-0. Freyr hefur ekki áhyggjur af því að íslenska liðið eigi í vandræðum með aðlagast sterkari mótherjum.Skemmtilegt verkefni „Ég held það verði ekkert vandamál fyrir okkur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki á Algarve-mótinu í mars og þekkjum hvernig það er að spila á móti andstæðingum sem eru af svipuðum styrkleika og við,“ sagði Freyr en íslenska liðið endaði í 3. sæti á Algarve-mótinu. Síðan þá hefur Ísland spilað einn landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM. Hann vannst örugglega með fimm mörkum gegn engu. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en hún er markahæst í íslenska liðinu í undankeppninni með sex mörk. „Ég er miklu frekar spenntur því þetta er virkilega skemmtilegt verkefni að takast á við,“ sagði um leikinn í kvöld. „Leikmennirnir hlakka til að máta sig á móti þessu liði á þeirra heimavelli,“ bætti þjálfarinn við að lokum.
Fótbolti Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira