Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Höskuldur Kári Schram skrifar 19. febrúar 2016 22:15 Útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári samkvæmt búvörusamningi sem var undirritaður í dag. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. Samkomulagið sem var undirritað í dag nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og aftur árið 2023. Með þessu er verið að reyna að svara þeirri gagnrýni að samkomulagið bindi hendur komandi ríkisstjórna. Samningurinn felur í sér töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda en stefnt er að því á samningstímanum að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk og kjöti eins og verið hefur. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála hækka um 900 milljónir á næsta ári vegna samkomulagsins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aukningin fari stiglækkandi út samningstímann og verði að meðaltali í kringum 700 milljónir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, segir þetta vera samning umbreytinga og sóknar, ætlaðan að efla matvælaframleiðslu. „Hann er til langs tíma til að svara ákveðnum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Hann er með endurskoðunum á þessum langa tíma. Það eru settir viðbótarfjármunir í hann, sem þó eru með þeim hætti að upphæðin sem að stuðningurinn til landbúnaðarins er, verður með svipuðum hætti í lokin og í upphafi.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að verið sé að þróa stuðninginn sem greiddur er til landbúnaðarins í fjölbreyttara form. „Við drögum úr þeirri áherslu sem hefur verið á tvær stórar búgreinar – sauðfjár- og mjólkurframleiðslu – og færum þungann yfir í stuðningskerfi sem er opið fyrir allan landbúnaðinn og gefur mönnum frelsi til að velja sér hvar þeir vilja staðsetja sig í landbúnaðnum.“ Nánar má lesa um nýja búvörusamninga hér. Búvörusamningar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári samkvæmt búvörusamningi sem var undirritaður í dag. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. Samkomulagið sem var undirritað í dag nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og aftur árið 2023. Með þessu er verið að reyna að svara þeirri gagnrýni að samkomulagið bindi hendur komandi ríkisstjórna. Samningurinn felur í sér töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda en stefnt er að því á samningstímanum að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk og kjöti eins og verið hefur. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála hækka um 900 milljónir á næsta ári vegna samkomulagsins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aukningin fari stiglækkandi út samningstímann og verði að meðaltali í kringum 700 milljónir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, segir þetta vera samning umbreytinga og sóknar, ætlaðan að efla matvælaframleiðslu. „Hann er til langs tíma til að svara ákveðnum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Hann er með endurskoðunum á þessum langa tíma. Það eru settir viðbótarfjármunir í hann, sem þó eru með þeim hætti að upphæðin sem að stuðningurinn til landbúnaðarins er, verður með svipuðum hætti í lokin og í upphafi.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að verið sé að þróa stuðninginn sem greiddur er til landbúnaðarins í fjölbreyttara form. „Við drögum úr þeirri áherslu sem hefur verið á tvær stórar búgreinar – sauðfjár- og mjólkurframleiðslu – og færum þungann yfir í stuðningskerfi sem er opið fyrir allan landbúnaðinn og gefur mönnum frelsi til að velja sér hvar þeir vilja staðsetja sig í landbúnaðnum.“ Nánar má lesa um nýja búvörusamninga hér.
Búvörusamningar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira