Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Stjarnan 96-93 | Oddur afgreiddi Stjörnuna Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 22:00 Oddur Rúnar átti stórleik fyrir ÍR í kvöld. Vísir/Anton ÍR vann frábæran sigur á Stjörnunni, 96-93, í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar, sem litu virkilega illa út fyrir viku síðan gegn Grindavík, áttu flottan leik í kvöld og unnu sanngjarnan sigur.Anton Brink, ljósmyndari 365, var í Hertz-hellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Það var allt annað að sjá ÍR-liðið í kvöld en síðasta fimmtudag þegar liðið virtist tæplega hafa áhuga á að spila við Grindavík á sínum eigin heimavelli. Breiðholtsbaráttan var til fyrirmyndar, varnarleikurinn fínn og sóknarleikurinn ágætur. ÍR komst í 10-4 og 12-6 sem Hrafni Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, fannst ekkert sniðugt svo vægt sé til orða tekið. Þjálfari Garðbæinga var við það að froðufella vegna varnarleiks sinna manna og byrjaði að tína stjörnur Stjörnunnar út af eftir nokkrar mínútur í fyrsta leikhluta. Justin Shouse, Coleman og Tómas Þórður voru látnir setjast á bekkinn og fengu þeir væna gusu af skömmum frá Hrafni sem var allt annað en sáttur. Fljótlega komst leikur Stjörnunnar í betra lag og jafnaði liðið leikinn, 15-15, eftir sjö mínútur. Eftir það var allt í járnum í fyrri hálfleik. Stjarnan var svo tveimur stigum yfir í hálfleik, 49-47. Justin Shouse virtist ekki tengdur til að byrja með og var lengi í gang. Það lagaðist þó og var hann kominn með þrettán stig eftir fyrstu 20 mínúturnar. Hann var ekki eini Stjörnumaðurinn sem var kaldur til að byrja með því Marvin og Tómas Holton komust ekki á blað fyrr en í öðrum leikhluta.ÍR-Stjarnan 96-93 (21-19, 26-30, 19-18, 30-26)ÍR: Oddur Rúnar Kristjánsson 28/5 fráköst/8 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 19/6 fráköst/7 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 17/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14/8 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Trausti Eiríksson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Hamid Dicko 1.Stjarnan: Justin Shouse 27/11 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 16/6 fráköst, Al'lonzo Coleman 14/12 fráköst/9 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 6, Marvin Valdimarsson 6, Magnús Bjarki Guðmundsson 5, Sæmundur Valdimarsson 4, Kristinn Ólafsson 3, Daði Lár Jónsson 2/6 fráköst. Kanalausir ÍR-ingar lentu aftur í eltingarleik í þriðja leikhluta og komst Stjarnan mest átta stigum yfir, 64-58. En áfram héldu Breiðhyltingar að berjast og voru búnir að minnka muninn niður í eitt stig fyrir lokafjórðunginn, 67-66. Þar tók svo ÍR völdin. Oddur Rúnar Kristjánsson, sem skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar í kvöld, fór hamförum og setti niður stóra þrista. ÍR fékk framlag úr hinum ýmsu áttum og var varnarleikurinn nokkuð sterkur. Það hjálpaði líka til að Stjarnan fór að keyra sinn leik meira á einstaklingsframtaki og gat lengi vel varla keypt sér körfu. Það var eitthvað mikið að Stjörnuliðinu undir lokin í kvöld. Ef eitthvað var í ólagi hjá ÍR voru það vítaskotin. Liðið hitti aðeins úr 18 af 51 vítaskoti en þar verstur var Björgvin Hafþór Ríkharðsson sem hitti aðeins úr einu af tíu. Vítaskotin voru nálægt því að fella ÍR í kvöld, en liðið var með tíu stiga forskot, 91-81, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Stjarnan sendi heimamenn ítrekað á línuna og fékk svo síðasta skotið til að jafna leikinn þökk sé dapri vítanýtingu ÍR. Al'lonzo Coleman hitti ekki úr þriggja stiga skoti og ætlaði allt um koll að keyra í Hellinum þegar lokaflautið gall. Frábær sigur ÍR í hús þó hann hafi verið tæpur undir restina. Stjarnan, sem ætlar sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn, lítur ekki út eins og meistaralið. Það er búið að vinna tvo og tapa tveimur. Áhyggjuefnið er spilamennskan og hversu mjúkir Garðbæingar geta verið. Þar er verk framundan. ÍR-ingar geta verið sáttir með sitt. Þeir eru líka 2-2 og eiga Jonathan Mitchell inni.vísir/anton brinkHrafn: Vil að strákarnir prófi allavega mína eggjaköku Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli. En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndurgott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson.vísir/anton brinkOddur Rúnar: Leið ekki vel í upphitun Oddur Rúnar Kristjánsson var maður leiksins í kvöld, en hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Hann var líka eini maðurinn sem gat hitt úr vítaskoti fyrir ÍR sem var dýrmætt undir restina. „Við héldum þeim inn í þessu með að klikka á fimm af sex vítum undir lokin. Ef við hefðum hitt úr vítunum hefði Stjarnan ekki átt séns,“ sagði Oddur kátur í leikslok. ÍR leit út eins og krakkalið fyrir viku síðan þegar það fékk skell á heimavelli gegn Grindavík en allt annað var uppi á teningnum í kvöld. „Þetta var svar við tapinu gegn Grindavík. Við stigum upp eftir þann leik og vorum virkilega flottir í kvöld. Við sýndum alvöru karakter í kvöld,“ sagði oddur Rúnar. „Svona þurfum við að spila til að vinna leiki. Menn eru að bæta upp fyrir að það vanti Mitchell og það er ég gríðarlega ánægður með.“ Oddur átti góðan leik sem fyrr segir en honum fannst ekki stefna í það áður en leikurinn hófst. „Mér leið ekkert svo vel í upphitun en ég fann mig svo þegar leikurinn byrjaði,“ sagði hann. ÍR var hársbreidd frá því að kasta leiknum frá sér undir lokin þegar heimamenn gátu ekki hitt úr vítum. Verstur þar var Björgvin Hafþór Ríkharðsson sem hitti aðeins úr einu af tíu vítaskotum sínum. „Bjöggi tapaði þessu næstum því fyrir okkur. Nei, ég segi svona. Hann var svakalega flottur. En við klikkuðum á of mörgum vítum, sérstaklega í lokin. Vonandi lögum við það,“ sagði Oddur Rúnar sem er bara bjartsýnn fyrir framhaldið enda styttist í að Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell verði klár. „Hann ætti að vera klár á næstu dögum þannig við verðum fullmannaðir eftir smá. Við erum bara góðir en núna er ég helvíti þreyttur,“ sagði sigurreifur Oddur Rúnar Kristjánsson.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
ÍR vann frábæran sigur á Stjörnunni, 96-93, í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar, sem litu virkilega illa út fyrir viku síðan gegn Grindavík, áttu flottan leik í kvöld og unnu sanngjarnan sigur.Anton Brink, ljósmyndari 365, var í Hertz-hellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Það var allt annað að sjá ÍR-liðið í kvöld en síðasta fimmtudag þegar liðið virtist tæplega hafa áhuga á að spila við Grindavík á sínum eigin heimavelli. Breiðholtsbaráttan var til fyrirmyndar, varnarleikurinn fínn og sóknarleikurinn ágætur. ÍR komst í 10-4 og 12-6 sem Hrafni Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, fannst ekkert sniðugt svo vægt sé til orða tekið. Þjálfari Garðbæinga var við það að froðufella vegna varnarleiks sinna manna og byrjaði að tína stjörnur Stjörnunnar út af eftir nokkrar mínútur í fyrsta leikhluta. Justin Shouse, Coleman og Tómas Þórður voru látnir setjast á bekkinn og fengu þeir væna gusu af skömmum frá Hrafni sem var allt annað en sáttur. Fljótlega komst leikur Stjörnunnar í betra lag og jafnaði liðið leikinn, 15-15, eftir sjö mínútur. Eftir það var allt í járnum í fyrri hálfleik. Stjarnan var svo tveimur stigum yfir í hálfleik, 49-47. Justin Shouse virtist ekki tengdur til að byrja með og var lengi í gang. Það lagaðist þó og var hann kominn með þrettán stig eftir fyrstu 20 mínúturnar. Hann var ekki eini Stjörnumaðurinn sem var kaldur til að byrja með því Marvin og Tómas Holton komust ekki á blað fyrr en í öðrum leikhluta.ÍR-Stjarnan 96-93 (21-19, 26-30, 19-18, 30-26)ÍR: Oddur Rúnar Kristjánsson 28/5 fráköst/8 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 19/6 fráköst/7 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 17/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14/8 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Trausti Eiríksson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Hamid Dicko 1.Stjarnan: Justin Shouse 27/11 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 16/6 fráköst, Al'lonzo Coleman 14/12 fráköst/9 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 6, Marvin Valdimarsson 6, Magnús Bjarki Guðmundsson 5, Sæmundur Valdimarsson 4, Kristinn Ólafsson 3, Daði Lár Jónsson 2/6 fráköst. Kanalausir ÍR-ingar lentu aftur í eltingarleik í þriðja leikhluta og komst Stjarnan mest átta stigum yfir, 64-58. En áfram héldu Breiðhyltingar að berjast og voru búnir að minnka muninn niður í eitt stig fyrir lokafjórðunginn, 67-66. Þar tók svo ÍR völdin. Oddur Rúnar Kristjánsson, sem skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar í kvöld, fór hamförum og setti niður stóra þrista. ÍR fékk framlag úr hinum ýmsu áttum og var varnarleikurinn nokkuð sterkur. Það hjálpaði líka til að Stjarnan fór að keyra sinn leik meira á einstaklingsframtaki og gat lengi vel varla keypt sér körfu. Það var eitthvað mikið að Stjörnuliðinu undir lokin í kvöld. Ef eitthvað var í ólagi hjá ÍR voru það vítaskotin. Liðið hitti aðeins úr 18 af 51 vítaskoti en þar verstur var Björgvin Hafþór Ríkharðsson sem hitti aðeins úr einu af tíu. Vítaskotin voru nálægt því að fella ÍR í kvöld, en liðið var með tíu stiga forskot, 91-81, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Stjarnan sendi heimamenn ítrekað á línuna og fékk svo síðasta skotið til að jafna leikinn þökk sé dapri vítanýtingu ÍR. Al'lonzo Coleman hitti ekki úr þriggja stiga skoti og ætlaði allt um koll að keyra í Hellinum þegar lokaflautið gall. Frábær sigur ÍR í hús þó hann hafi verið tæpur undir restina. Stjarnan, sem ætlar sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn, lítur ekki út eins og meistaralið. Það er búið að vinna tvo og tapa tveimur. Áhyggjuefnið er spilamennskan og hversu mjúkir Garðbæingar geta verið. Þar er verk framundan. ÍR-ingar geta verið sáttir með sitt. Þeir eru líka 2-2 og eiga Jonathan Mitchell inni.vísir/anton brinkHrafn: Vil að strákarnir prófi allavega mína eggjaköku Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli. En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndurgott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson.vísir/anton brinkOddur Rúnar: Leið ekki vel í upphitun Oddur Rúnar Kristjánsson var maður leiksins í kvöld, en hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Hann var líka eini maðurinn sem gat hitt úr vítaskoti fyrir ÍR sem var dýrmætt undir restina. „Við héldum þeim inn í þessu með að klikka á fimm af sex vítum undir lokin. Ef við hefðum hitt úr vítunum hefði Stjarnan ekki átt séns,“ sagði Oddur kátur í leikslok. ÍR leit út eins og krakkalið fyrir viku síðan þegar það fékk skell á heimavelli gegn Grindavík en allt annað var uppi á teningnum í kvöld. „Þetta var svar við tapinu gegn Grindavík. Við stigum upp eftir þann leik og vorum virkilega flottir í kvöld. Við sýndum alvöru karakter í kvöld,“ sagði oddur Rúnar. „Svona þurfum við að spila til að vinna leiki. Menn eru að bæta upp fyrir að það vanti Mitchell og það er ég gríðarlega ánægður með.“ Oddur átti góðan leik sem fyrr segir en honum fannst ekki stefna í það áður en leikurinn hófst. „Mér leið ekkert svo vel í upphitun en ég fann mig svo þegar leikurinn byrjaði,“ sagði hann. ÍR var hársbreidd frá því að kasta leiknum frá sér undir lokin þegar heimamenn gátu ekki hitt úr vítum. Verstur þar var Björgvin Hafþór Ríkharðsson sem hitti aðeins úr einu af tíu vítaskotum sínum. „Bjöggi tapaði þessu næstum því fyrir okkur. Nei, ég segi svona. Hann var svakalega flottur. En við klikkuðum á of mörgum vítum, sérstaklega í lokin. Vonandi lögum við það,“ sagði Oddur Rúnar sem er bara bjartsýnn fyrir framhaldið enda styttist í að Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell verði klár. „Hann ætti að vera klár á næstu dögum þannig við verðum fullmannaðir eftir smá. Við erum bara góðir en núna er ég helvíti þreyttur,“ sagði sigurreifur Oddur Rúnar Kristjánsson.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira