Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Keflavík 4-2 | Mikilvægur sigur Skagamanna Tryggvi Páll Tryggvason á Norðurálsvellinum skrifar 22. júní 2015 22:45 Ásgeir Marteinsson skoraði fjórða mark ÍA. vísir/vilhelm Skagamenn fóru með sigur af hólmi gegn Keflavík á Akranesi í kvöld þegar lélegasta sóknarlið Pepsi-deildarinnar mætti næstslakasta varnarliði deildarinnar. Fyrir leikinn voru liðin á botni deildarinnar, Keflavík í því neðsta og ÍA í því 10. Það var því ljóst að þessi leikur væri gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Skagamenn sýndu nýjar hliðar á sóknarleik sínum og skoruðu jafnmörk mörk í þessum leik og þeir höfðu gert það sem af er sumri á meðan varnarleikur Keflvíkinga varð þeim aftur að falli. Lokatölur urðu 4-2 í bráðskemmtilegum leik. Dómari leiksins var varla búinn að flauta til leiks þegar Arsenij Buinickij, framherji Skagamanna, opnaði markareikning sinn á Norðurálsvellinum. Samuel Jimenez Hernandez, bakvörður Keflavíkur, skildi eftir sig allt plássið þegar hann þaut fram í sóknarleik Keflavíkur. Ólafur Valur Valdimarsson gerði vel í að finna Arsenij á fjærstönginni. Litháeninn Arsenij hefur legið undir ámæli fyrir að nýta ekki færin sín en hann gat nú varla annað en sett þennan bolta í netið framhjá Sindra Kristni í marki Keflavíkur. Draumabyrjun fyrir Skagamenn sem hafa átt í miklum vandræðum fyrir framan markið. Keflvíkingar létu þó þetta áfall ekki á sig fá og ætluðu augljóslega að sækja sigurinn. Smám saman byggðu þeir upp sóknarleik sinn og Skagamenn áttu í vandræðum á köntunum enda studdu bakverðir Keflavíkur vel við kantmennina. Það var einmitt úr einni slíkri sókn sem jöfnunarmark Keflvíkinga kom. Samuel Jimenez Hernandez bætti fyrir mistökin í marki ÍA þegar hann óð upp að endamörkum og renndi boltanum á Sindra Snæ Magnússon sem lagði boltann fagmannlega í markið. Þetta virtist vera uppleggið hjá Hauki Inga og Jóhanni Birni, þjálfurum Keflvíkinga því sóknarleikur þeirra byggðist að mestu á þessari formúlu: Komast upp að endamörkum og renna boltanum á miðjumenn sem komu í seinni bylgjunni. Það kom því ekki á óvart þegar Keflvíkingar komust yfir á mjög keimlíkan hátt. Aftur var það Sindri Snær sem fékk boltann eftir að varnarmenn ÍA komust fyrir skot Keflvíkinga. Sindri Snær gerði sér lítið fyrir og renndi boltanum eftir jörðinni að marki og inn fór boltinn, af stönginni. Ansi laglegt mark. Á þessum tímapunkti höfðu Keflvíkingar verið hættulegri og forustan var verðskulduð. Það var því verulega óheppilegt fyrir þá þegar Skagamenn náðu að jafna aðeins mínútu eftir að Keflvíkingar komust yfir og kom markið úr hornspyrnu. Fyrr í leiknum hafði Jón Vilhelm smellt boltanum í tvígang á kollinn á Ármann Smára Björnsson úr hornspyrnum án árangurs. Eins og svo oft áður gekk það upp í þriðja sinn og Skagamenn því skyndilega búnir að jafna leikinn. Þetta mark hefur haft áhrif á sjálfstraust Keflvíkinga og ekki batnaði varnarleikur liðsins við það. Aðeins þremur mínútum eftir jöfnunarmark Skagamanna lék Ásgeir Marteinsson sér að vörn Keflvíkinga og setti boltann fyrir markið á besta stað. Þar var auðvitað enginn Skagamaður en Jón Vilhelm fékk boltann á kantinum, kom boltanum aftur fyrir og í þetta sinn var Albert Hafsteinsson mættur og hann kom Skagamönnum yfir. Ekki fyllilega verðskuldað en Keflvíkingar geta nagað sig í handarbökin fyrir varnarleik sinn. Staðan var því 3-2 eftir ótrúlega viðburðarríkan hálfleik og menn vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Vilhjálmur Alvar flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikur hófst svo á nákvæmlega sama hátt og fyrri hálfleikurinn hafði spilast. Keflvíkingar fengu víti á upphafsmínútum hálfleiksins þegar þeirra sprækasti leikmaður, Daníel Gylfason var felldur inn í vítateig af Árna Snæ, markmanni Skagamanna. Þetta virtist vera vafasamur dómur enda var Daníel búinn að missa boltann út af. Árni Snær fór þó klárlega í Daníel og Vilhjálmur benti á punktinn. Hólmar Örn Rúnarsson vippaði sér á vítapunktinn en lét Árna Snæ verja frá sér. Hólmar skaut á mitt markið og í lappirnar á Árna sem kastaði sér til vinstri. Keflvíkingar náðu frákastinu en skutu í slánna. Svolítið lýsandi fyrir leik þeirra. Upphafsmínútur hálfleiksins voru hörmulegar fyrir Hólmar Örn sem brenndi af úr dauðafæri úr teignum eftir fyrirgjöf á 50. mínútu. Hann skóflaði boltanum yfir úr kjörstöðu. Þetta reyndist vera besta færi Keflvíkinga til að jafna leikinn en út seinni hálfleikinn byggðust sóknartilburðir þeirra á langskotum og fyrirgjöfum sem Árni Snær átti ekki í vandræðum með. Eftir því sem leið á leikinn urðu Skagamenn líklegri til að skora 4. markið og það kom undir lok leiksins þegar besti maður vallarins, Ásgeir Marteinsson, var sendur í gegn af Arnari Má Guðjónssyni. Hann sýndi framherjum Skagamanna hvernig á að gera þetta og kláraði færi sitt af öryggi. Gríðarlega mikilvægur sigur Skagamanna því staðreynd og með honum ná þeir að skilja sig frá botnsætunum á meðan Keflvíkingar sitja eftir í botnsætinu með aðeins 4 stig.Haukur Ingi: Mikilvægt að einblína ekki eingöngu á það neikvæða Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna og þá sérstaklega varnarleikinn: „Við erum virkilega ósáttir með leikinn í heild sinni. Þegar við fáum 4 mörk á okkur í leik þá eigum við ekki skilið að vinna. Við sjáum það svart á hvítu hér í dag að vörnin er að opnast illa og varnarleikurinn er heilt yfir ekki nógu góður. Við þurfum að setjast yfir það og skoða frá A-Ö, frá fremsta manni til aftasta manns.“ Haukur Ingi sagði að lið sitt hefði mætt á Skagann til þess að vinna sigur á Skagamönnum: „Fyrir þennan leik mátum við stöðuna þannig að þetta væri leikur sem við ættum að vinna og mér fannst við vera með þannig lið að við ættum að geta komið hér upp og tekið þrjú stig“. Sálfræðin er aldrei langt undan hjá Hauki Inga og telur hann mikilvægt að Keflvíkingar einblíni ekki bara á það neikvæða í leik liðsins: „Heilt yfir hefur maður tilhneigingu til að horfa bara á neikvæðu hliðarnar þegar maður tapar svona illa og vissulega verður helsti fókusinn á það sem þarfa að laga en við þurfum líka að horfa á jákvæðu hliðarnar sem við sáum glimpsur af í dag. Það er nóg eftir og fullt af stigum þannig að það er ekki komin krísa hjá okkur á þessari stundu. Það er rúmlega hálft mótið eftir.“ Keflvíkingar sitja á botninum eftir þessa umferð: „Það vita það allir íþróttamenn að það er ekki gaman að vera í síðasta sætinu. Við horfum upp á við og vinnum í því sem miður fór í dag. Við reynum að vinna með það sem er jákvætt enda var ýmislegt jákvætt hjá okkur í dag. Við áttum mikið af skotum en Árni í markinu hjá ÍA var funheitur og bjargaði gífurlega vel oft á tíðum.“Gunnlaugur Jónsson: Tilkoma Ásgeir Marteinssonar hleypt nýju lífi í sóknarleikinn Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum ánægður með sigurinn en þótti ekki endilega mikið koma til frammistöðunnnar sjálfrar: „Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með mína menn og þennan sigur en liðið hefur oft spilað betur, ég viðurkenni það fúslega.“ „Við byrjum seinni hálfleik í tómum vandræðum og eigum í gríðarlegu basli með að halda boltanum innan liðsins. Það var léleg hollning á liðinu en það var einhver lukka með okkur í dag. Árni markmaður ver frábærlega vítið en með tilkomu Marko Andelkovic á miðjuna hjá okkur undir lok leiksins fannst mér leikurinn breytast. Við fórum að halda boltanum betur og með fjórða markinu gulltryggðum við þetta.“ Sóknarleikur Skagamanna hefur ekki þótt merkilegur það sem af er móti enda hafði liðið aðeins skorað 4 mörk fyrir þennan leik og náði því að tvöfalda markafjölda sinn í einum leik. Gunnlaugur var ánægður með að sóknaræfingar á æfingarsvæðinu væru farnar að skila mörkum: “Við erum búnir að reyna að breyta sóknarleiknum. Tilkoma Ásgeir Marteinssonar hefur hleypt lífi í sóknarleikinn. Hann var mjög ógnandi á móti KR og í dag er hann gríðarlega ógnandi og skoraði verðskuldað mark. Almenn séð hefur sóknarleiknum batnað, við erum að fá fyrirgjafir og framhjáhlaup hjá bakvörðum á nýjan leik. Þetta eru hlutir sem að hurfu úr okkar leik þegar okkur gekk illa en þetta er allt á réttri leið. Við getum hinsvegar klárlega spilað betur, sérstaklega varnarlega.“ Að mati Gunnlaugs hefur leikur liðsins farið stigba Pepsi Max-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Skagamenn fóru með sigur af hólmi gegn Keflavík á Akranesi í kvöld þegar lélegasta sóknarlið Pepsi-deildarinnar mætti næstslakasta varnarliði deildarinnar. Fyrir leikinn voru liðin á botni deildarinnar, Keflavík í því neðsta og ÍA í því 10. Það var því ljóst að þessi leikur væri gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Skagamenn sýndu nýjar hliðar á sóknarleik sínum og skoruðu jafnmörk mörk í þessum leik og þeir höfðu gert það sem af er sumri á meðan varnarleikur Keflvíkinga varð þeim aftur að falli. Lokatölur urðu 4-2 í bráðskemmtilegum leik. Dómari leiksins var varla búinn að flauta til leiks þegar Arsenij Buinickij, framherji Skagamanna, opnaði markareikning sinn á Norðurálsvellinum. Samuel Jimenez Hernandez, bakvörður Keflavíkur, skildi eftir sig allt plássið þegar hann þaut fram í sóknarleik Keflavíkur. Ólafur Valur Valdimarsson gerði vel í að finna Arsenij á fjærstönginni. Litháeninn Arsenij hefur legið undir ámæli fyrir að nýta ekki færin sín en hann gat nú varla annað en sett þennan bolta í netið framhjá Sindra Kristni í marki Keflavíkur. Draumabyrjun fyrir Skagamenn sem hafa átt í miklum vandræðum fyrir framan markið. Keflvíkingar létu þó þetta áfall ekki á sig fá og ætluðu augljóslega að sækja sigurinn. Smám saman byggðu þeir upp sóknarleik sinn og Skagamenn áttu í vandræðum á köntunum enda studdu bakverðir Keflavíkur vel við kantmennina. Það var einmitt úr einni slíkri sókn sem jöfnunarmark Keflvíkinga kom. Samuel Jimenez Hernandez bætti fyrir mistökin í marki ÍA þegar hann óð upp að endamörkum og renndi boltanum á Sindra Snæ Magnússon sem lagði boltann fagmannlega í markið. Þetta virtist vera uppleggið hjá Hauki Inga og Jóhanni Birni, þjálfurum Keflvíkinga því sóknarleikur þeirra byggðist að mestu á þessari formúlu: Komast upp að endamörkum og renna boltanum á miðjumenn sem komu í seinni bylgjunni. Það kom því ekki á óvart þegar Keflvíkingar komust yfir á mjög keimlíkan hátt. Aftur var það Sindri Snær sem fékk boltann eftir að varnarmenn ÍA komust fyrir skot Keflvíkinga. Sindri Snær gerði sér lítið fyrir og renndi boltanum eftir jörðinni að marki og inn fór boltinn, af stönginni. Ansi laglegt mark. Á þessum tímapunkti höfðu Keflvíkingar verið hættulegri og forustan var verðskulduð. Það var því verulega óheppilegt fyrir þá þegar Skagamenn náðu að jafna aðeins mínútu eftir að Keflvíkingar komust yfir og kom markið úr hornspyrnu. Fyrr í leiknum hafði Jón Vilhelm smellt boltanum í tvígang á kollinn á Ármann Smára Björnsson úr hornspyrnum án árangurs. Eins og svo oft áður gekk það upp í þriðja sinn og Skagamenn því skyndilega búnir að jafna leikinn. Þetta mark hefur haft áhrif á sjálfstraust Keflvíkinga og ekki batnaði varnarleikur liðsins við það. Aðeins þremur mínútum eftir jöfnunarmark Skagamanna lék Ásgeir Marteinsson sér að vörn Keflvíkinga og setti boltann fyrir markið á besta stað. Þar var auðvitað enginn Skagamaður en Jón Vilhelm fékk boltann á kantinum, kom boltanum aftur fyrir og í þetta sinn var Albert Hafsteinsson mættur og hann kom Skagamönnum yfir. Ekki fyllilega verðskuldað en Keflvíkingar geta nagað sig í handarbökin fyrir varnarleik sinn. Staðan var því 3-2 eftir ótrúlega viðburðarríkan hálfleik og menn vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Vilhjálmur Alvar flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikur hófst svo á nákvæmlega sama hátt og fyrri hálfleikurinn hafði spilast. Keflvíkingar fengu víti á upphafsmínútum hálfleiksins þegar þeirra sprækasti leikmaður, Daníel Gylfason var felldur inn í vítateig af Árna Snæ, markmanni Skagamanna. Þetta virtist vera vafasamur dómur enda var Daníel búinn að missa boltann út af. Árni Snær fór þó klárlega í Daníel og Vilhjálmur benti á punktinn. Hólmar Örn Rúnarsson vippaði sér á vítapunktinn en lét Árna Snæ verja frá sér. Hólmar skaut á mitt markið og í lappirnar á Árna sem kastaði sér til vinstri. Keflvíkingar náðu frákastinu en skutu í slánna. Svolítið lýsandi fyrir leik þeirra. Upphafsmínútur hálfleiksins voru hörmulegar fyrir Hólmar Örn sem brenndi af úr dauðafæri úr teignum eftir fyrirgjöf á 50. mínútu. Hann skóflaði boltanum yfir úr kjörstöðu. Þetta reyndist vera besta færi Keflvíkinga til að jafna leikinn en út seinni hálfleikinn byggðust sóknartilburðir þeirra á langskotum og fyrirgjöfum sem Árni Snær átti ekki í vandræðum með. Eftir því sem leið á leikinn urðu Skagamenn líklegri til að skora 4. markið og það kom undir lok leiksins þegar besti maður vallarins, Ásgeir Marteinsson, var sendur í gegn af Arnari Má Guðjónssyni. Hann sýndi framherjum Skagamanna hvernig á að gera þetta og kláraði færi sitt af öryggi. Gríðarlega mikilvægur sigur Skagamanna því staðreynd og með honum ná þeir að skilja sig frá botnsætunum á meðan Keflvíkingar sitja eftir í botnsætinu með aðeins 4 stig.Haukur Ingi: Mikilvægt að einblína ekki eingöngu á það neikvæða Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna og þá sérstaklega varnarleikinn: „Við erum virkilega ósáttir með leikinn í heild sinni. Þegar við fáum 4 mörk á okkur í leik þá eigum við ekki skilið að vinna. Við sjáum það svart á hvítu hér í dag að vörnin er að opnast illa og varnarleikurinn er heilt yfir ekki nógu góður. Við þurfum að setjast yfir það og skoða frá A-Ö, frá fremsta manni til aftasta manns.“ Haukur Ingi sagði að lið sitt hefði mætt á Skagann til þess að vinna sigur á Skagamönnum: „Fyrir þennan leik mátum við stöðuna þannig að þetta væri leikur sem við ættum að vinna og mér fannst við vera með þannig lið að við ættum að geta komið hér upp og tekið þrjú stig“. Sálfræðin er aldrei langt undan hjá Hauki Inga og telur hann mikilvægt að Keflvíkingar einblíni ekki bara á það neikvæða í leik liðsins: „Heilt yfir hefur maður tilhneigingu til að horfa bara á neikvæðu hliðarnar þegar maður tapar svona illa og vissulega verður helsti fókusinn á það sem þarfa að laga en við þurfum líka að horfa á jákvæðu hliðarnar sem við sáum glimpsur af í dag. Það er nóg eftir og fullt af stigum þannig að það er ekki komin krísa hjá okkur á þessari stundu. Það er rúmlega hálft mótið eftir.“ Keflvíkingar sitja á botninum eftir þessa umferð: „Það vita það allir íþróttamenn að það er ekki gaman að vera í síðasta sætinu. Við horfum upp á við og vinnum í því sem miður fór í dag. Við reynum að vinna með það sem er jákvætt enda var ýmislegt jákvætt hjá okkur í dag. Við áttum mikið af skotum en Árni í markinu hjá ÍA var funheitur og bjargaði gífurlega vel oft á tíðum.“Gunnlaugur Jónsson: Tilkoma Ásgeir Marteinssonar hleypt nýju lífi í sóknarleikinn Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum ánægður með sigurinn en þótti ekki endilega mikið koma til frammistöðunnnar sjálfrar: „Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með mína menn og þennan sigur en liðið hefur oft spilað betur, ég viðurkenni það fúslega.“ „Við byrjum seinni hálfleik í tómum vandræðum og eigum í gríðarlegu basli með að halda boltanum innan liðsins. Það var léleg hollning á liðinu en það var einhver lukka með okkur í dag. Árni markmaður ver frábærlega vítið en með tilkomu Marko Andelkovic á miðjuna hjá okkur undir lok leiksins fannst mér leikurinn breytast. Við fórum að halda boltanum betur og með fjórða markinu gulltryggðum við þetta.“ Sóknarleikur Skagamanna hefur ekki þótt merkilegur það sem af er móti enda hafði liðið aðeins skorað 4 mörk fyrir þennan leik og náði því að tvöfalda markafjölda sinn í einum leik. Gunnlaugur var ánægður með að sóknaræfingar á æfingarsvæðinu væru farnar að skila mörkum: “Við erum búnir að reyna að breyta sóknarleiknum. Tilkoma Ásgeir Marteinssonar hefur hleypt lífi í sóknarleikinn. Hann var mjög ógnandi á móti KR og í dag er hann gríðarlega ógnandi og skoraði verðskuldað mark. Almenn séð hefur sóknarleiknum batnað, við erum að fá fyrirgjafir og framhjáhlaup hjá bakvörðum á nýjan leik. Þetta eru hlutir sem að hurfu úr okkar leik þegar okkur gekk illa en þetta er allt á réttri leið. Við getum hinsvegar klárlega spilað betur, sérstaklega varnarlega.“ Að mati Gunnlaugs hefur leikur liðsins farið stigba
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira