Atli Guðna: Ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2014 08:00 Atli Guðnason fór á kostum í síðustu sex leikjum FH í Pepsi-deildinni, þar sem hann skoraði sex mörk og átti sex stoðsendingar. Vísir/Stefán Fréttablaðið hefur tekið saman frammistöðu leikmanna Pepsi-deildar karla í sumar og það er þrítugur FH-ingur sem vann öruggan sigur í einkunnagjöf blaðamanna Fréttablaðsins og Vísi. „Þetta er varla sárabót. Maður getur alveg verið glaður með svona einstaklingsverðlaun en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta liðsíþrótt og maður er að sækjast eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þegar hann vinnst ekki þá er maður eiginlega aldrei sáttur,“ sagði Atli Guðnason þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en þá var hann að leika sér við dóttur sína.Munaði millimetrum Atli var aðeins nokkrum millimetrum frá því að tryggja FH-ingum Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn, fyrst þegar Ingvar Jónsson varði skalla hans á ótrúlegan hátt í fyrri hálfleik og svo þegar skot hans small í stönginni á lokamínútum úrslitaleiksins milli FH og Stjörnunnar. Stjörnumenn sluppu með skrekkinn og skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Atli fær smá sárabót frá Fréttablaðinu. „Þetta var stöngin út en þetta voru líka slæmar ákvarðanir sem við getum lært af. Ég veit samt ekki hvernig við eigum að geta verið nær þessu,“ segir Atli sem fékk nokkur færi í leiknum til að skora sitt ellefta mark á leiktíðinni.Bjó til tólf mörk í síðustu sex Atli var með 6 mörk og 6 stoðsendingar í síðustu 6 leikjum FH-liðsins á tímabilinu. „Endaspretturinn var nokkuð góður,“ segir Atli yfirvegaður. „Ég hef ekki verið yfirlýsingaglaður maður hingað til og ætla ekki að fara að breyta því núna. Þetta var svona allt í lagi en svolítið gloppótt með góðum leikjum inn á milli,“ sagði Atli. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, virðist hafa kveikt vel í sínum manni með því að setja hann á bekkinn tvo leiki í röð í lok ágústmánaðar. „Það breytti ekkert mínum leik að vera settur á bekkinn því ég spila alltaf eins. Ég fékk reyndar að fara í aðra stöðu sem var mjög skemmtilegt. Ég hef yfirleitt verið á kantinum en þetta hefur komið einu sinni og einu sinni fyrir að ég fari inn á miðjuna og mér hefur alltaf fundist það mjög skemmtilegt,“ segir Atli og það er staða sem hann vill fá að spila. „Ég held að það yrði ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna,“ segir Atli og tölfræðin styður það svart á hvítu. Atli er eini leikmaður deildarinnar sem bæði skoraði og lagði upp tíu mörk eða fleiri.Atli á ferðinni í leik gegn Breiðabliki í sumar.Vísir/VilhelmGerðum nóg til að vinna Atli viðurkennir að síðustu dagar hafi verið erfiðir. „Þeir hafa farið batnandi en sunnudagurinn var frekar erfiður. Þar þurfti maður að sætta sig við það að við skyldum hafa klúðrað þessu algjörlega sjálfir. Það var erfitt að vakna og hugsa með sér að ég hefði sjálfur getað gert hlutina öðruvísi. Við spiluðum mjög vel og gerðum alveg nóg til að vinna,“ segir Atli og bætir við: „Það voru lítil atriði sem maður hefði getað gert betur eins og að vanda sig aðeins meira í skotum,“ sagði Atli sem viðurkennir að hafa endurlifað mörg færanna í huganum á þeim dögum sem eru liðnir. „Þetta er að verða allt í lagi núna,“ segi Atli og Fréttablaðið gat líka aðeins glatt hann með þessari útnefningu.Næstum því tímabil Atli er strax farinn að safna kröftum fyrir næsta tímabil þar sem hann býst við að lítið breytt FH-lið berjist aftur um titilinn. „Það er ekki hægt að gera annað en að leggja meira á sig, byrja upp á nýtt og reyna að ná titlinum aftur,“ segi Atli. „Þetta var svona næstum því tímabil. Við lentum í öðru sæti í deildinni þegar við vorum næstum því búnir að vinna og við vorum líka alveg nálægt því að komast áfram á móti Elfsborg í Evrópukeppninni. Þetta er næstum því tímabil en gott tímabil samt sem áður,“ segir Atli að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Fréttablaðið hefur tekið saman frammistöðu leikmanna Pepsi-deildar karla í sumar og það er þrítugur FH-ingur sem vann öruggan sigur í einkunnagjöf blaðamanna Fréttablaðsins og Vísi. „Þetta er varla sárabót. Maður getur alveg verið glaður með svona einstaklingsverðlaun en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta liðsíþrótt og maður er að sækjast eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þegar hann vinnst ekki þá er maður eiginlega aldrei sáttur,“ sagði Atli Guðnason þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en þá var hann að leika sér við dóttur sína.Munaði millimetrum Atli var aðeins nokkrum millimetrum frá því að tryggja FH-ingum Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn, fyrst þegar Ingvar Jónsson varði skalla hans á ótrúlegan hátt í fyrri hálfleik og svo þegar skot hans small í stönginni á lokamínútum úrslitaleiksins milli FH og Stjörnunnar. Stjörnumenn sluppu með skrekkinn og skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Atli fær smá sárabót frá Fréttablaðinu. „Þetta var stöngin út en þetta voru líka slæmar ákvarðanir sem við getum lært af. Ég veit samt ekki hvernig við eigum að geta verið nær þessu,“ segir Atli sem fékk nokkur færi í leiknum til að skora sitt ellefta mark á leiktíðinni.Bjó til tólf mörk í síðustu sex Atli var með 6 mörk og 6 stoðsendingar í síðustu 6 leikjum FH-liðsins á tímabilinu. „Endaspretturinn var nokkuð góður,“ segir Atli yfirvegaður. „Ég hef ekki verið yfirlýsingaglaður maður hingað til og ætla ekki að fara að breyta því núna. Þetta var svona allt í lagi en svolítið gloppótt með góðum leikjum inn á milli,“ sagði Atli. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, virðist hafa kveikt vel í sínum manni með því að setja hann á bekkinn tvo leiki í röð í lok ágústmánaðar. „Það breytti ekkert mínum leik að vera settur á bekkinn því ég spila alltaf eins. Ég fékk reyndar að fara í aðra stöðu sem var mjög skemmtilegt. Ég hef yfirleitt verið á kantinum en þetta hefur komið einu sinni og einu sinni fyrir að ég fari inn á miðjuna og mér hefur alltaf fundist það mjög skemmtilegt,“ segir Atli og það er staða sem hann vill fá að spila. „Ég held að það yrði ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna,“ segir Atli og tölfræðin styður það svart á hvítu. Atli er eini leikmaður deildarinnar sem bæði skoraði og lagði upp tíu mörk eða fleiri.Atli á ferðinni í leik gegn Breiðabliki í sumar.Vísir/VilhelmGerðum nóg til að vinna Atli viðurkennir að síðustu dagar hafi verið erfiðir. „Þeir hafa farið batnandi en sunnudagurinn var frekar erfiður. Þar þurfti maður að sætta sig við það að við skyldum hafa klúðrað þessu algjörlega sjálfir. Það var erfitt að vakna og hugsa með sér að ég hefði sjálfur getað gert hlutina öðruvísi. Við spiluðum mjög vel og gerðum alveg nóg til að vinna,“ segir Atli og bætir við: „Það voru lítil atriði sem maður hefði getað gert betur eins og að vanda sig aðeins meira í skotum,“ sagði Atli sem viðurkennir að hafa endurlifað mörg færanna í huganum á þeim dögum sem eru liðnir. „Þetta er að verða allt í lagi núna,“ segi Atli og Fréttablaðið gat líka aðeins glatt hann með þessari útnefningu.Næstum því tímabil Atli er strax farinn að safna kröftum fyrir næsta tímabil þar sem hann býst við að lítið breytt FH-lið berjist aftur um titilinn. „Það er ekki hægt að gera annað en að leggja meira á sig, byrja upp á nýtt og reyna að ná titlinum aftur,“ segi Atli. „Þetta var svona næstum því tímabil. Við lentum í öðru sæti í deildinni þegar við vorum næstum því búnir að vinna og við vorum líka alveg nálægt því að komast áfram á móti Elfsborg í Evrópukeppninni. Þetta er næstum því tímabil en gott tímabil samt sem áður,“ segir Atli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira