Forsetakosningar 2016

Fréttamynd

Vísindi efla alla dáð

Af því ég skrifaði einn pistil um vísindi á villigötum er búið að ákveða að ég sé á móti öllum vísindum.

Skoðun
Fréttamynd

„Er það gott djobb?“

Frægt er svar Halldórs Laxness þegar Matthías Johannessen kom á hans fund að undirlagi Bjarna Benediktssonar þáverandi forsætisráðherra til að vita hvort hann vildi bjóða sig fram til forseta Íslands: "Er það gott djobb?“ Svarið dregur snilldarvel fram fáránleika þessarar málaleitunar og þeirrar hugmyndar sem er svo útbreidd hér á landi, að manneskja sem er góð í einhverju starfi eigi þá einmitt að fara að sinna einhverju allt öðru starfi – og helst því starfi sem viðkomandi er sérlega illa fallinn til að sinna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hildur gefur kost á sér til forseta

Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu.

Innlent
Fréttamynd

Meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum

Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum.

Innlent
Fréttamynd

Hann breytti embættinu

Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Íslendingar sem ekki hafa náð miðjum aldri, muna ekki eftir öðrum forseta á Bessastöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Komið að ögurstundu

Andri Snær Magnason telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég?

Innlent
Fréttamynd

Sagan ræðst af nýársávarpinu

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur bíður spenntur eftir nýárs­ávarpi forsetans eins og margir aðrir. Ekki að ástæðulausu þar sem hann situr þessa dagana og skrifar bók um forseta lýðveldisins.

Lífið
Fréttamynd

Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag?

Búist er við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi upp í nýársávarpi sínu hvort hann bjóði sig fram til forseta næsta sumar. Guðni Th. Jóhannesson segir þá sem fylgst hafa með Ólafi telja líklegra að hann láti gott heita.

Innlent