Eurovision

Fréttamynd

Tus­se stígur á svið fyrir Sví­þjóðar hönd

Tousin Tusse Chiza sigraði Söngvakeppni sænska sjónvarpsins, Melodifestivalen, í kvöld með laginu Voices og mun hann keppa fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision í Rotterdam í maí. Tusse hlaut tíu stigum meira en Eric Saade, sem gerði garðinn frægan þegar hann sigraði Eurovision með laginu Popular árið 2011.

Lífið
Fréttamynd

Euro­vision-lag Daða frum­flutt form­lega

Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision.

Lífið
Fréttamynd

Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón

Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans.

Erlent
Fréttamynd

Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda

Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár.

Erlent
Fréttamynd

Danir völdu framlag til Eurovision sem verður flutt á dönsku

Dúettinn Fyr & Flamme mun flytja framlag Dana í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í vor. Dúettinn flutti lagið Øve os på hinanden í úrslitaþætti dönsku söngvakeppninnar Melodi Grand Prix í gærkvöldi sem stóð uppi sem sigurlag keppninnar en lagið hlaut 37% greiddra atkvæða.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að koma heim eftir Eurovision í Lissabon

Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision verður ekki haldin með hefðbundnum hætti

Nú hafa forsvarsmenn Eurovision gefið út að ekki verði hægt að halda keppnina með hefðbundnum hætti en skipuleggjendur höfðu áður gefið út nokkrar sviðsmyndir keppninnar. Sviðsmynd A var alltaf sú að keppnin yrði haldin eins og Evrópubúar þekkja hana.

Lífið
Fréttamynd

Euro­vision-lag Daða Freys frum­flutt 13. mars

Framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí verður frumflutt 13. mars. Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands að þessu sinni, en líkt og alkunna er var Eurovision aflýst á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu þar að vera fulltrúar Íslands með laginu Think About Things.

Lífið
Fréttamynd

Segir nýja Eurovision-lagið rökrétt framhald af Think About Things

Daði Freyr var að senda frá sér lagið Feel the Love og myndband ásamt tónlistarkonunni Ásdísi Maríu Viðarsdóttur. Þetta er fyrsta lagið sem Daði gefur út þar sem hann var ekki með í ferlinu frá byrjun. Albumm heyrði í Daða þar sem hann var í sveitinni hjá foreldrum sínum að jólast ásamt því að undirbúa útgáfu á framlagi Íslands til Eurovision 2021.

Albumm