Daði Freyr óskar eftir hjálp við gerð nýja Eurovision-lagsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 17:32 Daði Freyr óskar eftir hjálp almennings við að setja saman kórkafla í Eurovision-lagi sínu. Daði Freyr/Twitter Daði Freyr Pétursson, tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Gagnamagninu, hefur óskað eftir aðstoð almennings við gerð lagsins sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á þessu ári. „Hæ, ég heiti Daði Freyr. Ég tek þátt í Eurovision 2021 ásamt Gagnamagninu. Ég er alveg að verða búinn með lagið en ég þarf ykkar hjálp. Ég vil hafa stóran kórkafla í laginu, en ég hef ekki aðgang að kór akkúrat núna. Þess vegna þarf ég þig í kórinn,“ segir Daði í myndbandi sem hann birti á Twitter síðu sinni. I need your voice!I'm putting together a choir for the @Eurovision 2021 song. Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8Please send your audio files to gagnamagnidchoir@gmail.comDeadline is January 11thThank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) January 4, 2021 Með myndbandinu er að finna slóð á leiðbeiningar um sönginn sem óskað er eftir, en alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn. Þá biður hann áhugasama um að senda upptöku af sér að syngja eina rödd eða fleiri á netfangið gagnamagnidchoir@gmail.com, fyrir 11. janúar næstkomandi. Í myndbandinu er svo að finna nánari leiðbeiningar um hvernig best er að skila upptökum til Daða, en viðbúið er að honum berist margar upptökur frá aðdáendum, sem marga hverja þyrstir eflaust í að vera hluti af Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins. Eurovision 2021 fer fram í Rotterdam í Hollandi, þar sem Holland bar sigur úr býtum í keppninni árið 2019. Engin eiginleg Eurovision keppni fór fram árið 2020, en sökudólgurinn í þeim efnum, líkt og svo mörgu öðru, er kórónuveirufaraldurinn sem geisað hefur um heiminn síðan snemma á síðasta ári. Eurovision Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Hæ, ég heiti Daði Freyr. Ég tek þátt í Eurovision 2021 ásamt Gagnamagninu. Ég er alveg að verða búinn með lagið en ég þarf ykkar hjálp. Ég vil hafa stóran kórkafla í laginu, en ég hef ekki aðgang að kór akkúrat núna. Þess vegna þarf ég þig í kórinn,“ segir Daði í myndbandi sem hann birti á Twitter síðu sinni. I need your voice!I'm putting together a choir for the @Eurovision 2021 song. Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8Please send your audio files to gagnamagnidchoir@gmail.comDeadline is January 11thThank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) January 4, 2021 Með myndbandinu er að finna slóð á leiðbeiningar um sönginn sem óskað er eftir, en alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn. Þá biður hann áhugasama um að senda upptöku af sér að syngja eina rödd eða fleiri á netfangið gagnamagnidchoir@gmail.com, fyrir 11. janúar næstkomandi. Í myndbandinu er svo að finna nánari leiðbeiningar um hvernig best er að skila upptökum til Daða, en viðbúið er að honum berist margar upptökur frá aðdáendum, sem marga hverja þyrstir eflaust í að vera hluti af Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins. Eurovision 2021 fer fram í Rotterdam í Hollandi, þar sem Holland bar sigur úr býtum í keppninni árið 2019. Engin eiginleg Eurovision keppni fór fram árið 2020, en sökudólgurinn í þeim efnum, líkt og svo mörgu öðru, er kórónuveirufaraldurinn sem geisað hefur um heiminn síðan snemma á síðasta ári.
Eurovision Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira