Lífið

Eldgos með Matta Matt og Erlu Björg sjaldan verið heitara

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Eurovisionlagið Eldgos keppti í undankeppni Söngvakeppninnar árið 2011. 
Eurovisionlagið Eldgos keppti í undankeppni Söngvakeppninnar árið 2011.  RÚV

Það er óhætt að segja að skjálfti sé í landanum á meðan beðið er eftir frekari fréttum af væntanlegu eldgosi í Keili.  

Netverjar keppast nú um að deila hnyttni sinni, viðbrögðum og spádómum á samfélagsmiðlum og hafa nokkrir haft á orði að eurovisionlagið Eldgos, með þeim Matta Matt og Erlu Björgu, hafi sjaldan eða aldrei verið heitara og meira viðeigandi.

Einhverjir hafa gengið skrefinu lengra og stungið upp á því að skipta út framlagi Íslands til eurovision þetta árið. 

Lagið Eldgos keppti í undankeppni Söngvakeppninnar árið 2011 og er lagið eftir Matthías Stefánsson og textinn eftir Kristján Hreinsson. 

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Þjóðin bregst við fréttum af mögulegu eldgosi

Litlir skjálftar fóru að mælast mjög þétt og stækka klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút. Veðurstofan kallar þetta óróapúls, samfellda hrinu skjálfta sem fara vaxandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×