Ferðamennska á Íslandi

Fréttamynd

Nýr veruleiki vegna ferðaþjónustunnar

Nú þegar ferðaþjónustan er tryggilega búin að festa sig í sessi sem ein allra mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar sýnir það sig að ef vel á að vera þarf þessi atvinnugrein skýra, faglega og framsýna umgjörð ekki síður en aðrar.

Skoðun
Fréttamynd

Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu

Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn með minna á milli handanna nú

Aukning taxfree-veltu er ekki í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi. Sterkara gengi og hækkun fasts kostnaðar, eins og ferðakostnaðar innanlands og gistingar, kemur niður á verslun. Einsleitni markaðarins er farin að segja til sín.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leiðbeiningar á stýrið fyrir erlenda ökumenn

Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Tvöföldun Reykjanesbrautar tekur fimm til sex ár

Við segjum hingað og ekki lengra. Þetta segir talsmaður átaks um tvöföldun Reykjanesbrautar en tæplega 15 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í átakinu á Facebook á tæpum tveimur sólarhringum.

Innlent